Fyrir nokkrum dögum birtist eftir mig grein í Fréttablaðinu þar sem ég staðhæfði að þegar íslenskir stjórnmálamenn settust á valdastóla hætti þeim til þess að gleyma velferðarkerfinu og að pólitísk hugmyndafræði sem menn aðhyllast hefði ekkert forspárgildi um það hvort þeir gerðu svo eða ekki. Ég sagði líka að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði holað að innan velferðarkerfið. Þetta fór fyrir brjóstið á Jóhönnu sem skiljanlegt er og ýmsum þeim sem nær henni standa, til dæmis Árna Páli Árnasyni fyrverandi formanni Samfylkingarinnar sem tjáði sig um þetta á fésbók. Þar segir hann að ég sé ofan í holu og það sé eins gott fyrir mig að hætta að grafa. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni þegar ég las þetta að hann hafi verið hræddur um að ég ætlaði að nota holuna til þess að jarðsetja hann. Það er hins vegar engin ástæða fyrir hann að óttast það því hann er fyrir löngu búinn að sjá sjálfur um eigin pólitíska jarðsetningu. Það endurspeglast líka í orðum hans sú skoðun að ég haldi því fram að ríkisstjórn Jóhönnu hafi verið velferðarkerfinu verri en aðrar ríkisstjórnir sem er ekki rétt. Mér finnast allar ríkisstjórnir síðustu ára hafa verið jafningjar hvað það snertir. Ég vænti þess hins vegar að fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins myndi halda uppi meiri vörnum fyrir velferðarkerfið en raun ber vitni. Ég bjóst við því að Jóhanna myndi fylgja fordæmi Gvendar jaka þegar hann batt sig við krana niður við höfn í verkfalli til þess að koma í veg fyrir að olíufélögin gætu svindlað eldsneytinu í land. Samkvæmt því hefði hún átt að binda sig við krana velferðarkerfisins og sjá til þess að hann yrði ekki hreyfður um eina gráðu til lokunar. En því fór víðsfjarri. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins voru til dæmis skornar niður um 30% á hennar vakt, en á sama tíma voru þrír bankar endurreistir fyrir fé sem Árni Páll segir að hafi tilheyrt erlendum kröfuhöfum, en ég lít svo á að hafi komið úr vösum landsmanna. Til hvers þurftum við þrjá svona banka sem verðleggja þjónustu sína við landsmenn þannig að þeir skila hver um sig tugmilljarða gróða á ári hverju, af hverju ekki einn eða tvo? Árni Páll virðist hafa gleymt Sögu og VBS og öðrum álíka fyrirbrigðum þegar hann þrætir fyrir það að ríkið hafi tekið þátt í að bjarga (um tíma) fjármálastofnunum víðsvegar um land. Það hljómar heldur ekki vel þegar leiðtogi úr vinstri hlið stjórnmálanna heldur því fram að það hafi verið skynsamlegra að nota milljarðana til þess að ljúka við Hörpu og með því verja fjárfestingu sem var þegar búið að setja í hana í stað þess að veita þeim í velferðarkerfið. Samfélagið bjóst við því að félagshyggjuflokkarnir myndu verja velferðarkerfið af meira krafti en raun varð á og það er óskynsamlegt af fulltrúum þeirra að halda einhverju öðru fram vegna þess að þetta er svo auðsætt. Ég er til dæmis viss um að ef Samfylkingin viðurkenndi að henni hafi orðið á mistök með því að velja ekki að verja velferðarkerfið betur væri hún ekki sá dvergflokkur sem raun ber vitni, vegna þess að vitum það öll að þetta val var ekki bara Samfylkingar og Vinstri grænna. Við berum öll, sem samfélag, ábyrgð á þessu vali. Verkefni okkar fyrir kosningarnar sem eru framundan er að sjá til þess að það sé til staðar skilgreining á því sem við komum aldrei til með að fórna þótt við lendum í öðrum fjármálakrísum. Ef Jóhanna hefði haft slíka skilgreiningu milli handanna á sínum tíma er ég viss um að ég hefði enga ástæðu til þess að vera svekkja hana með skrifum mínum í dag.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Kári Stefánsson
Af páli og reku og lítilli holu
Kári Stefánsson svarar Árna Páli Árnasyni, viðskiptaráðherra vinstri stjórnarinnar um skort á áherslu á heilbrigðismál.
Mest lesið

1
Reyndi að kaupa vændi sem verkalýðsforingi
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér þingmennsku. Sandra Sigurðardóttir úr Hveragerði kemur inn á þing.

2
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
Erla Björg Gunnarsdóttir er hætt sem ritstjóri á fréttastofu Sýnar. Í færslu á samfélagsmiðlum segir hún að í áranna rás hafi hún unnið eins og hún gat með síbreytilegan farveg þar sem hún hafi stundum þurft að minna sig á æðruleysið og hverju hún gæti stjórnað. „Eftir marga slíka hringi kemur að þeim tímapunkti að það er best að kveðja og hleypa nýjum kröftum í baráttuna.“

3
Ósáttur við gagnrýnina á innlimunargrín sendiherraefnis Bandaríkjanna
Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna á Íslandi, grínaðist með að Ísland yrði innlimað í Bandaríkin. Snorri Másson er ósáttur við gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á sendiherraefnið og sakar hann um „ofsa“.

4
Viðvörunarbjöllur hringdu vegna byrjendalæsis fyrir áratug
Sterkar vísbendingar voru um að Byrjendalæsi væri ekki að skila miklum árangri árið 2015. Prófessor í sálfræði sagði kennsluaðferðum sem byggja á samskonar hugmyndum og Byrjendalæsi ekki hafa reynst vel í öðrum löndum.

5
Jón Trausti Reynisson
Sigur fólskunnar
Bandaríkjastjórn blandar saman háði og fólsku við heilagleika til að afvopna, afhelga og ráðast á tilgreinda hópa sem metnir eru óæskilegir og óvinir samfélagsins.

6
Hildur Eir Bolladóttir
Stefnir mögulega í siðrof sökum valdagræðgi
Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur hjá Akureyrarkirkju, um árið framundan.
Mest lesið í vikunni

1
Banaslys í rannsókn
Lögreglan greinir frá banaslysi í Rangárþingi.

2
„Hann ætti að axla ábyrgð í staðinn fyrir að saka barnið okkar um ósannindi“
„Að halda því fram að tíu ára barn sé að ljúga upp á hann er stórkostlega skrítið,“ segir faðir tíu ára drengs um yfirlýsingu Helga Bjarts Þorvarðarsonar sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn drengnum. Foreldrarnir segja yfirlýsinguna „ótrúlega“ og vilja gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti.

3
Reyndi að kaupa vændi sem verkalýðsforingi
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér þingmennsku. Sandra Sigurðardóttir úr Hveragerði kemur inn á þing.

4
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
Aukning í kirkjusókn ungs fólks hefur gert vart við sig í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu líkt og innan þjóðkirkjunnar. Forstöðumaður safnaðarins segir að það sem einkenni ungmennin sé sjálfsprottin trú án þess að þau standi frammi fyrir erfiðleikum í lífinu. „Þau eignuðust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trúarlíf í einrúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengjast öðrum.“

5
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
Erla Björg Gunnarsdóttir er hætt sem ritstjóri á fréttastofu Sýnar. Í færslu á samfélagsmiðlum segir hún að í áranna rás hafi hún unnið eins og hún gat með síbreytilegan farveg þar sem hún hafi stundum þurft að minna sig á æðruleysið og hverju hún gæti stjórnað. „Eftir marga slíka hringi kemur að þeim tímapunkti að það er best að kveðja og hleypa nýjum kröftum í baráttuna.“

6
Ósáttur við gagnrýnina á innlimunargrín sendiherraefnis Bandaríkjanna
Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna á Íslandi, grínaðist með að Ísland yrði innlimað í Bandaríkin. Snorri Másson er ósáttur við gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á sendiherraefnið og sakar hann um „ofsa“.
Mest lesið í mánuðinum

1
Eru alltaf sömu gestir hjá Gísla Marteini?
Algeng gagnrýni í garð Vikunnar með Gísla Marteini er að sífellt bregði fyrir sama fólkinu. En á það við einhver rök að styðjast? Greining Heimildarinnar sýnir að einn gestur hafi komið langoftast í þáttinn, og það sama á við um algengasta tónlistarflytjandann.

2
Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

3
Banaslys í rannsókn
Lögreglan greinir frá banaslysi í Rangárþingi.

4
Einn látinn skammt frá Þrastarlundi
Alvarlegt umferðarslys milli Selfoss og Þrastarlunds.

5
Flutti frá Noregi til Egilsstaða á sviknu loforði: Sagt upp í miðju fæðingarorlofi
Konu í fæðingarorlofi var sagt upp hjá Austurbrú á Egilsstöðum í nóvember. Konan var á árssamningi eftir að hafa flust búferlum frá Noregi með loforð upp á að samningur hennar yrði framlengdur. Ekki var staðið við það.

6
Sif Sigmarsdóttir
Ert þú að eyðileggja jólin fyrir einhverjum öðrum?
Árið er senn á enda. Ein þau tímamót sem undirrituð fagnaði á árinu var tuttugu ára brúðkaupsafmæli. Af tilefninu þvinguðum við hjónin okkur til að líta upp úr hversdagsamstrinu og fara út að borða. Fyrir valinu varð staðurinn sem við borðuðum á þegar við giftum okkur, Café Royal, sögufrægur veitingastaður á Regent Street í London, þar sem ekki ómerkari menn...
































Athugasemdir