Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Almar „sennilega fallinn“

Alm­ar S. Atla­son steig út úr kass­an­um fræga klukk­an níu um­kringd­ur frétta­mönn­um. Stund­in náði tali af kenn­ara Alm­ars sem spar­aði ekki stóru orð­in.

Almar „sennilega fallinn“

Klukkan korter í níu á mánudagsmorgni var salur Listaháskólans við Sæbraut að fyllast af fólki. Fréttamenn, samnemendur og fjölskylda Almars, auk annarra forvitinna augna. Almar sat sem fyrr í kassanum. Hann hafði vaknað tuttugu mínútur yfir átta, og var, eins og fólk sem vaknaði fyrir korteri, syfjulegur og úfinn. En í stað þess að njóta kaffibollans í einrúmi, sat hann nakinn undir fimm flúorljósaperum, innan í plexíglerkassa fullum af sorpi, með tugi myndavéla og hundruð augna á sér.

Þegar klukkan dró nær níu sló öðru hvoru þögn á hópinn, eins og eitthvað væri að gerast, en Almar lá sallarólegur í ruslahrúgunni og klóraði sér í hausnum. Ljósmyndarar snigluðust í hringum kassann og reyndu að ná nýju sjónarhorni, foreldrar hans og eiginkona stóðu áhyggjufull með krosslagðar hendur og fréttamenn pískruðu um hvernig best væri að nálgast þetta prófmál í íslenskri fjölmiðlun.

Salka, eiginkona Almars, tók upp síma og leit á klukkuna, sem var orðin eina mínútu yfir níu. Hún snéri símanum að Almari. Hann kinkaði kolli, stillti sér upp í miðjum kassanum og spyrnti upp einni hliðinni á honum, lyfti hleranum frá, og steig út.

Það small í ljósmyndatökkunum eins og hrossabrest. Almar tvísté, klóraði sér í pungnum, og svo aftur í hausnum, og hópurinn brast í fagnaðarlæti, klappandi og flautandi. Eftir lófaklappið rölti Almar, enn kviknakinn, í áttina að fjölskyldu sinni. Ríkharður Óskar Guðnason, fréttamaður 365, reyndi að ná tali af listamanninum, en Almar bauð honum einfaldlega góðan daginn, og gekk í burtu. Ríkarður reyndi aftur að spyrja spurningar, en Almar sagði Ríkarði að hann gæti fengið sér Malt og Appelsín, sem væri að finna í kassanum, og fór í faðm fjölskyldunnar.

Eftir að hafa faðmað sína nánustu stóð hann enn úti á miðju gólfi. Nakinn, með töluverðan líkamsdaun, umkringdur áhorfendum, og enn þá mjög nývaknaður. Klukkan var orðin níu. Hvenær lýkur listaverkinu?

„Takk fyrir mig. Ég held ég fái mér bara sígarettu,“ sagði hann svo, og stormaði í burtu, í gegnum kaffiteríuna, inn í vinnustofu listnema. Þangað eltu hann nokkrir blaðamenn, konan hans og foreldrar. Almar klæddi sig í föt; svartan bol, svartar buxur, setti á sig svarta húfu, fór í svartan leðurjakka og bað vinsamlegast um að þurfa ekki að svara neinum spurningum. Takk.

Vistin í kassanum hafði greinilega ekki verið eintóm sæla, og eftir þennan langa tíma inni í fjögurra fermetra rými fyrir allra augum var augljóst að hann þráði smá frið. Hjónin röltu út fyrir, og elti myndatökumaður 365 þau hvert fótmál. Hann kveikti sér í sígarettu, kúgaðist, hrækti, og reyndi að eiga í einhverju samræðum við konuna sína, með myndavélina enn þá í andlitinu. Engin landamæri á milli lífs og listar. Röddin var rám, enda ekkert verið notuð í heila viku. Einhver spyr hvort Almar eigi ekki að mæta í tíma. „Hey, jú!“ segir hann, drepur í rettunni, og hverfur inn í skólann, með myndavélina á eftir sér.

Mögulega fallinn á mætingu

Eftir að Almar fór inn rákust blaðamenn á kennara hans við Listaháskólann, Jóhann Ludwig Torfason. Hann sparaði ekki stóru orðin um verk Almars. „Þetta hefur valdið straumhvörfum. Ég hef verið hér í 10 ár og ég man ekki eftir öðru eins. Það verður talað um LHÍ fyrir og eftir Almar,“ segir Jóhann Ludwig. Spurður um hvort Almar þurfi að mæta strax í tíma segist Jóhann ekkert vorkenna honum. „Hann er sennilega fallinn á mætingu.“ Óvíst er af fasi Jóhanns Ludwig hvort um grín eða alvöru sé að ræða. Kennarar Almars í námskeiðinu sem #nakinníkassa tilheyrði eru Eirún Sigurðardóttir og Huginn Þór Arason.

Jóhann Ludwig nefnir hótunina sem barst vegna verks Almars. „Konan niður í Þverholti er enn þá að jafna sig. Hún er enn þá í sjokki. Það hringdi maður og var brjálaður yfir því að dóttir hans væri að horfa á klám á netinu. Hann ætlaði að mæta með tvo handrukkara sem hann þekkti,“ segir Jóhann Ludwig. Hann telur ekki ólíklegt að fólkið sem barði á glugga um tvöleytið aðfaranótt fimmtudags tengist manninn.

En Almar er kominn úr kassanum og inn í skólastofu. Nú þarf hann að fóta sig í fötum, og við hin þurfum að læra að lifa án þess að geta kallað bleikan, loðinn líkama hans upp á skjáinn með einum músarsmell.

Loforð
Loforð Punktur Almars yfir i-ið sem var listaverkið í kassanum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár