Í sorginni einn
Viðtal

Í sorg­inni einn

Gunn­ar Eyj­ólfs­son leik­ari lést á dög­un­um, einn þekkt­asti og virt­asti lista­mað­ur þjóð­ar­inn­ar. Fyr­ir hálf­um öðr­um ára­tug tók Ill­ugi Jök­uls­son röð við­tala við Gunn­ar, þar sem hann lýsti með­al ann­ars djúpu sam­bandi sínu við móð­ur sína og því mikla áfalli sem hann varð fyr­ir þeg­ar hún dó, er hann var að­eins 14 ára gam­all. Ill­ugi hef­ur hér bú­ið þessi við­töl til prent­un­ar.
Íslendingurinn vinnur alltaf
Viðtal

Ís­lend­ing­ur­inn vinn­ur alltaf

Bók­in Ís­lend­ing­ur­inn vinn­ur alltaf – líf í skyn­villu­landi – hef­ur set­ið á met­sölu­lista í Finn­landi svo mán­uð­um skipt­ir. Höf­und­ur bók­ar­inn­ar, Satu Rä­mö, hef­ur bú­ið á Ís­landi í tíu ár. Í bók­inni skrif­ar hún um eig­in reynslu af sam­skipt­um við Ís­lend­inga og seg­ir sög­ur af létt­geggj­uðu sam­fé­lagi sem hún seg­ist þríf­ast vel í sjálf.
Ætlaði aldrei að afsala  sér föðurhlutverkinu
ViðtalAð gefa barnið sitt

Ætl­aði aldrei að af­sala sér föð­ur­hlut­verk­inu

Hugi Ingi­bjarts­son stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu hvort hann ætti að fá for­ræði yf­ir dótt­ur sinni og ala hana upp sem ein­stæð­ur fað­ir eða gefa hana al­far­ið frá sér. Hann ákvað að gefa hana í trausti þess að hjá fóst­ur­for­eldr­um myndi hún eign­ast betra líf en hann gæti gef­ið henni. Hann var hins veg­ar ekki til­bú­inn til þess að af­sala sér föð­ur­hlut­verk­inu og stóð í þeirri trú að hann gæti hald­ið um­gengni við dótt­ur sína. Hann seg­ist hafa ver­ið svik­inn um það, þeg­ar hann fær að­eins að taka hana tvisvar í mán­uði, fimm tíma í senn. Nú vill hann fá hana aft­ur.
„Ég þekki aðeins að vera móðir í 300 daga“
ViðtalAð gefa barnið sitt

„Ég þekki að­eins að vera móð­ir í 300 daga“

Hug­rún Sig­ur­jóns­dótt­ir hafði ver­ið full­viss­uð af lækni að hún væri kom­in á ald­ur þeg­ar hún varð óvart ólétt 45 ára göm­ul. Hún ákvað að eign­ast barn­ið, en eft­ir erf­iða með­göngu, erf­iða fæð­ingu og stöð­ug­an grát­ur í marga mán­uði, gafst hún upp og gaf barn­ið frá sér til fólks sem hafði lengi þráð að eign­ast barn. Hún hef­ur aldrei séð eft­ir því.
Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi
ViðtalBörn í leit að alþjóðlegri vernd

Flúðu grimmi­leg­ar árás­ir talib­ana: Fá ekki vernd á Ís­landi

Sjö manna fjöl­skyldu frá Af­gan­ist­an verð­ur vís­að úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar á næstu dög­um. Þeirra á með­al er stúlka sem var bar­in til óbóta af tali­bön­um þriggja ára göm­ul. Fjöl­skyld­an flúði of­sókn­ir og árás­ir talib­ana á síð­asta ári, en þeir réð­ust á fjöl­skyld­una þeg­ar fjöl­skyldufað­ir­inn, Mir Ahmad Ahma­di, neit­aði að ganga til liðs við þá. Mir missti tenn­ur í árás­inni og fimm ára son­ur hans hand­leggs­brotn­aði illa. Stúlk­an er í dag löm­uð öðr­um meg­in í and­lit­inu og á erfitt með að tjá sig, en hef­ur tek­ið ótrú­leg­um fram­förum eft­ir að hún kom til Ís­lands. Fjöl­skyld­unni hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa eina land­ið þar sem þau hafa fund­ið til ör­ygg­is.
Spánverjar hafa kolrangar hugmyndir um Ísland
Viðtal

Spán­verj­ar hafa kolrang­ar hug­mynd­ir um Ís­land

Katalónski blaða­mað­ur­inn Èric Llu­ent stefn­ir að því að verða leið­andi í um­fjöll­un um Ís­land í hinum spænsku­mæl­andi heimi. Næg séu tæki­fær­in, þar sem um­fjöll­un um Ís­land í er­lend­um miðl­um sé al­mennt skökk og ein­hliða. Á fyrsta mán­uði fréttamið­ils­ins El Faro de Reykja­vík litu 13 þús­und manns inn og lásu frétt­ir af póli­tík, efna­hags- og menn­ing­ar­mál­um á Ís­landi.
Útlendingur í eigin lífi
Viðtal

Út­lend­ing­ur í eig­in lífi

Frið­geir Ein­ars­son hef­ur vak­ið mikla að­dá­un gagn­rýn­enda með fyrsta smá­sagna­safni sínu, Takk fyr­ir að láta mig vita. Hann hef­ur áð­ur vak­ið at­hygli fyr­ir sviðs­verk sín, en bók­mennta­fólk virð­ist líta svo á að nú fyrst sé hann orð­inn rit­höf­und­ur. Frið­geir fjall­ar gjarna um það hvers­dags­lega, það sem ekki þyk­ir skáld­legt, í verk­um sín­um og seg­ist alltaf hafa upp­lif­að sig sem dá­lít­ið ut­an við heim­inn. Sem barn ákvað hann meira að segja að þegja í heilt ár, kannski til að þurfa ekki að taka þátt í heimi hinna.
Týndi heilu ári þegar hugurinn þoldi ekki meir
Viðtal

Týndi heilu ári þeg­ar hug­ur­inn þoldi ekki meir

Átta ára göm­ul var hún hætt að gráta og trúa á Guð. Þrett­ánda ald­ursár­ið er henni horf­ið. Það var þá sem fað­ir henn­ar lok­aði hana af niðri í kjall­ara og mis­þyrmdi í þrjá sól­ar­hringa. Ár­ið 2005 steig Thelma Ás­dís­ar­dótt­ir fram og sagði frá því hvernig fað­ir henn­ar gerði hana út í skipu­lögðu barna­vændi. Enn eru að birt­ast henni gaml­ar og áð­ur grafn­ar minn­ing­ar, sem hún seg­ir nú frá í fyrsta sinn.
Stúlkan með mávsungann
ViðtalLífsreynsla

Stúlk­an með mávsung­ann

Inga Dóra Guð­munds­dótt­ir ólst upp á Ís­landi til 12 ára ald­urs en flutti þá til Græn­lands. Hún varð lands­liðs­kona í tveim­ur lönd­um. Æsku­vin­kona henn­ar og frænka var myrt í fjölda­morði. Hún varð bæj­ar­full­trúi í Nu­uk eft­ir glæsi­leg­an kosn­inga­sig­ur. Seinna varð hún áhrifa­mesti rit­stjóri Græn­lands. Nú er hún fram­kvæmda­stjóri Vestn­or­ræna ráðs­ins.
„Ég læt ekki bjóða mér þetta“
Viðtal

„Ég læt ekki bjóða mér þetta“

Hann er einn af þeim sem hef­ur náð alla leið, er heims­þekkt­ur í sínu fagi, með gull, silf­ur og brons í fartesk­inu og orðu frá for­set­an­um. Hann er al­inn upp sem sig­ur­veg­ari og ger­ir allt til þess að ná ár­angri. Hann þekk­ir líka það slæma við að vera á toppn­um. „Að vera í þess­ari stöðu sem ég er í, það er mjög kalt þar, það blæs um þig og það er mjög ein­mana­legt.“ Guð­mund­ur Guð­munds­son seg­ir frá lær­dóm­um fer­ils­ins, hvað þarf til að ná ár­angri og mik­il­vægi þess að ástunda hrein­skipt­in sam­skipti, í heimi þar sem heið­ar­leiki virð­ist vera á und­an­haldi.
Flutti til Afríku til að láta æskudrauminn rætast
Viðtal

Flutti til Afr­íku til að láta æsku­draum­inn ræt­ast

Allt frá því að Anna Þóra Bald­urs­dótt­ir var sjálf barn að aldri og sá fá­tæk afr­ísk börn í sjón­varp­inu hef­ur hún átt sér draum um að fara til Afr­íku að sinna hjálp­ar­starfi. Hún lét þann draum ræt­ast þeg­ar hún var við nám í Há­skóla Ís­lands og það varð ekki aft­ur snú­ið. Hún flutti út þar sem hún hef­ur ver­ið und­an­far­ið ár að und­ir­búa stofn­un heim­il­is fyr­ir ólétt­ar ung­lings­stúlk­ur og börn­in þeirra.
Sígauninn sem átti apa
Viðtal

Sígaun­inn sem átti apa

Örn Elías Guð­munds­son, Mug­i­son, var að senda frá sér sína fimmtu plötu og þá fyrstu í fimm ár, Enjoy! Þrátt fyr­ir að vera alltaf kynnt­ur sem Ís­firð­ing­ur­inn Mug­i­son er Örn fædd­ur í Reykja­vík, al­inn upp víða um heim og hef­ur aldrei haft fasta bú­setu á Ísa­firði. Íþrótt­ir áttu hug hans all­an sem barns en fimmtán ára gam­all valdi hann sér mentor sem hann bað að kenna sér að vera lista­mað­ur, snar­hætti í íþrótt­un­um, byrj­aði að reykja og drekka, semja ljóð og tónlist og hef­ur aldrei lit­ið um öxl síð­an.
Hætti við uppgjöfina eftir lömun og fór í svifflug, ferðast um heiminn og málar myndir
Viðtal

Hætti við upp­gjöf­ina eft­ir löm­un og fór í svifflug, ferð­ast um heim­inn og mál­ar mynd­ir

Brand­ur Bjarna­son Karls­son er frum­kvöð­ull, lista­mað­ur og bar­áttu­mað­ur fyr­ir rétt­ind­um fatl­aðra. Hann ferð­ast um heim­inn, þrátt fyr­ir lé­legt að­gengi, mál­ar með munn­in­um og stjórn­ar tölvu með aug­un­um. Kæru­leysi og bjart­sýni ein­kenn­ir þenn­an unga mann sem hef­ur lært þá dýr­mætu lex­íu að eng­inn kemst af án að­stoð­ar annarra.

Mest lesið undanfarið ár