Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skipulagði dauða sinn og dætranna

Elma Kar­en sökk djúpt nið­ur í þung­lyndi þeg­ar hún varð ólétt að sínu öðru barni, þeg­ar það eldra var að­eins sex mán­aða. Hún trúði því sjálf að hún væri að gera það besta fyr­ir alla með því að svipta sig lífi og taka dótt­ur sína og ófætt barn með sér. Hún varð fyrst hrædd við eig­in hugs­an­ir þeg­ar hún var kom­in með áætl­un um hvenær og hvernig hún færi að því. Þá gekk hún sjálf inn á bráða­mót­töku geð­deild­ar.

Fyrir fjórtán árum, þegar hún var 26 ára, eignaðist Elma Karen sitt fyrsta barn. Þegar hún fékk dótturina í fangið varð henni hálfbrugðið, því alla meðgönguna hafði hún átt erfitt með að tengja við lífið sem óx innra með henni. Hún hafði tvisvar misst fóstur auk þess að eiga við heilsufarsvanda að stríða, svo hún trúði því sjálf að henni myndi aldrei auðnast að eignast barn. Fyrstu mánuðirnir gengu þrátt fyrir það ágætlega en þegar Elma Karen varð ófrísk aftur, þegar dóttir hennar var ekki nema sex mánaða gömul, fóru málin að flækjast. „Þegar ég uppgötvaði að ég væri ólétt fór ég strax í það að reyna að hætta með þá eldri á brjósti. Við það hrakaði heilsunni og eftir nokkrar vikur lagðist ég hreinlega í rúmið. Ég sá ekki fram úr aðstæðum mínum, fannst ég alein í heiminum. Sem ég var í raun og veru, því félagslegar aðstæður mínar voru þannig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár