Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur segir að sér hafi verið hótað vegna gjaldeyrishaftanna

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son seg­ir að það yrði áhyggju­efni fyr­ir sam­fé­lag­ið ef bylt­ing­ar­flokk­ar, og flokk­ar með mjög óljós­ar hug­mynd­ir um lýð­ræði, næðu áhrif­um. Hann seg­ir að sér hafi ver­ið hót­að.

Sigmundur segir að sér hafi verið hótað vegna gjaldeyrishaftanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, er í forsíðuviðtali í helgarblaði DV sem dreift er frítt á heimili í dag. Í viðtalinu varar hann við því að Píratar komist til valda, þar sem þeir séu byltingarflokkur, og segir að sér hafi verið hótað vegna gjaldeyrishaftanna. Sigmundur nefnir ekki hver hafi hótað honum.

„Ég veit að ákveðnir aðilar sem vildu hafa áhrif á umræðuna út af haftamálunum fóru skipulega að dreifa ýmsum sögum um mig og þá með það að markmiði að reyna að draga úr trúverðugleika mínum og skaða möguleika mína á því að hafa áhrif á gang mála. Og talandi um fjárkúgun og hótanir, þá hef ég meira að segja fengið hótanir úr þeim ranni.“

„Menn væru í aðstöðu til að skaða okkur verulega.“

Sigmundur er spurður nánar út í eðli hótananna af Kolbrúnu Bergþórsdóttur, ritstjóra DV, sem tók viðtalið við hann. „Þess eðlis að ríkisstjórnin væri að ganga þannig fram gagnvart þessum aðilum að við myndum fá að gjalda þess fylgdum við þessari stefnu áfram. Menn væru í aðstöðu til að skaða okkur verulega. Það er mjög hættulegt fyrir stjórnmálin ef það er orðin baráttuleið að leggjast í persónuofsóknir og hóta mönnum og telja það bestu leiðina til að ná sínu fram.“

Á forsíðu DV er vísað til ummæla hans með fyrirsögninni: Hótuðu að skaða Ísland. Ekki kemur fram í viðtalinu hvort Sigmundur hafi kært hótanirnar.

Varar við Pírötum

Sigmundur segir það áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag ef skoðanakannanir ganga eftir í næstu Alþingiskosningum og Píratar ná 30 til 40 prósenta fylgi. „Þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í  sem er dreift frítt inn á heimili í dag.

Á öðrum stað í viðtalinu er hann inntur eftir því hvort honum hugnist ekki tilhugsunin um að Píratar komist til valda. „Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli,“ segir Sigmundur Davíð og tekur fram að hann efist hins vegar um að niðurstöður kosninga verði þær sömu og  skoðanakannanir gefa nú vísbendingu um. 

„Erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“

Vaxandi fylgi Pírata

Í nýjustu skoðanakönnun MMR mældust Píratar aftur langstærsti flokkurinn og er nú kominn með 34,5 prósenta fylgi. Fylgi Pírata hefur farið hratt vaxandi frá því í byrjun þessa árs en þann 19. mars síðastliðinn mældist flokkurinn í fyrsta skipti  með mesta fylgi allra flokka á Íslandi í könnun MMR. Stuðningur við ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur hins vegar aldrei mælst minni. 

Píratar
Píratar Píratar fá tuttugu nýja þingmenn samkvæmt skoðanakönnunum.

Stundin fjallaði um þessa gríðarlegu stefnubreytingu kjósenda í síðasta tölublaði og ræddi meðal annars við Huldu Þórisdóttur, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviði stjórnmálasálfræði. „Ungt fólk finnur sig ekki í leiðtogum ríkisstjórnarinnar og flokkshollusta hefur farið minnkandi á Íslandi eftir hrun,“ útskýrði hún meðal annars. „Það varð gríðarlegt hrun í pólitísku trausti við hrunið og þar með fór þetta fasta flokksfylgi mjög mikið á flakk og afar margir hafa ekki fundið sér aftur neinn heimaflokk. Eins og við sjáum á þessum skoðanakönnunum þá gildir um marga sem núna segjast styðja Pírata að þeir kusu síðast Framsóknarflokkinn og einnig Bjarta framtíð. Hverjir kusu þessa flokka síðast? Það voru þeir sem voru að leita að einhverju nýju.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
4
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár