Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fanney flúði flóð: Setti kanínurnar í ferðatösku og skaut snákana

Fann­ey Rut Dis­haw varð að flýja í flýti þeg­ar heim­ili henn­ar varð fyr­ir flóði.

Fanney flúði flóð: Setti kanínurnar í ferðatösku og skaut snákana
Allt á kafi Heimili þeirra Fanneyjar Rutar og Randy stendur við Brazos-fljótið sem flæddi yfir bakka sína.

Sex hafa farist í flóðum í suðausturhluta Texas í Bandaríkjunum en á svæðinu býr að minnsta kosti einn Íslendingur, hin 24 ára gamla Fanney Rut Dishaw.

Hún býr við Brazos-fljótið en það fór að flæða yfir bakka sína á laugardaginn og varð Fanney Rut að flýja ásamt eiginmanni sínum og heimilisdýrum á litlum árabát. Þegar Stundin náði tali af henni var hún stödd í vinahúsi sem var á þurru landi. Hún segist hafa gert sitt besta í að bjarga því mikilvægasta en fjölskyldan hafi þurft að skilja eftir 26 hænsni. Það stytti upp á sunnudaginn en í gær fór að rigna aftur.

Dró bátinn áfram
Dró bátinn áfram Fanney Rut og heimilisdýrin voru um borð í bátnum á meðan Randy dró hann áfram.

Rigndi eins og hellt væri úr fötu

„Það er búið að rigna frekar mikið síðustu daga og þvílíkar þrumur og eldingar sem hafa fylgt með því. Þetta byrjaði um hádegi á föstudaginn og þá fórum við Randy að ánni og tókum rölt meðfram bakkanum. Þá var vatnið svona hálfan metra frá bakkanum sem okkur fannst algjör bilun enda kemur það mjög sjaldan fyrir að fljótið nái svona langt upp að bakkanum,“ segir Fanney Rut en á þessum tímapunkti var henni ekki farið að litast á blikuna.

„Hún segir að allur sinn tími hafi farið í það að gera fjölskylduna tilbúna til að yfirgefa heimilið.“

„Það rigndi endalaust, eins og hellt væri úr fötu, og í marga klukkutíma. Við stóðum síðan úti á palli og sáum fljótið koma yfir bakkann hjá nágrönnum okkar. Randy sagði þá við mig að við þyrftum að fara heim og pakka niður, reyna að fara með eins mikið af eigum okkar og verðmætum í gamla húsið sem er hérna á jörðinni en það er á stultum og því hærra en húsið okkar nýja. Þá setti ég einnig í eina af ferðatöskunum það sem við þyrftum að taka með okkur ef ske kynni að við yrðum að yfirgefa heimilið okkar,“ segir Fanney Rut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóð

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár