Árin milli 1955 - 60 fóru þorskveiðar tvisvar yfir 500.000 tonn, og aldrei undir 452.000 tonn. 1955, 538 þúsund og 1958, 509 þúsund. Lægst 1957, 452 þúsund tonn.
Sögur af brottkasti eru yfirgengilegar, en þær eru ekki sagðar nema undir fjögur augu og helst ekki nema að augun séu þrjú.
Um eða skömmu fyrir 1960 fór sjórinn að kólna og þannig var það fram yfir 1980. Á þeim tíma minnkaði þorskaflinn og fiskifræðingar fóru að gefa út svartar skýrslur og töldu að um ofveið væri að ræða. En ýmsir voru ekki beint trúaðir á þá kenningu. Ég man eftir viðtali sem Ómar Ragnarsson átti við gömlu kempuna Axel Thorarensen á Gjögri. Axel var að koma að landi með örfáa fiska og var að því spurður hverju sætti að ekki fengist í soðið. Sá gamli hafði svarið á reiðum höndum: Það væri svo kaldur sjór að það væri ekkert æti fyrir þorskinn.Einfalt en satt. En flestir fiskifræðingarnir voru á öru máli. Og þegar sjórinn fór að hlýna voru allir orðnir meðvirkir og trúðu því að allt of mikið væri veitt og það skyldi setja þorskinn í kvóta til að hafa stjórn á stofninum. Það hefur ekki tekist ennþá og mun aldrei takast.
Ég sá í vetur á einhverjum miðlinum að veiðihæfni krókaveiða væri 6/1000. Er einhver til svo hugaður að halda því fram að slík veiðarfæri geti haft afgerandi áhrif á stofnstærð. Ég man því miður ekki hvar þetta var en það geta meiri tölvumenn en ég auðveldlega fundið, ef það verða þá ekki einhverjir fiskifræðingar á undan þeim til að útmá það af veraldarvefnum.
Svo kom kvótinn og þorskurinn og síðan fleiri tegundir kvótabundnar illu heilli. Það má vera að það þurfi að hafa einhverja stjórn á veiðum vegna þess að það ástand sem oft skapaðist þegar landburður var á vertíðum fór mikið til spillis vegna þess að ekki tókst að vinna fiskinn, en það er vandalítið við að fást. Auk þess sem það er vitað að fiskur sem er blóðgaður strax og settur í krapa og ísaður vel eftir löndun, geymist óskemmdur í 20 daga.
Síðan kvótakerfið kom til sögunnar hefur þorskveiði hæst farið í 392 þúsund tonn árið 1987. Síðan hefur aflinn farið minnkandi og eftir 1992 hefur aflinn ekki farið yfir 300 þúsund tonn. Aldamótaárið er landað 236 þús. tonnum og árið eftir 235 þúsund tonnum. 2007 er aflinn 170.000 tonn. Árið 2014 var landað 239 þúsund tonnum.
Sögur af brottkasti eru yfirgengilegar, en þær eru ekki sagðar nema undir fjögur augu og helst ekki nema að augun séu þrjú.
Aldeilis góður árangur það. Þó fullyrða sjómenn að nóg sé af fiski um allan sjó. Bátar liggja í höfnum víða vegna þess að það er ekki til kvóti fyrir meðafla eða kvóti ófáanlegur. Mikið hvað þetta er góð fiskveiðistjórnun.
Sögur af brottkasti eru yfirgengilegar, en þær eru ekki sagðar nema undir fjögur augu og helst ekki nema að augun séu þrjú. Því að ef upp kemst þá verður viðkomandi atvinnulaus, og ekki bara hjá þeirri útgerð sem hann var hjá, heldur á sá á hættu að fá hvergi pláss.
Miðin eru illa nýtt þar sem vertíðarfloti er nánast ekki lengur til. Sjávarplássin eru hvert af öðru nánast að leggjast í eyði vegna þessara aðstæðna, sem eru manngerðar og öndverðar við alla skynsemi. Síðasta ár sem aflinn fer yfir 300 þúsund tonn er 1991 en þá var aflinn 309 þúsund tonn. Tíu árum áður er aflinn 469 þúsund tonn, er það síðasta ár sem aflinn nær 400 þúsund tonnum.
Fróðlegt væri ef fiskifræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa einhver svör við þeirri spurningu, hvort aukin loðnuveiði hafi einhver áhrif á stofnstærð þorsks?
Þó breytt sé um aðferð við stjórn fiskveiða er ekki þar með sagt að veiðar skuli vera stjórnlausar. Heldur verður, ef gæta skal að þjóðarhag, að miða fiskveiðar við að sem mestur ávinningur verði fyrir þjóðina og samfélagið. Það verður að vera hægt að bregðast fljótt við breittum aðstæðum. Hámarka afrakstur fiskistofnanna og skila til samfélagsins ágóðanum. Hann getur verið í formi hærri skatta vegna aukinna tekna fleiri af fiskveiðum og vinnslu.
Vegna þess sem að ofan er ritað er auðséð að það verður að skoða þá fiskveiðistjórnun sem hefur reynst eins illa og raun ber vitni að hugsa allt upp á nýtt, og ekki síst fiskirannsóknir.
Það vantar að minnsta kosti 100 þúsund tonn af þorski á ári að meðaltali síðustu 25 til 30 ár. Á núvirði eru það talsverðir fjármunir. Ég ætla ekki að reikna það út hér, þó ég hafi gert það annarsstaðar, það bítur betur ef lesendur gera það sjálfir. Á núvirði er t.d. hægt að nota 300 kr. fyrir hvert kíló. 300.000 hvert tonn. Svo má margfalda með þeim árafjölda síðan farið var að fikta við fiskveiðistjórnunina og að minnsta kosti tvöfalada til að fá útflutningsverðmætið. Þetta eru þeir fjármunir sem vantar í HEILBRIGÐISKERFIÐ, SAMGÖNGUKERFIÐ OG MENNTAKERFIÐ.
Síðan er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir mismuni ríkiseignar og þjóðareignar. En sá munur er afgerandi.
Kvótakerfið hefur tilhneigingu til að miða við jafnstöðuafla, það þýðir að viðmiðunin er þegar stofnarnir eru í lægð en ekki hámarks nýting fiskistofnanna.
Nú er eðlilegt að spurt sé: Er kvótinn besta hagstjórnartækið?
Allir hugsandi menn hljóta að sjá að núverandi fiskveiðistjórn er ónothæf.
Athugasemdir