Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Var að drepast úr dauðahræðslu

Vig­dís Gríms­dótt­ir er flutt frá Strönd­um til Reykja­vík­ur. Hún hafn­aði við­tali en sam­þykkti sam­tal. Tækni­vædd­ir draug­ar. Lífs­háskinn og end­ur­kom­an í lík­amann. Slys­ið í baka­rí­inu og mála­ferl­in. Var einmana í mann­haf­inu í Par­ís en aldrei í Ár­nes­hreppi. Fann fyr­ir Guði á Vatna­jökli. Óléttu­próf­ið í Kaup­fé­lag­inu

Var að drepast úr dauðahræðslu
Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir nýtur mikillar virðingar vegna bóka sinna. Hér er hún heima hjá sér í miðborg Reykjavíkur. Mynd: Kristinn Magnússon

„Hugsaðu þér allt plássið sem hver maður hefur. Fólkið og víðáttan,“ segir Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur og kennari, þegar við höfum heilsast. Ég hafði spurt um Strandirnar og hug hennar til þess svæðis sem hafði fóstrað hana síðasta áratuginn. Þarna stóð hún svarthærð með rauðan varalit og óaðfinnanlega klædd í svart. Allt í stíl. Hefðarfrúin sem flutti næstum alla leið á Hornstrandir til að njóta þess að búa í örlitlu samfélagi íslenskrar sveitamenningar. Ég verð dálítið sem stjörnusleginn. Vigdís hefur alla tíð verið hátt skrifuð í mínum huga sem rithöfundur og manneskja. Hún biður mig afsökunar á því að kaffivélin sé biluð. Ég býð þér upp á sódavatn í staðinn,“ segir hún. Ég þakka fyrir mig og læt eins og mér sé sama um kaffileysið.

Fyrir nokkrum dögum fluttu Vigdís og María Guðmundsdóttir ljósmyndari frá Ströndum til Reykjavíkur. Stökkið er stórt. Vigdís og María bjuggu um árabil í Árneshreppi. Þær settu svo sannarlega svip á samfélagið, ljósmyndarinn og rithöfundurinn, og nutu virðingar og vináttu samborgara sinna í einu minnsta sveitarfélagi landsins þar sem innan við 40 manns hafa vetursetu á stóru og einangruðu landsvæði.

Ekki viðtal

„Þetta verður samtal en ekki viðtal,“ segir Vigdís ákveðin þegar hún hafði boðið mér sæti á nýja heimilinu. Ég malda í móinn og vil halda mér utan við viðtalið að vanda. En Vigdís gefur sig ekki. Við eigum sameiginlegan bakgrunn í að skrifa bækur og að hafa búið á Ströndum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár