Snjónum kyngir niður og minnir borgarbúa á að enn er nokkuð langt í sumar, en inni í íbúð Guðmundar er bæði hlýtt og notalegt. Gamlir og nýir tímar takast á í innanstokksmunum og heimilið minnir á tímaleysið sem áhorfendur skynja þegar þeir horfa á Hjartastein. Ljúfir píanótónar leika í loftinu og Guðmundur byrjar á því að bjóða blaðamanni upp á kaffi. Á meðan hann malar baunir og flóar mjólk tölum við um kvikmyndina sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar.
Guðmundur var að læra myndlist í Listaháskólanum og að leita að einhverju til að skrifa um þegar hann dreymdi látinn vin sinn sem gaf honum kort af þorpinu sem þeir bjuggu báðir í sem börn. Þessi vinur hafði verið glaðlyndur og hvers manns hugljúfi og því mikið áfall þegar hann svipti sig lífi. „Þetta var mjög táknrænn draumur,“ segir Guðmundur. „Þegar ég vaknaði hugsaði ég með mér að ég ætti …
Athugasemdir