Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvíðinn varð líkamlegur

Dísella Lár­us­dótt­ir er söng­kona á heims­mæli­kvarða og af­rek henn­ar eru mik­il í Banda­ríkj­un­um. Blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar sett­ist nið­ur með Dísellu í New York og ræddi við hana um óperu­list­formið, ást­ina, föð­ur­missinn, kvíð­ann og móð­ur­hlut­verk­ið sem hef­ur fært henni nýj­ar vídd­ir í líf­inu og gert hana að betri söng­konu.

„Í guðanna bænum Dísella, ekki verða tónlistarmaður,“ átti Lárus Sveinsson trompetleikari til að segja við dóttur sína þegar álagið var mikið, líklega meira í gamni en fullri alvöru. Hvort sem fjölskyldan var í helgarfríi í sumarbústað eða á ströndinni á Ítalíu, þá var trompetinn alltaf meðferðis. Ekkert frí fyrir atvinnuhljóðfæraleikara sem verður að nýta hverja lausa stund til að æfa sig fyrir næstu verkefni. Dísella lét þessi varnaðarorð föður síns hins vegar ekki á sig fá, enda nánast óumflýjanlegt að hún myndi fara þessa braut, verandi undir listrænum áhrifum frá bæði föður sínum og móður sinni, Sigríði Þorvaldsdóttur leikkonu. 

Hún byrjaði snemma að fikra sig áfram í tónlistinni, fyrst á trompet en síðar á píanó, en þar ætlaði hún sér stóra hluti. „Ég tók píanónámið mjög alvarlega og fannst æðislega gaman að æfa mig. Stundum kom ég heim úr skólanum, settist við píanóið og rankaði síðan við mér fimm tímum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár