Hann situr á kaffihúsi í Reykjavík. Hávaxinn, hlýlegur og glaðlegur. Kolsvart kaffi í hvítum bolla fyrir framan hann.
„Ég flutti til Íslands í fyrravor en konan mín, Sandra, kom haustið 2015. Við ætlum að vera hérna á meðan yngsti sonur okkar, Kevin, stundar IB-nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég hef unnið sem bílstjóri fyrir fatasöfnun Rauða krossins frá því í fyrrasumar en ég sæki föt í Rauða kross-gámana úti um allan bæ. Mér finnst gott að vinna fyrir gott málefni.“
Á bremsulausum jeppa
Vilhjálmur fæddist og ólst upp á Akureyri og kláraði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri árið 1970. „Ég fór svo að vinna og var meðal annars svolítið á sjó og í byggingarvinnu. Ég fór á sveitaböllin, fór að drekka og svo kynntist ég öðrum vímuefnum. Þetta var hippatímabilið og mikil uppstokkun í gangi í þjóðfélaginu. Ég flutti að heiman 18 ára og fór að vinna ýmis störf. Ég …
Athugasemdir