Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Blendin viðbrögð við tillögum ríkisstjórnarinnar: „Svínsleg aðferð“ og „brandari“

Rík­is­stjórn­in legg­ur til breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­frum­varpi fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra. Sig­ríð­ur Ingi­björg Inga­dótt­ir, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is og Björg­vin Guð­munds­son, formað­ur kjara­nefnd­ar Fé­lags eldri borg­ara gagn­rýna út­færsl­una harð­lega.

Blendin viðbrögð við tillögum ríkisstjórnarinnar: „Svínsleg aðferð“ og „brandari“

Ríkisstjórnin leggur til að gerðar verði breytingar á frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um almannatryggingar, meðal annars að líf­eyr­is­greiðslur aldr­aðra og öryrkja hækki í 280 þús­und krónur um ára­mótin og upp í 300 þús­und krónur frá árs­byrjun 2018 auk þess sem 25 þúsund króna frítekjumark verði sett á allar tekjur eldri borgara. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær, föstudag. 

Daginn þar áður höfðu þrjár þingkonur stjórnarandstöðunnar úr minnihluta fjárlaganefndar, þær Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir úr Vinstri grænum og Brynhildur Pétursdóttir úr Bjartri framtíð, lagt fram breytingartillögu við frumvarp Bjarna Benediktssonar til fjáraukalaga fyrir árið 2016 þess efnis að gert yrði ráð fyrir afturvirkri hækkun bóta, lífeyris og tekjutryggingar.

Þannig var þegar orðið ljóst þegar ríkisstjórnin fundaði í gær að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins yrði stillt upp við vegg vegna kjaramála aldraðra og öryrkja rétt fyrir þinglok. Enn liggur ekki fyrir hvenær þingstörfum lýkur, en gengið verður til þingkosninga þann 29. október. 

Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í gær er lagt til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á frumvarpinu um breytingar á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra:

– Eldri borgurum sem halda einir heimili verði tryggðar 300 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar 2018, enda hafi þeir ekki aðrar tekjur sem hafa áhrif á fjárhæð bótanna. Bæturnar hækki í 280 þúsund krónur um næstu áramót. Seinna á árinu 2018 mun kauptrygging á vinnumarkaði einnig ná 300 þúsund krónum samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. 

– Framfærsluviðmið öryrkja verði jafnframt 300 þúsund krónur á mánuði frá sama tíma. 

– Frítekjumark verði sett á allar tekjur eldri borgara, hvort heldur sem er lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur. Frítekjumarkið, sem undanþegið er við útreikning bóta, verði 25 þúsund krónur. Þessi breyting samsvarar 25 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna hjá stærstum hluta eldri borgara umfram það sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu.  

– Hækkun lífeyristökualdurs verði hraðað um 12 ár. Hækkun lágmarkslífeyristökualdurs úr 67 árum í 70 ár eigi sér þannig stað á 12 árum en ekki 24 árum eins og áður var ráðgert.  

Fram kemur að þessar breytingar leiði til mikillar hækkunar á bótum almannatrygginga á næstu tveimur árum. „Til dæmis munu bætur eldri borgara sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur hækka úr 247 þúsund krónum árið 2016 í 300 þúsund krónur árið 2018, eða um 22%. Bætur eldri borgara með 150 þúsund króna lífeyristekjur munu hækka úr 142 þúsund krónum árið 2016 í 229 þúsund árið 2018, eða um 61%,“ segir í tilkynningunni þar sem greint er frá því að árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna þessara breytinga sé áætlaður um 4,5 milljarðar króna sem bætist við þær 5,0 til 5,5 milljarða króna sem voru áætluð kostnaðaráhrif frumvarps um almannatryggingar.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, bregst harkalega við tillögunum á Facebook og skrifar: 

Ég brjáluð yfir tillögum ríkisstjórnarinnar í almannatryggingum. Þau segjast ætla að hækka greiðslur til eldri borgara upp í 280.000 kr. en eru bara að plata. Vissulega hækka örfáir í þessa fjárhæð en aðferðin er svo svínsleg að það er bara um 1 nýr milljaður sem fer í þessa aðgerð. Á sama tíma auka þau skerðingar á eldri borgara sem búa einir í 56,9% og auka á krónu á móti krónu skerðingar öryrkja. En kerfið er svo flókið að þau halda að þau komist upp með þetta!

Björgvin Guðmundsson, formaður kjaranefndar Félags eldri borgara, bregst einnig harkalega við tillögum ríkisstjórnarinnar. Hann skrifar á vefsíðu sinni:

Í dag er í gildi 109 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna aldraðra. Samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra á að fella þetta frítekjmark niður og i staðinn á að koma 45% skerðingarhlutfall við útreikning lífeyris almannatrygginga. Í frumvarpinu kemur fram útreikningur sem leiðir í ljós,að skerðing lífeyris almannatrygginga eykst verulega vegna atvinnutekna vegna þessara nýju reglna. Nú þykist ríkisstjórnin vera að bæta úr þessu með þvi að tilkynna 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna! M.ö.o: Í stað 109 þúsund króna frítekjumarks á að koma 25 þús kr frítekjumark. Það sér hver maður,að þetta er gagnslaust. Það fer enginn eldri borgari út að vinna upp á þessi býti. Skerðingin heldur áfram og við það bætist skattaskerðingin. Atvinnutekjurnar væru rétt rúmlega fyrir kostnaði við að koma sér að og frá vinnustað. Ef ríkisstjórnin vill gera eitthvað raunhæft til þess að stuðla að atvinnuþátttöku eldri borgara ætti hún að ákveða strax að gera lífeyri almannatrygginga skattfrjálsan eins og er í Noregi. 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna er brandari og skiptir engu máli fyrir eldri borgara.

Félag eldri borgara virðist þó telja að tillögur ríkisstjórnarinnar séu skref í rétta átt og til marks um að staðfesta félagsins hafi borið árangur:

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir hins vegar í samtali við RÚV að örorkulífeyrisþegar með litla starfsgetu hafi engan fjárhagslegan ávinning af hækkun á grunnframfærslu til öryrkja, enda muni hækkunin aðeins ná til þeirra sem fái sérstaka framfærsluuppbót.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um tillögur ríkisstjórnarinnar í bréfi sem hann sendi flokksmönnum í gær. Segir Bjarni að hann sjálfur og Eygló Harðardóttir hafi átt frumkvæði að tillögunni á ríkisstjórnarfundinum:

Höfuðskylda okkar allra er að hlúa að þeim sem minna mega sín og aðstoða þá sem hjálpar eru þurfi. Fyrir þinginu liggur frumvarp um breytingar á almannatryggingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag var samþykkt, að tillögu minni og félagsmálaráðherra, að leggja til verulegar breytingar á málinu. Við lögðum til að komið verði á frítekjumarki að fjárhæð 25.000 kr. vegna allra tekna auk þess sem lágmarksbætur hækki í 280.000 kr. um næstu áramótin og 300.000 kr. 1. janúar 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár