Axel Pétur Axelsson, umsjónarmaður Frelsis TV, hefur boðað til fréttamannafundar í beinni útsendingu á Youtube-rás sinni á morgun. Þar verður nýr stjórnmálaflokkur, Sjálfsveldisflokkurinn, kynntur til sögunnar.
Þetta kemur fram á vefnum Frelsi TV sem sérhæfir sig í samsæriskenningum af ýmsu tagi.
Á meðal kenninga sem settar hafa verið fram á síðunni er sú hugmynd að aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi valdið Vodafone-lekanum árið 2014 til að bægja athyglinni frá þeim miklu kjarabótum sem áttu að felast í skuldaniðurfellingum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Umrætt myndband má sjá hér að neðan:
„Sjálfsveldisflokkurinn verður kynntur opinberlega á morgun á frelsiTV sem mun halda fréttamannafund í beinni útsendingu á youtube rás sinni kl. 14:00 á morgun föstudag 5. ágúst,“ segir á vef Frelsis TV.
„Fréttamönnum og öðrum áhugasömum er boðið í beina útsendingu á internetinu (Hangouts). Sjálfsveldisflokkurinn stefnir á framboð í næstu kosningum til Alþingis með það að aðalmarkmiði að leggja niður …
Athugasemdir