Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín sýknuð - fagnað í dómssal

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur sem var ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi, hef­ur ver­ið sýkn­uð. Lófa­tak heyrð­ist í dómssal þeg­ar sýknu­dóm­ur var kveð­inn upp yf­ir henni.

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín sýknuð - fagnað í dómssal
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræð­ingur Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræð­ingur var rétt í þessu sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Henni var gefið að sök að hafa borið ábyrgð á dauða Guðmundar Más Bjarnasonar sem lést á gjörgæslu Landspítalans 3. október 2012. Átti hún að hafa gleymt að tæma loft úr svokölluðum kraga sem tengist öndunarvél og þannig hindrað að sjúklingurinn gæti andað frá sér. Ásta Kristín sagði sögu sína í ítarlegu viðtali í Stundinni í síðasta mánuði. Þar sagði hún meðal annars að síðustu þrjú ár hafa verið ár martraða og vanlíðunar. Þeir tímar hafi komið að hún vildi helst fá að deyja frá þeirri þjáningu sem fylgir ásökuninni.

Færri komust að en vildu í dómssalnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en fjölmargir úr heilbrigðisstéttum landsins komu til að veita Ástu stuðning. Það var tilfinningarík stund þegar sýknudómurinn var kveðinn upp og margir viðstaddir klöppuðu.  

Í samtali við Stundina í morgun sagði Ásta Kristín að sér væri létt. „Mikill léttir,“ sagði hún. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um dóminn að svo stöddu.

„Niðurstaðan er í samræmi við væntingar,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ástu, í samtali við Stundina. „Ég tel að það hafi komið í ljós í aðalmeðferð að ákæran fengist ekki staðist, aðallega vegna þess að rannsóknin misheppnaðist og leiddi ekki hið rétta í ljós.“

„Rannsóknin misheppnaðist og leiddi ekki hið rétta í ljós.“

Fékk áfall og tók á sig sök

Guðmundur hafði gengist undir hjartaaðgerð tveimur vikum áður en hann lést og glímdi þess utan við fleiri kvilla. Meðal þess sem Ásta gerði á umræddri vakt varðandi Guðmund var að aftengja öndunarvél hans og setja hann á svokallaðan talventil sem gerir sjúklingnum kleift að anda að sér í gegnum háls og frá sér um munnhol. Tæpum hálftíma eftir að slökkt var á öndunarvélinni lést Guðmundur.

Þegar skipt er yfir á talventil er nauðsynlegt að lofttæma belg í barkaraufarrennu til að loftið komist út um munn. Ef það er ekki gert nær sjúklingurinn ekki að anda frá sér og kafnar. Ekkert liggur fyrir um að Ásta Kristín hafi ekki loftæmt blöðruna þegar hún slökkti á öndunarvélinni. Það er raunar ekkert heldur sem segir að hún hafi lofttæmt. Ásökunin á hendur Ástu byggir á því einu að hún taldi að spítalinn hefði staðfestingu þess að þessi handvömm hefði átt sér stað. Þess vegna tók hún ekki fyrir það við skýrslutöku en greip til sjálfsásökunar sem fólst í því að viðurkenna að þetta hlyti að vera ástæðan fyrir andlátinu. Rannsókn málsins gekk út á það að sanna að Ásta Kristín bæri ábyrgð og hefði orðið sjúklingnum að bana með vanrækslu. Ekki var spurt um sérfræðiálit spítalans varðandi andlátið og huganlega aðrar ástæður svo sem slímtappa eða einfaldlega andlát mjög veiks sjúklings. 

„Ég hefði haldið að lögreglan ætti að skoða málið frá öllum sjónarhornum en ekki einblína á einn þátt. Þótt ég brygðist svona við að taka fúslega á mig sökina og viðurkenna að hugsanlega hefði ég ekki lofttæmt talventilinn var það ómarktækt. Ég fékk einfaldlega áfall og tók strax á mig sök,“ sagði Ásta Kristín meðal annars í viðtali við Stundina. 

Ákæra ekki í samræmi við krufningarskýrslu

Fram kom í framburði yfirlæknis gjörgæslu að lýsing krufningarskýrslu á lungum og augum styddu engan veginn að andlátið hafi borið að með þeim hætti sem fram kemur í ákæru. Þvert á móti bendi ummerki til að svo hafi alls ekki verið. Miklu frekar gæti slímtappi hafa komið ofarlega í öndunarfæri. Slíkur tappi þarf ekki endilega að loka loftleið alveg eða þegar í stað. Það getur skýrt þann tíma sem leið frá því öndunarvél var tekin úr sambandi og þar til blóðþrýstingur féll. Útilokað er að maður lifi í 25 mínútur án þess að geta andað frá sér.

„Lögreglan aflaði sér að mínu mati ekki læknisfræðilegs sérfræðiálits á atvikinu sjálfu og því sem mér var gefið að sök,“ sagði Ásta. „Einnig spurði rannsóknarlögreglan ekki spítalann út í rótargreiningu hans á atvikinu. Það kom fram eftir ákæruna. Þessi framganga lögreglunnar gagnvart mér var þungbær. Um tíma var ég farin að skilgreina mig sem glæpahjúkku. Sjálfsmynd mín var í molum. Þetta gerðist vegna þeirrar sýnar sem lögreglan hafði á atvikið og orðalagi ákærunnar. Það mátti lesa út úr ummælum þeirra í fjölmiðlum að á gjörgæslunni væri manneskja sem hefði aðhafst eitthvað glæpsamlegt.“

Saksóknari krafðist aðeins sex mánaða skilorðsbundins fangelsis yfir Ástu Kristínu, sem er í litlu samræmi við ásakanir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár