Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leikstjóri ársins komst ekki inn í kvikmyndaskóla

Fyr­ir tíu ár­um dreymdi Guð­mund Arn­ar Guð­munds­son draum um lát­inn vin sinn og út frá hon­um spratt hug­mynd­in að kvik­mynd­inni Hjarta­steini. Leið­in upp á svið Eddu-há­tíð­ar­inn­ar, þar sem mynd­in hlaut alls níu verð­laun, var hins veg­ar löng. Hann gekk á milli fram­leið­enda sem höfðu ekki áhuga á að láta hann leik­stýra mynd­inni, reyndi ár­ang­urs­laust að kom­ast inn í kvik­mynda­skóla og gerði stutt­mynd­ir sem hann stakk of­an í skúffu. Guð­mund­ur ruddi burt öll­um hindr­un­um, missti aldrei sjón­ar á mark­mið­inu og stóð að end­ingu uppi sem sig­ur­veg­ari.

Snjónum kyngir niður og minnir borgarbúa á að enn er nokkuð langt í sumar, en inni í íbúð Guðmundar er bæði hlýtt og notalegt. Gamlir og nýir tímar takast á í innanstokksmunum og heimilið minnir á tímaleysið sem áhorfendur skynja þegar þeir horfa á Hjartastein. Ljúfir píanótónar leika í loftinu og Guðmundur byrjar á því að bjóða blaðamanni upp á kaffi. Á meðan hann malar baunir og flóar mjólk tölum við um kvikmyndina sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar.

Guðmundur var að læra myndlist í Listaháskólanum og að leita að einhverju til að skrifa um þegar hann dreymdi látinn vin sinn sem gaf honum kort af þorpinu sem þeir bjuggu báðir í sem börn. Þessi vinur hafði verið glaðlyndur og hvers manns hugljúfi og því mikið áfall þegar hann svipti sig lífi. „Þetta var mjög táknrænn draumur,“ segir Guðmundur. „Þegar ég vaknaði hugsaði ég með mér að ég ætti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár