Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín sýknuð - fagnað í dómssal

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur sem var ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi, hef­ur ver­ið sýkn­uð. Lófa­tak heyrð­ist í dómssal þeg­ar sýknu­dóm­ur var kveð­inn upp yf­ir henni.

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín sýknuð - fagnað í dómssal
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræð­ingur Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræð­ingur var rétt í þessu sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Henni var gefið að sök að hafa borið ábyrgð á dauða Guðmundar Más Bjarnasonar sem lést á gjörgæslu Landspítalans 3. október 2012. Átti hún að hafa gleymt að tæma loft úr svokölluðum kraga sem tengist öndunarvél og þannig hindrað að sjúklingurinn gæti andað frá sér. Ásta Kristín sagði sögu sína í ítarlegu viðtali í Stundinni í síðasta mánuði. Þar sagði hún meðal annars að síðustu þrjú ár hafa verið ár martraða og vanlíðunar. Þeir tímar hafi komið að hún vildi helst fá að deyja frá þeirri þjáningu sem fylgir ásökuninni.

Færri komust að en vildu í dómssalnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en fjölmargir úr heilbrigðisstéttum landsins komu til að veita Ástu stuðning. Það var tilfinningarík stund þegar sýknudómurinn var kveðinn upp og margir viðstaddir klöppuðu.  

Í samtali við Stundina í morgun sagði Ásta Kristín að sér væri létt. „Mikill léttir,“ sagði hún. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um dóminn að svo stöddu.

„Niðurstaðan er í samræmi við væntingar,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ástu, í samtali við Stundina. „Ég tel að það hafi komið í ljós í aðalmeðferð að ákæran fengist ekki staðist, aðallega vegna þess að rannsóknin misheppnaðist og leiddi ekki hið rétta í ljós.“

„Rannsóknin misheppnaðist og leiddi ekki hið rétta í ljós.“

Fékk áfall og tók á sig sök

Guðmundur hafði gengist undir hjartaaðgerð tveimur vikum áður en hann lést og glímdi þess utan við fleiri kvilla. Meðal þess sem Ásta gerði á umræddri vakt varðandi Guðmund var að aftengja öndunarvél hans og setja hann á svokallaðan talventil sem gerir sjúklingnum kleift að anda að sér í gegnum háls og frá sér um munnhol. Tæpum hálftíma eftir að slökkt var á öndunarvélinni lést Guðmundur.

Þegar skipt er yfir á talventil er nauðsynlegt að lofttæma belg í barkaraufarrennu til að loftið komist út um munn. Ef það er ekki gert nær sjúklingurinn ekki að anda frá sér og kafnar. Ekkert liggur fyrir um að Ásta Kristín hafi ekki loftæmt blöðruna þegar hún slökkti á öndunarvélinni. Það er raunar ekkert heldur sem segir að hún hafi lofttæmt. Ásökunin á hendur Ástu byggir á því einu að hún taldi að spítalinn hefði staðfestingu þess að þessi handvömm hefði átt sér stað. Þess vegna tók hún ekki fyrir það við skýrslutöku en greip til sjálfsásökunar sem fólst í því að viðurkenna að þetta hlyti að vera ástæðan fyrir andlátinu. Rannsókn málsins gekk út á það að sanna að Ásta Kristín bæri ábyrgð og hefði orðið sjúklingnum að bana með vanrækslu. Ekki var spurt um sérfræðiálit spítalans varðandi andlátið og huganlega aðrar ástæður svo sem slímtappa eða einfaldlega andlát mjög veiks sjúklings. 

„Ég hefði haldið að lögreglan ætti að skoða málið frá öllum sjónarhornum en ekki einblína á einn þátt. Þótt ég brygðist svona við að taka fúslega á mig sökina og viðurkenna að hugsanlega hefði ég ekki lofttæmt talventilinn var það ómarktækt. Ég fékk einfaldlega áfall og tók strax á mig sök,“ sagði Ásta Kristín meðal annars í viðtali við Stundina. 

Ákæra ekki í samræmi við krufningarskýrslu

Fram kom í framburði yfirlæknis gjörgæslu að lýsing krufningarskýrslu á lungum og augum styddu engan veginn að andlátið hafi borið að með þeim hætti sem fram kemur í ákæru. Þvert á móti bendi ummerki til að svo hafi alls ekki verið. Miklu frekar gæti slímtappi hafa komið ofarlega í öndunarfæri. Slíkur tappi þarf ekki endilega að loka loftleið alveg eða þegar í stað. Það getur skýrt þann tíma sem leið frá því öndunarvél var tekin úr sambandi og þar til blóðþrýstingur féll. Útilokað er að maður lifi í 25 mínútur án þess að geta andað frá sér.

„Lögreglan aflaði sér að mínu mati ekki læknisfræðilegs sérfræðiálits á atvikinu sjálfu og því sem mér var gefið að sök,“ sagði Ásta. „Einnig spurði rannsóknarlögreglan ekki spítalann út í rótargreiningu hans á atvikinu. Það kom fram eftir ákæruna. Þessi framganga lögreglunnar gagnvart mér var þungbær. Um tíma var ég farin að skilgreina mig sem glæpahjúkku. Sjálfsmynd mín var í molum. Þetta gerðist vegna þeirrar sýnar sem lögreglan hafði á atvikið og orðalagi ákærunnar. Það mátti lesa út úr ummælum þeirra í fjölmiðlum að á gjörgæslunni væri manneskja sem hefði aðhafst eitthvað glæpsamlegt.“

Saksóknari krafðist aðeins sex mánaða skilorðsbundins fangelsis yfir Ástu Kristínu, sem er í litlu samræmi við ásakanir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár