Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aðferð lögreglu gagnrýnd

Barn var í bif­reið sem lög­regl­an ók á

Aðferð lögreglu gagnrýnd
Illa farin Bifreiðin sem lögreglan ók á til þess að stöðva för ökumanns er illa farin en lítið barn var í farþegasæti hennar.

Íbúar á Suðurnesjum hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt lögreglu svæðisins en hún stöðvaði för ökumanns í Reykjanesbæ á mánudaginn með því að aka í hliðina á honum. Stundin greindi frá málinu á vefnum en þar kom fram að ungt barn hafi verið í farþegasæti bifreiðarinnar.

Þetta sögðu vitni að árekstrinum sem blaðamaður Stundarinnar ræddi við. Eitt þeirra vitna tók ljósmyndir á vettvangi og sést hversu illa bifreiðin er farin sem lögreglan keyrði vísvitandi á. Lögreglan sagði í fréttatilkynningu vegna málsins að hún hafi veitt ökumanni eftirför skömmu eftir hádegi á mánudag en tilkynning hafði borist um mann akandi í annarlegu ástandi. Segir að maðurinn hafi verið á leið frá Keflavík í átt að Innri-Njarðvík þar sem för hans var stöðvuð með því að aka í veg fyrir hann.

Samkvæmt ljósmyndum frá vettvangi virðist lögreglubifreiðinni hafa verið ekið í hlið þess sem þeir eltu en ekki í veg fyrir bifreiðina. Fjölmargir íbúar hafa óskað eftir því að fá upplýsingar um verklagsreglur lögreglu í svona aðgerðum þegar lítið barn er í bifreiðinni en þeim þótti lögreglan leggja barnið í aukna hættu með framferði sínu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Ríkislögreglustjóri skoða málið, aðdragandann og þær forsendur sem lágu að baki þeirri ákvörðun að keyra utan í bifreiðina sem var með lítið barn innanborðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
5
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár