Islantilainen voittaa aina. Elämää hurmaavien harhojen maassa. Þannig er titillinn á einni af vinsælustu kiljum Finnlands undanfarinna mánaða en hann má þýða þannig: Íslendingurinn vinnur alltaf. Saga af lífi í skynvillulandi. Höfundur bókarinnar er finnski blaðamaðurinn, leiðsögumaðurinn og verslunareigandinn Satu Rämö. Hún segir nokkra íróníu í titlinum en á sama tíma kristallist í honum munurinn á Íslandi og Finnlandi, Íslendingum og Finnum. Þeir frændur okkar klóri sér oft í höfðinu yfir því hvað allt virðist ganga hratt og vel fyrir sig hjá Íslendingunum. „Í Finnlandi hugsum við allt í þaula og við erum mjög varkár. Allt er svo vel planað að við höfum aldrei tíma til að gera neitt. Hér á Íslandi gerist allt þvert á móti hratt. Ég fann fyrir honum um leið og ég flutti hingað, hraðanum. Hann er að mörgu leyti jákvæður en að öðru leyti ekki, eins og ég segi frá í bókinni. Þetta er ekki þessi dæmigerða „Ísland – best í heimi“ bók.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Íslendingurinn vinnur alltaf
Bókin Íslendingurinn vinnur alltaf – líf í skynvillulandi – hefur setið á metsölulista í Finnlandi svo mánuðum skiptir. Höfundur bókarinnar, Satu Rämö, hefur búið á Íslandi í tíu ár. Í bókinni skrifar hún um eigin reynslu af samskiptum við Íslendinga og segir sögur af léttgeggjuðu samfélagi sem hún segist þrífast vel í sjálf.
Athugasemdir