Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skapar af ótta við dauðann

Ragn­ar Braga­son ólst upp í litlu þorpi úti á landi, þar sem hann upp­lifði sig ut­an­veltu og öðru­vísi, eins og hann ætti ekki heima þar. Ímynd­un­ar­afl­ið var nán­ast tak­marka­laust og um tíma lædd­ist hann út á nótt­unni þar sem hann beið þess að verða sótt­ur af sínu fólki. Þeg­ar þorp­ið varð síð­an fyr­ir áfalli vann hann úr því með því að skrifa kvik­mynda­hand­rit um dreng sem gat bjarg­að því. Sorg­ar­við­brögð­in urðu einnig inn­blástur­inn að per­sónu­leg­ustu sögu hans til þessa, Málm­haus, sem fjall­ar í raun um hann sjálf­an.

Þorpið mótaði hann og þar er hans heima. Þar var hann sem ungur drengur með takmarkalaust ímyndunarafl, drifkraft og frelsi til þess sem honum sýndist. „Þegar ég hugsa til baka þá var ég pínu tæpur sem barn. Ég var algjörlega „obsessed“ á því átta ára gamall að ég væri misplaseraður. Að ég væri ekki sá sem fólk héldi að ég væri. Ég skoðaði sjálfan mig og sá hvar útlimirnir mættu líkamanum og fann línur á mér. Ég var alveg með það á hreinu að ég væri samsettur. Að ég hefði ekki fæðst af móður minni heldur verið settur saman og komið fyrir þarna. Nótt eftir nótt klifraði ég út um svefnherbergisgluggann og beið eftir því að verða sóttur. Ég var sannfærður um að það kæmi utan okkar vitundar, frá geimnum. Ég var þarna,“ segir hann þar sem við hittumst á Kaffi Slipp.

Heimili hans var undirlagt af menntskælinugm að læra undir próf og ekki hægt að hittast þar. Kröfurnar voru einfaldar en skýrar, gott kaffi, sómasamlegt næði og ágætt útsýni.

Sem barn Tveggja ára snáði með bangsa sem hann reitti allt loðið af þar til hann varð smám saman sköllóttur. Hann reitti bangsann og tróð rónni upp í nefið á sér.

Hann heldur áfram: „Kannski af því að mér fannst ég ekki passa inn í. Kannski af því að þegar ég áttaði mig á því að við erum einstök og dauðleg þá fannst mér ég eitthvað skakkt settur saman, bæði gagnvart fjölskyldunni og öllu mínu umhverfi. Það var eitthvað öðruvísi við mig en aðra. Þá meina ég ekki að ég hafi verið sérstakari heldur öðruvísi og kannski var ég það að einhverju leyti. Fjölskyldan mín samanstendur af bændum og sjómönnum. Þetta eru stórar ættir en þar var ekki mikið af listamönnum. Þegar ég byrjaði að gera kvikmyndir var ég sá eini sem hafði farið þennan veg. Ég átti engar fyrirmyndir og hafði engan sem ég gat litið upp til.

„Nótt eftir nótt klifraði ég út um svefnherbergisgluggann og beið eftir því að verða sóttur.“

Ég held að flestir gangi í gegnum það á einhverjum tímapunkti að finnast þeir ekki passa inn og mér hefur svo oft liðið eins og ég sé utanveltu og passi hvergi inn. Ég er alltaf að díla við eitthvað sem er mjög djúpstætt í mér og var sérstaklega ríkjandi þegar ég var barn. Það er skárra núna þegar ég er að vinna með svo mörgu skrítnu fólki. Þá finn ég minna fyrir því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár