Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána svarar ekki öllum þeim spurningum sem settar voru fram í skriflegri fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í fyrra. Þetta má sjá þegar skýrsla fjármálaráðherra er borin saman við fyrirspurnina sem lögð var fram þann 11. nóvember 2014.
Þegar tilkynnt var að skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra væri í vinnslu, þann 9. desember í fyrra, kom fram að þar yrði „m.a. fjallað um þau atriði sem spurt er um í þessari fyrirspurn“. Úr þessu hefur ekki að öllu leyti ræst og hafa nú 10 þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar lagt fram aðra skýrslubeiðni þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Athugasemdir