Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Árni Páll um Björgvin: „Hefur ekki verið sakaður um fjárdrátt“

„Ég baðst af­sök­un­ar á mis­tök­um mín­um og leit­aði mér að­stoð­ar,“ seg­ir Björg­vin G. Sig­urðs­son sem tók vara­þing­sæti í gær. Hann hætti sem sveit­ar­stjóri í kjöl­far ásak­ana um fjár­drátt og við­ur­kenndi að hafa brot­ið gegn starfs­skyld­um sín­um.

Árni Páll um Björgvin: „Hefur ekki verið sakaður um fjárdrátt“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ber fullt traust til Björgvins G. Sigurðssonar varaþingmanns. Björgvin tók sæti Oddnýjar G. Harðardóttur á Alþingi í gær, en fyrr á árinu var hann leystur frá störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps eftir að hafa brotið gegn starfsskyldum sínum með því að ráðstafa fjármunum úr sveit­ar­sjóðnum án heimildar.

„Ég gerði upp öll mín mál hreinskilnislega, ég baðst afsökunar á mistökum mínum og leitaði mér aðstoðar. Ég vann úr því eins vel og ég gat og mér hefur gengið vel síðan. Ef ég teldi að svo væri ekki, þá myndi ég meta þetta með öðrum hætti,“ segir Björgvin í samtali við Stundina, aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að hann endurnýjaði sitt lýðræðislega umboð áður en hann tæki sæti á þingi. 

„Lýsi yfir fullu trausti“

„Björgvin G. Sigurðsson hefur ekki verið sakaður um fjárdrátt,“ sagði Árni Páll í viðtali við Frosta og Mána í sjónvarpsútgáfu Harmageddon í gærkvöldi. Þegar spyrlarnir bentu á að Björgvin hefði vissulega verið sakaður um fjárdrátt sagði Árni: „Já, af mönnum sem síðast báðust afsökunar á að hafa gert það. Hann var í opinberu starfi hjá opinberum aðilum þar sem eru ríkar kröfur til þess að kæra til lögreglu ef eitthvað óeðlilegt er á seyði. Ef að eitthvað kærumál hefði komið upp hefði málið að sjálfsögðu blasað öðruvísi við.“ 

Ungir jafnaðarmenn hafa tvívegis hvatt Björgvin til að stíga til hliðar sem varaþingmaður. Árni Páll kveðst „gersamlega ósammála“ því sjónarmiði. „Það er bara ósköp einfaldlega þannig að Björgvin lauk sínum viðskiptum við sinn vinnuveitanda með samkomulagi sem báðir aðilar stóðu að og við þær aðstæður get ég ekki haft neitt um það að segja. Þannig að ég lýsi yfir fullu trausti til hans.”

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár