Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Arnþrúður segir ríkissaksóknara vanhæfan vegna samkynhneigðar

Gefn­ar hafa ver­ið út ákær­ur á hend­ur átta ein­stak­ling­um sem Sam­tök­in ‘78 kærðu í fyrra­vor fyr­ir hat­ursáróð­ur. Lín­urn­ar á Út­varpi Sögu hafa log­að frá því að greint var frá ákær­un­um í gær. Lög­regla vís­aði mál­inu í fyrra frá en rík­is­sak­sókn­ari sneri þeirri ákvörð­un. Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir á Út­varpi Sögu tel­ur Sig­ríði Frið­jóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara van­hæfa þar sem hún sé sam­kyn­hneigð.

Arnþrúður segir ríkissaksóknara vanhæfan vegna samkynhneigðar
Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson Pétur er einn þeirra átta sem ákærðir hafa verið fyrir hatursáróður. Þeim Arnþrúði og Pétri finnst illa vegið að tjáningarfrelsinu. Margir sem hringt hafa inn á Útvarp Sögu eru þeim sammála. Mynd: Pressphotos

Það er stór áfangi að gefnar hafi verið út ákærur á hendur átta einstaklingum sem Samtökin ‘78 kærðu í fyrravor fyrir hatursorðræðu. Þetta segir lögmaður samtakanna, Björg Valgeirsdóttir.

„Það eitt að þessi mál fari fyrir dóm er mjög mikilvægt. Þetta eru mál af þeim toga sem fara sjaldan fyrir dómstóla,“ segir Björg. Þetta sé rökrétt niðurstaða miðað við eðli þeirra ummæla sem samtökin kærðu og í því samhengi sem þau birtust.

Ákæran byggir á 233. grein a í almennum hegningarlögum, sem hljómar svo:

Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár