Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Spánverjar hafa kolrangar hugmyndir um Ísland

Katalónski blaða­mað­ur­inn Èric Llu­ent stefn­ir að því að verða leið­andi í um­fjöll­un um Ís­land í hinum spænsku­mæl­andi heimi. Næg séu tæki­fær­in, þar sem um­fjöll­un um Ís­land í er­lend­um miðl­um sé al­mennt skökk og ein­hliða. Á fyrsta mán­uði fréttamið­ils­ins El Faro de Reykja­vík litu 13 þús­und manns inn og lásu frétt­ir af póli­tík, efna­hags- og menn­ing­ar­mál­um á Ís­landi.

Spánverjar hafa kolrangar hugmyndir um Ísland
Íslenskur fréttamiðill á spænsku El Faro de Reykjavík er nýr fréttamiðill, þar sem fluttar eru fréttir af Íslandi á spænsku. Á fyrsta mánuði hans heimsóttu 13 þúsund manns fréttavefinn. Mynd: Úr einkasafni

„Ég valdi reyndar ekki Ísland,“ svarar Èric þegar hann fær þessa klassísku spurningu, hvernig það kom til að hann fór frá hinni lifandi og vinsælu borg, Barcelona, til að búa hér uppi á Íslandi. „Það hefði getað verið hvaða staður sem er. Ég var að vinna á dagblaði í Barcelona og í þeirri vinnu hitti ég fólk frá öllum heimshornum. Þar á meðal voru blaðamenn og spænskukennarar frá Íslandi. Þeir buðu mér í heimsókn til Íslands á gamlárskvöld og þannig æxlaðist það að Ísland varð hluti af lífi mínu. Ég verð að viðurkenna að áður vissi ég ekkert um Ísland. Ég vissi af tilvist þess, þarna lengst í norðri, en það er allt og sumt.“

Erlendir miðlar mistúlka Ísland

Það, að Spánverjar viti almennt lítið sem ekkert um Ísland, er einmitt ástæðan fyrir því að átta árum eftir að hann heimsótti Ísland í fyrsta sinn ákvað Èric að búa til nýjan fjölmiðil. Með því vildi hann freista þess að breyta því hversu einhliða umfjöllunin um Ísland er á Spáni og annars staðar í hinum spænskumælandi heimi. 

Eftir áramótaheimsóknina kom hann aftur að sumri og eftir það varð ekki aftur snúið, hann kom aftur og aftur, hvenær sem hann hafði fé eða tíma til, þangað til að hann fluttist hingað alfarið með kærustunni fyrir nokkru. „Hér líður mér í fyrsta sinn eins og ég sé raunverulega heima. Ég get ekki útskýrt hvers vegna en ég trúi því að rætur mínar liggi hér, þó ég hafi enga sönnun fyrir því, aðra en þá að ég lít ekki út eins og hinn hefðbundni Spánverji.“

Það var líka hér á landi sem blaðamaðurinn innra með honum tók að vaxa og heimta sitt pláss. Og það var einmitt vegna þess að hann upplifði sterkt hversu skakkt bæði spænskir miðlar og grasrótarhreyfingar þar túlkuðu eftirmál hrunsins á Íslandi. Í djúpri niðursveiflu á Spáni litu margir til Íslands sem fyrirmyndar, héldu að á Íslandi væri fullkomið dæmi um hvernig bregðast ætti við spillingu. „Ég fór að gera mér grein fyrir því að margt af því sem sagt var um Ísland á Spáni var alls ekki satt. Þarna sá ég svart á hvítu hvernig fjölmiðlar geta skekkt heimsmynd okkar. Ég fylgdist með þessum öflugu félagslegu hreyfingum á Spáni líta til Íslands sem fullkominnar fyrirmyndar, meðan ég vissi að fyrirmyndin var í raun og veru aldrei til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár