Leikstjóri ársins komst ekki inn í kvikmyndaskóla
Viðtal

Leik­stjóri árs­ins komst ekki inn í kvik­mynda­skóla

Fyr­ir tíu ár­um dreymdi Guð­mund Arn­ar Guð­munds­son draum um lát­inn vin sinn og út frá hon­um spratt hug­mynd­in að kvik­mynd­inni Hjarta­steini. Leið­in upp á svið Eddu-há­tíð­ar­inn­ar, þar sem mynd­in hlaut alls níu verð­laun, var hins veg­ar löng. Hann gekk á milli fram­leið­enda sem höfðu ekki áhuga á að láta hann leik­stýra mynd­inni, reyndi ár­ang­urs­laust að kom­ast inn í kvik­mynda­skóla og gerði stutt­mynd­ir sem hann stakk of­an í skúffu. Guð­mund­ur ruddi burt öll­um hindr­un­um, missti aldrei sjón­ar á mark­mið­inu og stóð að end­ingu uppi sem sig­ur­veg­ari.
Tíu barna faðir í mannúðarstarfi á Indlandi
Viðtal

Tíu barna fað­ir í mann­úð­ar­starfi á Indlandi

Til­vilj­un réði því að Vil­hjálm­ur Jóns­son flutti til Ind­lands ár­ið 1976 eft­ir flakk um Evr­ópu. Fljót­lega eft­ir kom­una þang­að kynnt­ist hann ást­inni í lífi sínu og kvænt­ist henni fjór­um mán­uð­um síð­ar. Þau hjón­in eiga nú tíu börn og þrjú barna­börn, en þau komu alls­laus til Ís­lands eft­ir að hafa helg­að lífi sínu mann­úð­ar­mál­um á Indlandi.
„Pabbi var nasisti“
Viðtal

„Pabbi var nas­isti“

Í 42 ár starf­aði Styrm­ir Gunn­ars­son á Morg­un­blað­inu, þar af 36 sem rit­stjóri. Í gegn­um einn öfl­ug­asta fjöl­mið­il lands­ins hafði hann ekki að­eins mót­andi áhrif á stjórn­mál með tengsl­um sín­um við vald­hafa, en einnig mót­uðu skrif hans skoð­an­ir lands­manna í ára­tugi. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir Styrm­ir hug­mynda­fræði­leg­an bak­grunn sinn, mis­skipt­ingu auðs á Ís­landi og áhrif­in sem and­leg veik­indi kon­unn­ar hans höfðu á fjöl­skyld­una.
Skipulagði dauða sinn og dætranna
Viðtal

Skipu­lagði dauða sinn og dætr­anna

Elma Kar­en sökk djúpt nið­ur í þung­lyndi þeg­ar hún varð ólétt að sínu öðru barni, þeg­ar það eldra var að­eins sex mán­aða. Hún trúði því sjálf að hún væri að gera það besta fyr­ir alla með því að svipta sig lífi og taka dótt­ur sína og ófætt barn með sér. Hún varð fyrst hrædd við eig­in hugs­an­ir þeg­ar hún var kom­in með áætl­un um hvenær og hvernig hún færi að því. Þá gekk hún sjálf inn á bráða­mót­töku geð­deild­ar.
Íslenskur liðsforingi  í flugrekstri í Litháen
Viðtal

Ís­lensk­ur liðs­for­ingi í flugrekstri í Lit­há­en

Garð­ar For­berg ólst upp í Lúx­em­borg, stund­aði mennta­skóla­nám á Ís­landi en flutti svo til Þýska­lands þar sem hann lauk liðs­for­ingj­a­námi. Síð­an hef­ur hann unn­ið fyr­ir ís­lensku frið­ar­gæsl­una, með­al ann­ars í Kosóvó og Af­gan­ist­an, en und­an­far­in ár hef­ur hann rek­ið flug­leigu í Lit­há­en. Fyr­ir­tæk­ið sem hann rek­ur á fjór­tán þot­ur sem það leig­ir út og var að stofna ann­að fé­lag í Dóm­in­íska lýð­veld­inu.
Skapar af ótta við dauðann
Viðtal

Skap­ar af ótta við dauð­ann

Ragn­ar Braga­son ólst upp í litlu þorpi úti á landi, þar sem hann upp­lifði sig ut­an­veltu og öðru­vísi, eins og hann ætti ekki heima þar. Ímynd­un­ar­afl­ið var nán­ast tak­marka­laust og um tíma lædd­ist hann út á nótt­unni þar sem hann beið þess að verða sótt­ur af sínu fólki. Þeg­ar þorp­ið varð síð­an fyr­ir áfalli vann hann úr því með því að skrifa kvik­mynda­hand­rit um dreng sem gat bjarg­að því. Sorg­ar­við­brögð­in urðu einnig inn­blástur­inn að per­sónu­leg­ustu sögu hans til þessa, Málm­haus, sem fjall­ar í raun um hann sjálf­an.
Ísland er ekki sjálfbært þegar kemur að fjármögnun vísinda
Viðtal

Ís­land er ekki sjálf­bært þeg­ar kem­ur að fjár­mögn­un vís­inda

Unn­ur Anna Valdi­mars­dótt­ir pró­fess­or land­aði ný­ver­ið 240 millj­óna króna styrk sem ger­ir henni kleift að leggja upp í um­fangs­mikla leit að áfall­a­streitu­geninu. Þessi kraft­mikla kona er ekki bara vís­inda­mað­ur með brjál­að­ar hug­mynd­ir held­ur líka móð­ir fim­leika­stelpu, eig­in­kona einn­ar af fót­bolta­hetj­um Ís­lend­inga, bú­kona og sveita­stúlka á sumr­um, sem hef­ur var­ið stór­um hluta lífs­ins við nám og vís­inda­störf í út­lönd­um en er smátt og smátt að skjóta rót­um í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.
Stelast til að halda ekki jól
Viðtal

Stel­ast til að halda ekki jól

Átta ár eru lið­in frá því að Car­dew-fjöl­skyld­an tók ákvörð­un um að hætta að halda jól og snúa baki við flestu því umstangi sem þeim fylgja. Lilja, Belinda, Duncan og Harriet voru börn þeg­ar ákvörð­un­in var tek­in en eru ung­ling­ar í dag. Þau sakna ekki jól­anna, þó þau hafi mis­jafn­ar skoð­an­ir á því hvort þau ætli að halda jól­in há­tíð­leg þeg­ar þau eign­ast sína eig­in fjöl­skyldu.
Töframaðurinn Sigurður Pálsson
Viðtal

Töframað­ur­inn Sig­urð­ur Páls­son

Fá­ar per­són­ur hafa haft eins mót­andi áhrif á ís­lensk­ar bók­mennt­ir síð­ustu ára­tugi og Sig­urð­ur Páls­son. Þar spil­ar inn í fleira en bók­mennta­verk­in, því hann hef­ur einnig tek­ið að sér að kenna og leið­beina fjölda fólks í skap­andi skrif­um við Há­skóla Ís­lands. Sig­urð­ur ræddi við blaða­mann um nýju ljóða­bæk­urn­ar hans þrjár, rit­list­ina og bar­áttu hans við ólækn­andi og ill­víg­an sjúk­dóm.
Endurskilgreining lífsins eftir áfallið
Viðtal

End­ur­skil­grein­ing lífs­ins eft­ir áfall­ið

Óviss­an um líf Stef­áns Karls Stef­áns­son­ar fær­ir hon­um og Stein­unni Ólínu Þor­steins­dótt­ur nýja heims­sýn. Tím­inn er hugs­an­lega tak­mark­að­ur og þau ætla að nota hann vel. Þau segja frá því hvernig er að vakna til lífs­ins á skurð­borð­inu, hver til­gang­ur lífs­ins er, hvernig mað­ur seg­ir börn­un­um sín­um að mað­ur sé með sjúk­dóm sem get­ur leitt til dauða og hvernig við­brögð fólks við veik­ind­un­um eru hluti af lækn­ing­unni.

Mest lesið undanfarið ár