Í aðdraganda forsetakosninganna í júní 1996 var einsýnt að fjármálaráðherrann fyrrverandi, Ólafur Ragnar Grímsson, myndi sigra með glæsibrag. Allar kannanir sýndu yfirburðastöðu hans í baráttunni um Bessastaði. Andstæðingar hans reyndu allt sem þeir gátu til að stöðva sigurgönguna. Síðasta haldreipið var auglýsingaherferð í Morgunblaðinu og Tímanum.
Ólafur var á þeim tíma einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hann hóf feril sinn sem framsóknarmaður og reis til áhrifa með Möðruvallahreyfingunni. Seinna umturnaðist hann og gekk til liðs við Alþýðubandalagið. Undir þeim fána varð hann fjármálaráðherra. Andstæðingar hans voru hatrammir og báru honum á brýn hvers kyns spillingu. Meðal annars átti hann að hafa fært vildarvinum flokksins útgerðarfyrirtækið Þormóð ramma á kostakjörum.
Hörðustu andstæðingar Ólafs Ragnars voru innan Sjálfstæðisflokksins. Þá var ákveðinn kjarni innan Framsóknarflokksins hatrammur í garð síns gamla flokksbróður. Töldu hægrimennirnir að Ólafur Ragnar væri kommúnisti sem hefði þá áráttu að ganga frjálslega um eigur ríkisins og gauka verðmætum að vinum. Hatrið á Ólafi magnaðist eftir því sem frambjóðandinn flaug hærra.
Auglýstu að Ólafur efaðist um guð
Á endanum gripu menn til þess örþrifaráðs að auglýsa gegn Ólafi Ragnari á síðustu metrum kosningabaráttunnar. Og auglýsingarnar voru hatrammar og ekkert til sparað. Vakin var athygli á því að Ólafur Ragnar efaðist um tilvist Guðs í viðtali við Rás 2. Þar var vísað til þess að Ólafur hefði sagt að hann tryði því „eiginlega“ að Guð væri ekki til. Þá hafði hann árið 1984, samkvæmt auglýsingunni, upphafið Ceausescu, einræðisherra Rúmeníu, og
Athugasemdir