Orðið róstursamt nær engan vegin að lýsa til fulls árinu 2016 í stjórnmálum. Það var svo mikið meira en það. Í upphafi árs var Ólafur Ragnar Grímsson ennþá forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fjallöruggur í stóli forsætisráðherra. Svo kom Panama-lekin. Guðni Th. Jóhannesson varð forseti og eftir furður miklar í óvæntum þingkosningum að hausti skall á myljandi stjórnarkreppa. Bretland er á leið úr Evrópusambandinu og undarlegi æsingamaðurinn Donald Trump á leið í forsetastól í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur sem hefði spáð öllu þessu í ársbyrjun hefði raklaust verið afskrifaður sem þruglandi bullukollur. Ýmislegt kom líka ánægjulega á óvart. Ísland komst alla leið í útsláttarkeppni á EM (Huh!), pundið hefur lækkað svo mikið að London er aftur orðin viðráðanleg fyrir okkur mörlendinga og svo hefur eiginlega verið sumarveður fram eftir öllu hausti. Af þessu má draga þá einu ályktun um næsta ár; við höfum ekki hugmynd um hvað verður.
Óvissa um Ólaf
Árið …
Athugasemdir