Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín sýknuð - fagnað í dómssal

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur sem var ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi, hef­ur ver­ið sýkn­uð. Lófa­tak heyrð­ist í dómssal þeg­ar sýknu­dóm­ur var kveð­inn upp yf­ir henni.

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín sýknuð - fagnað í dómssal
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræð­ingur Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræð­ingur var rétt í þessu sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Henni var gefið að sök að hafa borið ábyrgð á dauða Guðmundar Más Bjarnasonar sem lést á gjörgæslu Landspítalans 3. október 2012. Átti hún að hafa gleymt að tæma loft úr svokölluðum kraga sem tengist öndunarvél og þannig hindrað að sjúklingurinn gæti andað frá sér. Ásta Kristín sagði sögu sína í ítarlegu viðtali í Stundinni í síðasta mánuði. Þar sagði hún meðal annars að síðustu þrjú ár hafa verið ár martraða og vanlíðunar. Þeir tímar hafi komið að hún vildi helst fá að deyja frá þeirri þjáningu sem fylgir ásökuninni.

Færri komust að en vildu í dómssalnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en fjölmargir úr heilbrigðisstéttum landsins komu til að veita Ástu stuðning. Það var tilfinningarík stund þegar sýknudómurinn var kveðinn upp og margir viðstaddir klöppuðu.  

Í samtali við Stundina í morgun sagði Ásta Kristín að sér væri létt. „Mikill léttir,“ sagði hún. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um dóminn að svo stöddu.

„Niðurstaðan er í samræmi við væntingar,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ástu, í samtali við Stundina. „Ég tel að það hafi komið í ljós í aðalmeðferð að ákæran fengist ekki staðist, aðallega vegna þess að rannsóknin misheppnaðist og leiddi ekki hið rétta í ljós.“

„Rannsóknin misheppnaðist og leiddi ekki hið rétta í ljós.“

Fékk áfall og tók á sig sök

Guðmundur hafði gengist undir hjartaaðgerð tveimur vikum áður en hann lést og glímdi þess utan við fleiri kvilla. Meðal þess sem Ásta gerði á umræddri vakt varðandi Guðmund var að aftengja öndunarvél hans og setja hann á svokallaðan talventil sem gerir sjúklingnum kleift að anda að sér í gegnum háls og frá sér um munnhol. Tæpum hálftíma eftir að slökkt var á öndunarvélinni lést Guðmundur.

Þegar skipt er yfir á talventil er nauðsynlegt að lofttæma belg í barkaraufarrennu til að loftið komist út um munn. Ef það er ekki gert nær sjúklingurinn ekki að anda frá sér og kafnar. Ekkert liggur fyrir um að Ásta Kristín hafi ekki loftæmt blöðruna þegar hún slökkti á öndunarvélinni. Það er raunar ekkert heldur sem segir að hún hafi lofttæmt. Ásökunin á hendur Ástu byggir á því einu að hún taldi að spítalinn hefði staðfestingu þess að þessi handvömm hefði átt sér stað. Þess vegna tók hún ekki fyrir það við skýrslutöku en greip til sjálfsásökunar sem fólst í því að viðurkenna að þetta hlyti að vera ástæðan fyrir andlátinu. Rannsókn málsins gekk út á það að sanna að Ásta Kristín bæri ábyrgð og hefði orðið sjúklingnum að bana með vanrækslu. Ekki var spurt um sérfræðiálit spítalans varðandi andlátið og huganlega aðrar ástæður svo sem slímtappa eða einfaldlega andlát mjög veiks sjúklings. 

„Ég hefði haldið að lögreglan ætti að skoða málið frá öllum sjónarhornum en ekki einblína á einn þátt. Þótt ég brygðist svona við að taka fúslega á mig sökina og viðurkenna að hugsanlega hefði ég ekki lofttæmt talventilinn var það ómarktækt. Ég fékk einfaldlega áfall og tók strax á mig sök,“ sagði Ásta Kristín meðal annars í viðtali við Stundina. 

Ákæra ekki í samræmi við krufningarskýrslu

Fram kom í framburði yfirlæknis gjörgæslu að lýsing krufningarskýrslu á lungum og augum styddu engan veginn að andlátið hafi borið að með þeim hætti sem fram kemur í ákæru. Þvert á móti bendi ummerki til að svo hafi alls ekki verið. Miklu frekar gæti slímtappi hafa komið ofarlega í öndunarfæri. Slíkur tappi þarf ekki endilega að loka loftleið alveg eða þegar í stað. Það getur skýrt þann tíma sem leið frá því öndunarvél var tekin úr sambandi og þar til blóðþrýstingur féll. Útilokað er að maður lifi í 25 mínútur án þess að geta andað frá sér.

„Lögreglan aflaði sér að mínu mati ekki læknisfræðilegs sérfræðiálits á atvikinu sjálfu og því sem mér var gefið að sök,“ sagði Ásta. „Einnig spurði rannsóknarlögreglan ekki spítalann út í rótargreiningu hans á atvikinu. Það kom fram eftir ákæruna. Þessi framganga lögreglunnar gagnvart mér var þungbær. Um tíma var ég farin að skilgreina mig sem glæpahjúkku. Sjálfsmynd mín var í molum. Þetta gerðist vegna þeirrar sýnar sem lögreglan hafði á atvikið og orðalagi ákærunnar. Það mátti lesa út úr ummælum þeirra í fjölmiðlum að á gjörgæslunni væri manneskja sem hefði aðhafst eitthvað glæpsamlegt.“

Saksóknari krafðist aðeins sex mánaða skilorðsbundins fangelsis yfir Ástu Kristínu, sem er í litlu samræmi við ásakanir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár