Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Týndi heilu ári þegar hugurinn þoldi ekki meir

Átta ára göm­ul var hún hætt að gráta og trúa á Guð. Þrett­ánda ald­ursár­ið er henni horf­ið. Það var þá sem fað­ir henn­ar lok­aði hana af niðri í kjall­ara og mis­þyrmdi í þrjá sól­ar­hringa. Ár­ið 2005 steig Thelma Ás­dís­ar­dótt­ir fram og sagði frá því hvernig fað­ir henn­ar gerði hana út í skipu­lögðu barna­vændi. Enn eru að birt­ast henni gaml­ar og áð­ur grafn­ar minn­ing­ar, sem hún seg­ir nú frá í fyrsta sinn.

Þungt loft var í myrkri íbúðinni, dregið fyrir gluggana og þeir þarna, allsnaktir, fullorðnir karlar. Henni fannst þetta allt ógeðslegt. Hún var bara sjö ára en var með föður sínum, manninum sem átti að vernda hana en hafði selt þeim aðgang að henni kynferðislega, í skiptum fyrir fíkniefni.

Alla nóttina átti hún að vera til taks, vera góð og gera það sem þeir vildu - stundum voru það samfarir og stundum varð ofbeldið meira, en hún varð að vera góð. Annars yrði henni refsað og það grimmilega. Refsingarnar sem faðir hennar beitti fólust stundum í hótunum, ofbeldi eða lengri fyllerístúrum þar sem hann gerði henni ljóst að hún bæri ábyrgð á því. Eða þá með því að drekkja kettlingum eða drepa páfagaukinn. „Þá fékk ég alltaf að vita að kettlingurinn dó vegna þess að ég var ekki nógu góð.“

Sársaukinn var óbærilegur. Hún varð að lifa þetta af.

Þetta var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár