Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almar í einkaviðtali: „Fólk fær yfirleitt leið á mér“

Lista­mað­ur­inn Alm­ar Atla­son ræddi við Braga Pál, með­al ann­ars áhuga­mál­in sín: heims­hornaflakk og lyg­ar.

Almar í einkaviðtali: „Fólk fær yfirleitt leið á mér“
Almar Atlason. Listamaðurinn í sínu náttúrulega umhverfi.

Almar Atlason kemur í fyrsta sinn í viðtal eftir að hann yfirgaf kassann, þar sem hann dvaldi nakinn í viku í beinni útsendingu. Viðtalið er fremur óhefðbundið, og má hér lesa brot úr því.

Með töluverðri vinnu tókst blaðamanni að grafa það upp að Almar hefur ferðast víða um heiminn. Aðspurður að því hver hvatinn á bak við flakkið sé segist Almar hafa lært það frekar ungur, að sé maður fullur á einum stað þá er hann aumingi, en ef hann er fullur út um allan heim þá sé hann afreksmaður.

„Helst þurfa þessir staðir að vera langt í burtu frá hvor öðrum. En mér finnst gaman að fara á nýja staði, og hitta nýtt fólk, og gera eitthvað skrítið. Og leika. Fólk allstaðar kann að leika. Og við erum öll jafn ömurlega hrædd. Annars hef ég aldrei átt neitt sérstaklega mikið af minningum. Þær duga svo skammt.

„Ég reyni helst að segja aldrei satt.“

Í rauninni er ég kominn á þann stað að ég hef ekki hugmynd um það lengur hvort ég fór í nein ferðalög. Kannski eru þetta bara einhverjar sögur sem ég segi sjálfum mér, og orna mér við hvað ég sé æðislegur. Það hefur nú margur góður drengurinn lent í því að segja sömu lygasöguna svo oft að hann fer að trúa henni sjálfur. Og ég er svo mikill lygari, af því mér finnst svo ofboðslega gaman að segja ósatt. Ég reyni helst að segja aldrei satt. Einstaka sinnum slysast reyndar út úr mér einhver raunveruleiki, en það er yfirleitt óvart.

Líklega er þetta tilkomið vegna þess að fólk fær yfirleitt leið á mér frekar snemma. Og ef þú ert að lesa þetta viðtal við mig þá ertu örugglega kominn með leið á mér nú þegar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár