„Vinafólk okkar og nágrannar fluttu árinu á undan okkur hingað til Søgne og okkur leist vel á bæinn,“ segir Bryndís um ástæðuna fyrir því að hún og fjölskyldan fluttu til Noregs.
Søgne er rúmlega átta þúsund manna bær staðsettur rétt utan fyrir Kristiansand. Bryndís og Grímur sjá ekki eftir því að hafa flutt. „Okkur líður rosalega vel hérna, það er stutt í alla þjónustu og svo er stutt að keyra til Kristiansand þar sem er hægt að taka ferju til Danmerkur og þaðan er hægt að keyra um Evrópu, það er mikið frelsi að búa við slíkt,“ segir Bryndís.
Lánið lækkaði við fyrstu afborgun
Árið 2013 ákváðu þau að kominn væri tími á að eignast sitt eigið húsnæði og búa við húsnæðisöryggi. Þau hafa ekki í hyggju að flytja til Íslands aftur og vildu setjast að í Søgne. „Það kom okkur mest á óvart að við gátum keypt eftir svona …
Athugasemdir