Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Almar „sennilega fallinn“

Alm­ar S. Atla­son steig út úr kass­an­um fræga klukk­an níu um­kringd­ur frétta­mönn­um. Stund­in náði tali af kenn­ara Alm­ars sem spar­aði ekki stóru orð­in.

Almar „sennilega fallinn“

Klukkan korter í níu á mánudagsmorgni var salur Listaháskólans við Sæbraut að fyllast af fólki. Fréttamenn, samnemendur og fjölskylda Almars, auk annarra forvitinna augna. Almar sat sem fyrr í kassanum. Hann hafði vaknað tuttugu mínútur yfir átta, og var, eins og fólk sem vaknaði fyrir korteri, syfjulegur og úfinn. En í stað þess að njóta kaffibollans í einrúmi, sat hann nakinn undir fimm flúorljósaperum, innan í plexíglerkassa fullum af sorpi, með tugi myndavéla og hundruð augna á sér.

Þegar klukkan dró nær níu sló öðru hvoru þögn á hópinn, eins og eitthvað væri að gerast, en Almar lá sallarólegur í ruslahrúgunni og klóraði sér í hausnum. Ljósmyndarar snigluðust í hringum kassann og reyndu að ná nýju sjónarhorni, foreldrar hans og eiginkona stóðu áhyggjufull með krosslagðar hendur og fréttamenn pískruðu um hvernig best væri að nálgast þetta prófmál í íslenskri fjölmiðlun.

Salka, eiginkona Almars, tók upp síma og leit á klukkuna, sem var orðin eina mínútu yfir níu. Hún snéri símanum að Almari. Hann kinkaði kolli, stillti sér upp í miðjum kassanum og spyrnti upp einni hliðinni á honum, lyfti hleranum frá, og steig út.

Það small í ljósmyndatökkunum eins og hrossabrest. Almar tvísté, klóraði sér í pungnum, og svo aftur í hausnum, og hópurinn brast í fagnaðarlæti, klappandi og flautandi. Eftir lófaklappið rölti Almar, enn kviknakinn, í áttina að fjölskyldu sinni. Ríkharður Óskar Guðnason, fréttamaður 365, reyndi að ná tali af listamanninum, en Almar bauð honum einfaldlega góðan daginn, og gekk í burtu. Ríkarður reyndi aftur að spyrja spurningar, en Almar sagði Ríkarði að hann gæti fengið sér Malt og Appelsín, sem væri að finna í kassanum, og fór í faðm fjölskyldunnar.

Eftir að hafa faðmað sína nánustu stóð hann enn úti á miðju gólfi. Nakinn, með töluverðan líkamsdaun, umkringdur áhorfendum, og enn þá mjög nývaknaður. Klukkan var orðin níu. Hvenær lýkur listaverkinu?

„Takk fyrir mig. Ég held ég fái mér bara sígarettu,“ sagði hann svo, og stormaði í burtu, í gegnum kaffiteríuna, inn í vinnustofu listnema. Þangað eltu hann nokkrir blaðamenn, konan hans og foreldrar. Almar klæddi sig í föt; svartan bol, svartar buxur, setti á sig svarta húfu, fór í svartan leðurjakka og bað vinsamlegast um að þurfa ekki að svara neinum spurningum. Takk.

Vistin í kassanum hafði greinilega ekki verið eintóm sæla, og eftir þennan langa tíma inni í fjögurra fermetra rými fyrir allra augum var augljóst að hann þráði smá frið. Hjónin röltu út fyrir, og elti myndatökumaður 365 þau hvert fótmál. Hann kveikti sér í sígarettu, kúgaðist, hrækti, og reyndi að eiga í einhverju samræðum við konuna sína, með myndavélina enn þá í andlitinu. Engin landamæri á milli lífs og listar. Röddin var rám, enda ekkert verið notuð í heila viku. Einhver spyr hvort Almar eigi ekki að mæta í tíma. „Hey, jú!“ segir hann, drepur í rettunni, og hverfur inn í skólann, með myndavélina á eftir sér.

Mögulega fallinn á mætingu

Eftir að Almar fór inn rákust blaðamenn á kennara hans við Listaháskólann, Jóhann Ludwig Torfason. Hann sparaði ekki stóru orðin um verk Almars. „Þetta hefur valdið straumhvörfum. Ég hef verið hér í 10 ár og ég man ekki eftir öðru eins. Það verður talað um LHÍ fyrir og eftir Almar,“ segir Jóhann Ludwig. Spurður um hvort Almar þurfi að mæta strax í tíma segist Jóhann ekkert vorkenna honum. „Hann er sennilega fallinn á mætingu.“ Óvíst er af fasi Jóhanns Ludwig hvort um grín eða alvöru sé að ræða. Kennarar Almars í námskeiðinu sem #nakinníkassa tilheyrði eru Eirún Sigurðardóttir og Huginn Þór Arason.

Jóhann Ludwig nefnir hótunina sem barst vegna verks Almars. „Konan niður í Þverholti er enn þá að jafna sig. Hún er enn þá í sjokki. Það hringdi maður og var brjálaður yfir því að dóttir hans væri að horfa á klám á netinu. Hann ætlaði að mæta með tvo handrukkara sem hann þekkti,“ segir Jóhann Ludwig. Hann telur ekki ólíklegt að fólkið sem barði á glugga um tvöleytið aðfaranótt fimmtudags tengist manninn.

En Almar er kominn úr kassanum og inn í skólastofu. Nú þarf hann að fóta sig í fötum, og við hin þurfum að læra að lifa án þess að geta kallað bleikan, loðinn líkama hans upp á skjáinn með einum músarsmell.

Loforð
Loforð Punktur Almars yfir i-ið sem var listaverkið í kassanum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár