Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Spánverjar hafa kolrangar hugmyndir um Ísland

Katalónski blaða­mað­ur­inn Èric Llu­ent stefn­ir að því að verða leið­andi í um­fjöll­un um Ís­land í hinum spænsku­mæl­andi heimi. Næg séu tæki­fær­in, þar sem um­fjöll­un um Ís­land í er­lend­um miðl­um sé al­mennt skökk og ein­hliða. Á fyrsta mán­uði fréttamið­ils­ins El Faro de Reykja­vík litu 13 þús­und manns inn og lásu frétt­ir af póli­tík, efna­hags- og menn­ing­ar­mál­um á Ís­landi.

Spánverjar hafa kolrangar hugmyndir um Ísland
Íslenskur fréttamiðill á spænsku El Faro de Reykjavík er nýr fréttamiðill, þar sem fluttar eru fréttir af Íslandi á spænsku. Á fyrsta mánuði hans heimsóttu 13 þúsund manns fréttavefinn. Mynd: Úr einkasafni

„Ég valdi reyndar ekki Ísland,“ svarar Èric þegar hann fær þessa klassísku spurningu, hvernig það kom til að hann fór frá hinni lifandi og vinsælu borg, Barcelona, til að búa hér uppi á Íslandi. „Það hefði getað verið hvaða staður sem er. Ég var að vinna á dagblaði í Barcelona og í þeirri vinnu hitti ég fólk frá öllum heimshornum. Þar á meðal voru blaðamenn og spænskukennarar frá Íslandi. Þeir buðu mér í heimsókn til Íslands á gamlárskvöld og þannig æxlaðist það að Ísland varð hluti af lífi mínu. Ég verð að viðurkenna að áður vissi ég ekkert um Ísland. Ég vissi af tilvist þess, þarna lengst í norðri, en það er allt og sumt.“

Erlendir miðlar mistúlka Ísland

Það, að Spánverjar viti almennt lítið sem ekkert um Ísland, er einmitt ástæðan fyrir því að átta árum eftir að hann heimsótti Ísland í fyrsta sinn ákvað Èric að búa til nýjan fjölmiðil. Með því vildi hann freista þess að breyta því hversu einhliða umfjöllunin um Ísland er á Spáni og annars staðar í hinum spænskumælandi heimi. 

Eftir áramótaheimsóknina kom hann aftur að sumri og eftir það varð ekki aftur snúið, hann kom aftur og aftur, hvenær sem hann hafði fé eða tíma til, þangað til að hann fluttist hingað alfarið með kærustunni fyrir nokkru. „Hér líður mér í fyrsta sinn eins og ég sé raunverulega heima. Ég get ekki útskýrt hvers vegna en ég trúi því að rætur mínar liggi hér, þó ég hafi enga sönnun fyrir því, aðra en þá að ég lít ekki út eins og hinn hefðbundni Spánverji.“

Það var líka hér á landi sem blaðamaðurinn innra með honum tók að vaxa og heimta sitt pláss. Og það var einmitt vegna þess að hann upplifði sterkt hversu skakkt bæði spænskir miðlar og grasrótarhreyfingar þar túlkuðu eftirmál hrunsins á Íslandi. Í djúpri niðursveiflu á Spáni litu margir til Íslands sem fyrirmyndar, héldu að á Íslandi væri fullkomið dæmi um hvernig bregðast ætti við spillingu. „Ég fór að gera mér grein fyrir því að margt af því sem sagt var um Ísland á Spáni var alls ekki satt. Þarna sá ég svart á hvítu hvernig fjölmiðlar geta skekkt heimsmynd okkar. Ég fylgdist með þessum öflugu félagslegu hreyfingum á Spáni líta til Íslands sem fullkominnar fyrirmyndar, meðan ég vissi að fyrirmyndin var í raun og veru aldrei til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár