Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Arnþrúður segir ríkissaksóknara vanhæfan vegna samkynhneigðar

Gefn­ar hafa ver­ið út ákær­ur á hend­ur átta ein­stak­ling­um sem Sam­tök­in ‘78 kærðu í fyrra­vor fyr­ir hat­ursáróð­ur. Lín­urn­ar á Út­varpi Sögu hafa log­að frá því að greint var frá ákær­un­um í gær. Lög­regla vís­aði mál­inu í fyrra frá en rík­is­sak­sókn­ari sneri þeirri ákvörð­un. Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir á Út­varpi Sögu tel­ur Sig­ríði Frið­jóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara van­hæfa þar sem hún sé sam­kyn­hneigð.

Arnþrúður segir ríkissaksóknara vanhæfan vegna samkynhneigðar
Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson Pétur er einn þeirra átta sem ákærðir hafa verið fyrir hatursáróður. Þeim Arnþrúði og Pétri finnst illa vegið að tjáningarfrelsinu. Margir sem hringt hafa inn á Útvarp Sögu eru þeim sammála. Mynd: Pressphotos

Það er stór áfangi að gefnar hafi verið út ákærur á hendur átta einstaklingum sem Samtökin ‘78 kærðu í fyrravor fyrir hatursorðræðu. Þetta segir lögmaður samtakanna, Björg Valgeirsdóttir.

„Það eitt að þessi mál fari fyrir dóm er mjög mikilvægt. Þetta eru mál af þeim toga sem fara sjaldan fyrir dómstóla,“ segir Björg. Þetta sé rökrétt niðurstaða miðað við eðli þeirra ummæla sem samtökin kærðu og í því samhengi sem þau birtust.

Ákæran byggir á 233. grein a í almennum hegningarlögum, sem hljómar svo:

Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu