Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ekki taka hann frá mér“

Elva Christ­ina var að­eins fimmtán ára göm­ul þeg­ar hún átti Eyj­ólf. Fæð­ing­ar­þung­lyndi hellt­ist yf­ir hana og hún fór út af spor­inu í líf­inu. Nú, rúm­um fimm ár­um síð­ar, gæti hún þurft að kveðja son sinn fyr­ir fullt og allt því norska barna­vernd­in vill fá Eyj­ólf í sína vörslu. Hún ótt­ast að son­ur henn­ar gleymi henni.

Eftir tæpan mánuð mæta lögreglumenn á heimili í Álfheimum í Reykjavík. Þeir verða þangað mættir til þess að framfylgja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveður svo á um að fimm ára gamall íslenskur drengur, Eyjólfur Elvuson, skuli fluttur til Noregs þar sem hann verður vistaður hjá ókunnugri norskri fósturfjölskyldu til átján ára aldurs. Á heimilinu býr einnig móðir Eyjólfs, Elva Christina, sem nú reynir að undirbúa sig undir það versta;  að fá ekki að sjá drenginn sinn aftur nema tvisvar sinnum á ári og það aðeins í tvo klukkutíma í senn næstu þrettán árin.

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið frá því í lok júlí en þá steig móðir Elvu Christinu fram, Helena Brynjólfsdóttir, og sagðist hafa rænt barnabarninu sínu til þess að bjarga því. Hún hafði flutt ásamt tveimur dætrum sínum og barnabarni til Noregs árið 2013 og nú, þremur árum síðar, berst hún ásamt dóttur sinni fyrir því að fá að verja lífinu með barnabarninu sínu. En af hverju er þessi litla fallega fjölskylda komin í þessa stöðu? Af hverju vill norska barnaverndin fá hinn fimm ára gamla Eyjólf í sína vörslu?

Fimmtán ára og ófrísk

„Þegar ég er bara fimmtán ára gömul þá fer ég til læknis vegna kviðverkja,“ segir Elva Christina, móðir Eyjólfs, þegar hún sest niður með blaðamanni Stundarinnar til þess að rifja upp söguna frá byrjun og til dagsins í dag.

„Mér hafði verið illt í maganum í svolítið langan tíma og þegar ég loksins fer til læknis þá fæ ég fréttirnar. Ég er ófrísk. Fimmtán að verða sextán. Þetta var ekki beint það sem ég hafði ætlað mér í lífinu. Að verða mamma svona ung. Ég var í algjöru sjokki. Hringdi hágrátandi í mömmu sem fékk að sjálfsögðu áfall. Það fyrsta sem kom upp í huga minn var að fara í fóstureyðingu. Ég væri svo ung,“ segir Elva Christina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár