Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ég þekki aðeins að vera móðir í 300 daga“

Hug­rún Sig­ur­jóns­dótt­ir hafði ver­ið full­viss­uð af lækni að hún væri kom­in á ald­ur þeg­ar hún varð óvart ólétt 45 ára göm­ul. Hún ákvað að eign­ast barn­ið, en eft­ir erf­iða með­göngu, erf­iða fæð­ingu og stöð­ug­an grát­ur í marga mán­uði, gafst hún upp og gaf barn­ið frá sér til fólks sem hafði lengi þráð að eign­ast barn. Hún hef­ur aldrei séð eft­ir því.

„Auðvitað er þetta tabú í nútímasamfélagi. Fáir gefa frá sér barn. Ég á vinkonur sem hafa unnið á kvennadeild þangað sem unglingsstúlkur koma óléttar inn og eru að taka ákvörðun um það hvort þær eigi að fara í fóstureyðingu eða eiga barnið. Almenna umræðan snýst um þessa tvo kosti, en ekki þann þriðja, sem er að ganga með barnið og gefa það. Það var líka viðhorfið sem ég mætti á meðal minna vinkvenna. Ég átti bara að bíða þar til dóttir mín yrði eins árs – eins og ég þyrfti bara að afplána eitt ár og svo færi allt að blómstra.“

Þegar Hugrún Sigurjónsdóttir uppgötvaði að hún væri orðin barnshafandi íhugaði hún þann möguleika að fara í fóstureyðingu, en komst fljótlega að því að það væri ekki rétt ákvörðun fyrir hana. „Mig langaði að eiga þetta barn. Kannski lét ég undan því allir voru að óska mér til hamingju og tala um hvað þetta yrði æðislegt. Við það tvíefldist ég í þeirri skoðun að kannski hefði þetta bara átt að fara svona. Líka af því að ég var orðin svo gömul.“

Nokkrum árum áður hafði Hugrún farið til læknis að ræða getnaðarvarnir. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur af því, hún væri komin á aldur. Svo liðu árin, þar til hún uppgötvaði allt í einu að hún var orðin barnshafandi. Hún hafði ekki ætlað sér það. Vel menntuð kona, sjálfstæð og hafði aldrei séð sjálfa sig fyrir sér sem einstæða móður. Kannski hefði hana langað til þess að eignast barn í langtímasambandi en fyrst það hafði aldrei orðið þá hafði hún í raun aldrei þurft að gera það upp við sig. Nú var hún orðin 45 ára, ein og ólétt eftir mann sem hún þekkti aðeins lauslega. Tæpum átta mánuðum síðar, þann 30. maí 2015, var hún orðin móðir, 46 ára gömul.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Að gefa barnið sitt

Ætlaði aldrei að afsala  sér föðurhlutverkinu
ViðtalAð gefa barnið sitt

Ætl­aði aldrei að af­sala sér föð­ur­hlut­verk­inu

Hugi Ingi­bjarts­son stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu hvort hann ætti að fá for­ræði yf­ir dótt­ur sinni og ala hana upp sem ein­stæð­ur fað­ir eða gefa hana al­far­ið frá sér. Hann ákvað að gefa hana í trausti þess að hjá fóst­ur­for­eldr­um myndi hún eign­ast betra líf en hann gæti gef­ið henni. Hann var hins veg­ar ekki til­bú­inn til þess að af­sala sér föð­ur­hlut­verk­inu og stóð í þeirri trú að hann gæti hald­ið um­gengni við dótt­ur sína. Hann seg­ist hafa ver­ið svik­inn um það, þeg­ar hann fær að­eins að taka hana tvisvar í mán­uði, fimm tíma í senn. Nú vill hann fá hana aft­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár