Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Átta kindur drápust í flóði á Vatnsleysu

180 kind­um bjarg­að. Bónd­inn seg­ir það létti að ekki fór verr. Ná­grann­ar og björg­un­ar­sveit­ir til hjálp­ar.

Átta kindur drápust í flóði á Vatnsleysu
Bóndinn á Vatnsleysu Rúnar Björn Guðmundsson bóndi hrósar happi yfir því að ekki fór verr. Mynd: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikið vatnsflóð varð á bænum Vatnsleysu í Biskupstungum í stórviðrinu í morgun. Meðal annars flæddi inn í fjárhús þar sem 8 kindur drukknuðu. Rúnar Björn Guðmundsson bóndi segir að flætt hafi úr hlíðinni ofan við bæinn þar sem fjárhús eru í byggingu. Á hálftíma varð um metersdjúpt vatn í fjárhúsinu. Með harðfylgi tókst að bjarga 180 kindum. 

,,Þetta fór miklu betur en á horfðist,“ segir Rúnar Björn í samtali við Stundina. Hann sagði að auðvitað væri áfall að missa kindurnar en góðu tíðindin væri björgunin. Björgunarsveitin og nágrannar komu til hjálpar fólkinu á Vatnsleysu. Alls unnu 15 manns að björgunarstörfum. Unnu þeir þrekvirki, að sögn heimamanna. 

Miklar skemmdir hafa orðið í ofsaveðrinu sem náði hámarki sínu sunnanlands og suðvestan fyrir hádegi. Fok og flóð hafa verið skæðust. Meðal annars þurfti að loka Miklubraut vegna þess að þar voru innkaupakerrur á ferð og flugi. Þakplötur fuku af Egilshöll í Grafarvogi. Þakplötur hafa losnað víðar og tré rifnuðu upp í rótum. Miklar skemmdir urðu vegna vatnselgs í Mosfellsbæ.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóð

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár