Hópur fólks á Facebook hefur tekið upp á þeirri nýjung að auglýsa eftir ömmu til ættleiðingar. Tilgangurinn er samvistir og deiling á reynslu og þekkingu.
„Þannig er að ég til dæmis er búin að missa móður mína og hugsa oft hvað lífið væri nú miklu einfaldara ef einhver góð kona hefði orku og tíma og vilja og auka ást og umhyggju og allt það, sem væri til í að verja smá tíma með dætrum mínum,“ skrifaði Guðrún Ósk Sigurðardóttir um hugmyndina í Facebook-hópnum Góða systir. „Fengi sú kona í staðinn mikla ást og umhyggju til baka því dætur mínar eru auðvitað einstakir gleðigjafar og fullar af góðum kostum.“
Guðrún Ósk hlaut góðar undirtektir og úr varð að hún stofnaði Facebook-hópinn Góða amma, sem vettvang fyrir þá sem óska eftir því að ættleiða ömmu – og ömmur sem óska eftir því að verða ættleiddar.
„Ég fékk hugmyndina þegar ég var á …
Athugasemdir