Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Að efast um Guð og upphefja einræðisherra

And­stæð­ing­ar þess að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son yrði for­seti stofn­uðu til aug­lýs­inga­her­ferð­ar gegn hon­um ár­ið 1996.

Að efast um  Guð og upphefja einræðisherra

Í aðdraganda forsetakosninganna í júní 1996 var einsýnt að fjármálaráðherrann fyrrverandi, Ólafur Ragnar Grímsson, myndi sigra með glæsibrag. Allar kannanir sýndu yfirburðastöðu hans í baráttunni um Bessastaði. Andstæðingar hans reyndu allt sem þeir gátu til að stöðva sigurgönguna. Síðasta haldreipið var auglýsingaherferð í Morgunblaðinu og Tímanum. 

Ólafur var á þeim tíma einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hann hóf feril sinn sem framsóknarmaður og reis til áhrifa með Möðruvallahreyfingunni. Seinna umturnaðist hann og gekk til liðs við Alþýðubandalagið. Undir þeim fána varð hann fjármálaráðherra. Andstæðingar hans voru hatrammir og báru honum á brýn hvers kyns spillingu. Meðal annars átti hann að hafa fært vildarvinum flokksins útgerðarfyrirtækið Þormóð ramma á kostakjörum. 

Hörðustu andstæðingar Ólafs Ragnars voru innan Sjálfstæðisflokksins. Þá var ákveðinn kjarni innan Framsóknarflokksins hatrammur í garð síns gamla flokksbróður. Töldu hægrimennirnir að Ólafur Ragnar væri kommúnisti sem hefði þá áráttu að ganga frjálslega um eigur ríkisins og gauka verðmætum að vinum. Hatrið á Ólafi magnaðist eftir því sem frambjóðandinn flaug hærra. 

Auglýstu að Ólafur efaðist um guð

Á endanum gripu menn til þess örþrifaráðs að auglýsa gegn Ólafi Ragnari á síðustu metrum kosningabaráttunnar. Og auglýsingarnar voru hatrammar og ekkert til sparað. Vakin var athygli á því að Ólafur Ragnar efaðist um tilvist Guðs í viðtali við Rás 2. Þar var vísað til þess að Ólafur hefði sagt að hann tryði því „eiginlega“ að Guð væri ekki til. Þá hafði hann árið 1984, samkvæmt auglýsingunni, upphafið Ceausescu, einræðisherra Rúmeníu, og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu