Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Almar í einkaviðtali: „Fólk fær yfirleitt leið á mér“

Lista­mað­ur­inn Alm­ar Atla­son ræddi við Braga Pál, með­al ann­ars áhuga­mál­in sín: heims­hornaflakk og lyg­ar.

Almar í einkaviðtali: „Fólk fær yfirleitt leið á mér“
Almar Atlason. Listamaðurinn í sínu náttúrulega umhverfi.

Almar Atlason kemur í fyrsta sinn í viðtal eftir að hann yfirgaf kassann, þar sem hann dvaldi nakinn í viku í beinni útsendingu. Viðtalið er fremur óhefðbundið, og má hér lesa brot úr því.

Með töluverðri vinnu tókst blaðamanni að grafa það upp að Almar hefur ferðast víða um heiminn. Aðspurður að því hver hvatinn á bak við flakkið sé segist Almar hafa lært það frekar ungur, að sé maður fullur á einum stað þá er hann aumingi, en ef hann er fullur út um allan heim þá sé hann afreksmaður.

„Helst þurfa þessir staðir að vera langt í burtu frá hvor öðrum. En mér finnst gaman að fara á nýja staði, og hitta nýtt fólk, og gera eitthvað skrítið. Og leika. Fólk allstaðar kann að leika. Og við erum öll jafn ömurlega hrædd. Annars hef ég aldrei átt neitt sérstaklega mikið af minningum. Þær duga svo skammt.

„Ég reyni helst að segja aldrei satt.“

Í rauninni er ég kominn á þann stað að ég hef ekki hugmynd um það lengur hvort ég fór í nein ferðalög. Kannski eru þetta bara einhverjar sögur sem ég segi sjálfum mér, og orna mér við hvað ég sé æðislegur. Það hefur nú margur góður drengurinn lent í því að segja sömu lygasöguna svo oft að hann fer að trúa henni sjálfur. Og ég er svo mikill lygari, af því mér finnst svo ofboðslega gaman að segja ósatt. Ég reyni helst að segja aldrei satt. Einstaka sinnum slysast reyndar út úr mér einhver raunveruleiki, en það er yfirleitt óvart.

Líklega er þetta tilkomið vegna þess að fólk fær yfirleitt leið á mér frekar snemma. Og ef þú ert að lesa þetta viðtal við mig þá ertu örugglega kominn með leið á mér nú þegar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár