Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ákvörðun um 45 prósent launahækkun á kjördag: Þingmenn hafa hækkað mun meira en almenningur

Kjara­ráð ákvað á kjör­dag að hækka laun þing­manna um 45 pró­sent. Þing­menn hafa hækk­að um 75 pró­sent í laun­um á sama tíma og al­menn laun hafa hækk­að um að­eins 29 pró­sent. Á tíu ár­um hafa þing­menn hækk­að rúm­lega 28 pró­sentu­stig­um meira en al­menn­ing­ur.

Ákvörðun um 45 prósent launahækkun á kjördag: Þingmenn hafa hækkað mun meira en almenningur

Laun alþingismanna verða 1,1 milljón króna á mánuði eftir að kjararáð ákvað að hækka þau um 45 prósent síðastliðinn laugardag, sama dag og Íslendingar gengu til kosninga. Ákvörðunin var hins vegar tilkynnt í dag.

Laun þingmanna hækka um 338 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin nemur 1,3 lágmarkslaunum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði.

Þá verða laun forseta Íslands og forsætisráðherra hækkuð um jafngildi tvöfaldra lágmarkslauna. Forsetinn fer úr tæpum 2,5 milljónum króna í þrjár milljónir króna á mánuði og forsætisráðherra úr tæpum 1,5 milljónum króna í rúmar tvær milljónir.

Kjararáð, sem hækkar laun þingmanna, er skipað af Alþingi sjálfu að meirihluta. Formaður ráðsins er lögmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, sem flokkurinn skipaði einnig stjórnarformann Landsvirkjunar, og varaformaður er Óskar Bergsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Laun þingmanna hækka meira en almennings

Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár