Eiríkur Einarsson, 67 ára gamall maður á Seltjarnarnesi sér eftir því að hafa misst stjórn á skapi sínu á göngustíg á Seltjarnarnesi á dögunum þegar meðlimir í hópi hraðskreiðra hjólreiðamanna rákust utan í hann.
Eiríkur Einarsson var á rólegri kvöldgöngu ásamt vinkonu við sjávarsíðuna þegar hann lenti í átökunum. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir að hagsmunaárekstrum hjólandi og gangandi á stígum höfuðborgarsvæðisins fari fjölgandi og að hjólreiðamenn í óhóflegum keppnisham valdi hættu á stígunum.
„Þetta kom fyrir mig eins og massíf skriða sem lenti á mér. Skyndilega kom yfir okkur heil skriða af hjólreiðarmönnum á mjög hraðskreiðum hjólum. Hjólreiðarmennirnir voru í Tour de France-galla og á milljón króna hjólum,“ segir Eiríkur.
Hjólreiðamenn sem voru á svæðinu þegar atvikið átti sér stað lýsa atburðunum öðruvísi og kvarta undan því að verða fyrir aðkasti á stígum og götum.
Athugasemdir