Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Árni Páll um Björgvin: „Hefur ekki verið sakaður um fjárdrátt“

„Ég baðst af­sök­un­ar á mis­tök­um mín­um og leit­aði mér að­stoð­ar,“ seg­ir Björg­vin G. Sig­urðs­son sem tók vara­þing­sæti í gær. Hann hætti sem sveit­ar­stjóri í kjöl­far ásak­ana um fjár­drátt og við­ur­kenndi að hafa brot­ið gegn starfs­skyld­um sín­um.

Árni Páll um Björgvin: „Hefur ekki verið sakaður um fjárdrátt“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ber fullt traust til Björgvins G. Sigurðssonar varaþingmanns. Björgvin tók sæti Oddnýjar G. Harðardóttur á Alþingi í gær, en fyrr á árinu var hann leystur frá störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps eftir að hafa brotið gegn starfsskyldum sínum með því að ráðstafa fjármunum úr sveit­ar­sjóðnum án heimildar.

„Ég gerði upp öll mín mál hreinskilnislega, ég baðst afsökunar á mistökum mínum og leitaði mér aðstoðar. Ég vann úr því eins vel og ég gat og mér hefur gengið vel síðan. Ef ég teldi að svo væri ekki, þá myndi ég meta þetta með öðrum hætti,“ segir Björgvin í samtali við Stundina, aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að hann endurnýjaði sitt lýðræðislega umboð áður en hann tæki sæti á þingi. 

„Lýsi yfir fullu trausti“

„Björgvin G. Sigurðsson hefur ekki verið sakaður um fjárdrátt,“ sagði Árni Páll í viðtali við Frosta og Mána í sjónvarpsútgáfu Harmageddon í gærkvöldi. Þegar spyrlarnir bentu á að Björgvin hefði vissulega verið sakaður um fjárdrátt sagði Árni: „Já, af mönnum sem síðast báðust afsökunar á að hafa gert það. Hann var í opinberu starfi hjá opinberum aðilum þar sem eru ríkar kröfur til þess að kæra til lögreglu ef eitthvað óeðlilegt er á seyði. Ef að eitthvað kærumál hefði komið upp hefði málið að sjálfsögðu blasað öðruvísi við.“ 

Ungir jafnaðarmenn hafa tvívegis hvatt Björgvin til að stíga til hliðar sem varaþingmaður. Árni Páll kveðst „gersamlega ósammála“ því sjónarmiði. „Það er bara ósköp einfaldlega þannig að Björgvin lauk sínum viðskiptum við sinn vinnuveitanda með samkomulagi sem báðir aðilar stóðu að og við þær aðstæður get ég ekki haft neitt um það að segja. Þannig að ég lýsi yfir fullu trausti til hans.”

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár