Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aðferð lögreglu gagnrýnd

Barn var í bif­reið sem lög­regl­an ók á

Aðferð lögreglu gagnrýnd
Illa farin Bifreiðin sem lögreglan ók á til þess að stöðva för ökumanns er illa farin en lítið barn var í farþegasæti hennar.

Íbúar á Suðurnesjum hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt lögreglu svæðisins en hún stöðvaði för ökumanns í Reykjanesbæ á mánudaginn með því að aka í hliðina á honum. Stundin greindi frá málinu á vefnum en þar kom fram að ungt barn hafi verið í farþegasæti bifreiðarinnar.

Þetta sögðu vitni að árekstrinum sem blaðamaður Stundarinnar ræddi við. Eitt þeirra vitna tók ljósmyndir á vettvangi og sést hversu illa bifreiðin er farin sem lögreglan keyrði vísvitandi á. Lögreglan sagði í fréttatilkynningu vegna málsins að hún hafi veitt ökumanni eftirför skömmu eftir hádegi á mánudag en tilkynning hafði borist um mann akandi í annarlegu ástandi. Segir að maðurinn hafi verið á leið frá Keflavík í átt að Innri-Njarðvík þar sem för hans var stöðvuð með því að aka í veg fyrir hann.

Samkvæmt ljósmyndum frá vettvangi virðist lögreglubifreiðinni hafa verið ekið í hlið þess sem þeir eltu en ekki í veg fyrir bifreiðina. Fjölmargir íbúar hafa óskað eftir því að fá upplýsingar um verklagsreglur lögreglu í svona aðgerðum þegar lítið barn er í bifreiðinni en þeim þótti lögreglan leggja barnið í aukna hættu með framferði sínu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Ríkislögreglustjóri skoða málið, aðdragandann og þær forsendur sem lágu að baki þeirri ákvörðun að keyra utan í bifreiðina sem var með lítið barn innanborðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár