Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fanney flúði flóð: Setti kanínurnar í ferðatösku og skaut snákana

Fann­ey Rut Dis­haw varð að flýja í flýti þeg­ar heim­ili henn­ar varð fyr­ir flóði.

Fanney flúði flóð: Setti kanínurnar í ferðatösku og skaut snákana
Allt á kafi Heimili þeirra Fanneyjar Rutar og Randy stendur við Brazos-fljótið sem flæddi yfir bakka sína.

Sex hafa farist í flóðum í suðausturhluta Texas í Bandaríkjunum en á svæðinu býr að minnsta kosti einn Íslendingur, hin 24 ára gamla Fanney Rut Dishaw.

Hún býr við Brazos-fljótið en það fór að flæða yfir bakka sína á laugardaginn og varð Fanney Rut að flýja ásamt eiginmanni sínum og heimilisdýrum á litlum árabát. Þegar Stundin náði tali af henni var hún stödd í vinahúsi sem var á þurru landi. Hún segist hafa gert sitt besta í að bjarga því mikilvægasta en fjölskyldan hafi þurft að skilja eftir 26 hænsni. Það stytti upp á sunnudaginn en í gær fór að rigna aftur.

Dró bátinn áfram
Dró bátinn áfram Fanney Rut og heimilisdýrin voru um borð í bátnum á meðan Randy dró hann áfram.

Rigndi eins og hellt væri úr fötu

„Það er búið að rigna frekar mikið síðustu daga og þvílíkar þrumur og eldingar sem hafa fylgt með því. Þetta byrjaði um hádegi á föstudaginn og þá fórum við Randy að ánni og tókum rölt meðfram bakkanum. Þá var vatnið svona hálfan metra frá bakkanum sem okkur fannst algjör bilun enda kemur það mjög sjaldan fyrir að fljótið nái svona langt upp að bakkanum,“ segir Fanney Rut en á þessum tímapunkti var henni ekki farið að litast á blikuna.

„Hún segir að allur sinn tími hafi farið í það að gera fjölskylduna tilbúna til að yfirgefa heimilið.“

„Það rigndi endalaust, eins og hellt væri úr fötu, og í marga klukkutíma. Við stóðum síðan úti á palli og sáum fljótið koma yfir bakkann hjá nágrönnum okkar. Randy sagði þá við mig að við þyrftum að fara heim og pakka niður, reyna að fara með eins mikið af eigum okkar og verðmætum í gamla húsið sem er hérna á jörðinni en það er á stultum og því hærra en húsið okkar nýja. Þá setti ég einnig í eina af ferðatöskunum það sem við þyrftum að taka með okkur ef ske kynni að við yrðum að yfirgefa heimilið okkar,“ segir Fanney Rut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóð

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár