Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

12 atriði sem fengu fólk til að missa trú á Sigmundi Davíð

Að­eins 9 pró­sent lands­manna telja Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra vera heið­ar­leg­an og 5 pró­sent álíta hann vera í tengsl­um við al­menn­ing. Hvað gerð­ist?

12 atriði sem fengu fólk til að missa trú á Sigmundi Davíð

1Samsæriskenningarnar

Eftir yfirlýsingar Sigmundar um leyniskýrslur og sálgreiningar erlendra kröfuhafa á íslenskum einstaklingum kom í ljós að veruleikinn var ekki jafn ævintýralegur og hann gaf til kynna. „...Reglulega eru skrifaðar leyniskýrslur hérlendis fyrir kröfuhafana… Og í sumum tilvikum hafa verið gerðar sálgreiningar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það,“ sagði Sigmundur. Fullyrðing hans um að í leyni­skýrslu hafi komið fram sú niðurstaða að „Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni“ varð vandræðaleg þegar kom í ljós að hún var ekki niðurstaða í leyniskýrslu heldur endurtekning á fullyrðingu aðstoðarmanns Sigmundar í dreifibréfi.

2Óþol fyrir gagnrýni

Ekki var liðinn nema einn mánuður af valdatíma Sigmundar Davíðs þegar hann byrjaði að ásaka aðra um að gera „loftárásir“ á sig. Hluti af því var að RÚV skyldi fjalla um undirskriftasöfnun gegn lögum um veiðigjald. Síðan hefur Sigmundur nýtt mörg tækifæri á opinberum vettvangi til að gagnrýna þá sem eru gagnrýnir á hann. Meðal annars hefur hann uppnefnt þá „niðurrifsöfl“ og gefið til kynna að þeir vilji Íslandi illt, eða hafi „.. brenglaða sýn [sem] nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna...“
„Þeir eru til sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem ala á sundrung og þeir sem aðhyllast öfgakennda hugmyndafræði,“ sagði hann meðal annars hálfu ári eftir að hann komst til valda.

3Matarskatturinn

Þegar Sigmundur frétti af því að síðasta ríkisstjórn væri að íhuga að hækka matarskattinn þótti honum það kalla á að hann kæmist til valda. „Það er löngu sannað að skattahækkanir á matvæli koma verst við þá sem lægst hafa launin ... Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva … Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ lýsti hann yfir.

Eftir að Sigmundur og Framsókn komust í ríkisstjórn gerðu þau eftirfarandi: Hækka matarskatt um 4 prósentustig, eða hátt í 60%.

4Norska lánið

Sigmundur Davíð stimplaði sig heldur betur inn í þjóðfélagsumræðuna haustið 2009 þegar hann fullyrti í fjölmiðlum að hann væri með lausn á kreppunni. Hann hefði farið til Noregs með Höskuldi Þór Þórhallssyni, félaga sínum, og fengið vilyrði fyrir yfir tvö þúsund milljarða lán frá Noregi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, svaraði síðan umleitan um það skriflega með neitun. Sigmundur kenndi Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, um að hafa eyðilagt fyrir láninu.

5SMS-styrkir

Í mars í fyrra kom í ljós að Sigmundur hefði einhliða tekið ákvörðun um að senda 100 milljóna króna í styrki í kjördæminu sínu. Meðal annars sendi Sigmundur SMS-skilaboð á oddvita Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði og tilkynnti um 5 milljón króna styrk, án þess að umsókn hefði borist um styrkinn. Þegar Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við að forsætisráðherra úthlutaði einhliða styrkjum hingað og þangað ófaglega, og án ferla eða auglýsinga, var svar Sigmundar að senda yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem því var fagnað að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög. „Úttektin staðfestir að forsætisráðuneytið fór að lögum,“ sagði í yfirlýsingunni, en jafnframt var allri gagnrýninni hafnað.

6Moskumálið

Eftir að frambjóðendur Framsóknarflokksins gerðu það að kosningamáli að leggjast gegn því að múslimar fengju að byggja mosku í Reykjavík þagði Sigmundur Davíð. Síðar, þegar hann tjáði sig, gagnrýndi hann þá sem gagnrýndu stefnu flokksins. „Þegar menn seilast svo langt að saka heilu hópana um kynþáttaníð að ósekju þá er það ekki bara alvarlegt mál fyrir þá sem fyrir því verða heldur fyrir samfélagið allt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár