Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tíu barna faðir í mannúðarstarfi á Indlandi

Til­vilj­un réði því að Vil­hjálm­ur Jóns­son flutti til Ind­lands ár­ið 1976 eft­ir flakk um Evr­ópu. Fljót­lega eft­ir kom­una þang­að kynnt­ist hann ást­inni í lífi sínu og kvænt­ist henni fjór­um mán­uð­um síð­ar. Þau hjón­in eiga nú tíu börn og þrjú barna­börn, en þau komu alls­laus til Ís­lands eft­ir að hafa helg­að lífi sínu mann­úð­ar­mál­um á Indlandi.

Hann situr á kaffihúsi í Reykjavík. Hávaxinn, hlýlegur og glaðlegur. Kolsvart kaffi í hvítum bolla fyrir framan hann.

„Ég flutti til Íslands í fyrravor en konan mín, Sandra, kom haustið 2015. Við ætlum að vera hérna á meðan yngsti sonur okkar, Kevin, stundar IB-nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég hef unnið sem bílstjóri fyrir fatasöfnun Rauða krossins frá því í fyrrasumar en ég sæki föt í Rauða kross-gámana úti um allan bæ. Mér finnst gott að vinna fyrir gott málefni.“

Á bremsulausum jeppa 

Vilhjálmur fæddist og ólst upp á Akureyri og kláraði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri árið 1970. „Ég fór svo að vinna og var meðal annars svolítið á sjó og í byggingarvinnu. Ég fór á sveitaböllin, fór að drekka og svo kynntist ég öðrum vímuefnum. Þetta var hippatímabilið og mikil uppstokkun í gangi í þjóðfélaginu. Ég flutti að heiman 18 ára og fór að vinna ýmis störf. Ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár