Fyrir nokkrum dögum birtist eftir mig grein í Fréttablaðinu þar sem ég staðhæfði að þegar íslenskir stjórnmálamenn settust á valdastóla hætti þeim til þess að gleyma velferðarkerfinu og að pólitísk hugmyndafræði sem menn aðhyllast hefði ekkert forspárgildi um það hvort þeir gerðu svo eða ekki. Ég sagði líka að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði holað að innan velferðarkerfið. Þetta fór fyrir brjóstið á Jóhönnu sem skiljanlegt er og ýmsum þeim sem nær henni standa, til dæmis Árna Páli Árnasyni fyrverandi formanni Samfylkingarinnar sem tjáði sig um þetta á fésbók. Þar segir hann að ég sé ofan í holu og það sé eins gott fyrir mig að hætta að grafa. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni þegar ég las þetta að hann hafi verið hræddur um að ég ætlaði að nota holuna til þess að jarðsetja hann. Það er hins vegar engin ástæða fyrir hann að óttast það því hann er fyrir löngu búinn að sjá sjálfur um eigin pólitíska jarðsetningu. Það endurspeglast líka í orðum hans sú skoðun að ég haldi því fram að ríkisstjórn Jóhönnu hafi verið velferðarkerfinu verri en aðrar ríkisstjórnir sem er ekki rétt. Mér finnast allar ríkisstjórnir síðustu ára hafa verið jafningjar hvað það snertir. Ég vænti þess hins vegar að fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins myndi halda uppi meiri vörnum fyrir velferðarkerfið en raun ber vitni. Ég bjóst við því að Jóhanna myndi fylgja fordæmi Gvendar jaka þegar hann batt sig við krana niður við höfn í verkfalli til þess að koma í veg fyrir að olíufélögin gætu svindlað eldsneytinu í land. Samkvæmt því hefði hún átt að binda sig við krana velferðarkerfisins og sjá til þess að hann yrði ekki hreyfður um eina gráðu til lokunar. En því fór víðsfjarri. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins voru til dæmis skornar niður um 30% á hennar vakt, en á sama tíma voru þrír bankar endurreistir fyrir fé sem Árni Páll segir að hafi tilheyrt erlendum kröfuhöfum, en ég lít svo á að hafi komið úr vösum landsmanna. Til hvers þurftum við þrjá svona banka sem verðleggja þjónustu sína við landsmenn þannig að þeir skila hver um sig tugmilljarða gróða á ári hverju, af hverju ekki einn eða tvo? Árni Páll virðist hafa gleymt Sögu og VBS og öðrum álíka fyrirbrigðum þegar hann þrætir fyrir það að ríkið hafi tekið þátt í að bjarga (um tíma) fjármálastofnunum víðsvegar um land. Það hljómar heldur ekki vel þegar leiðtogi úr vinstri hlið stjórnmálanna heldur því fram að það hafi verið skynsamlegra að nota milljarðana til þess að ljúka við Hörpu og með því verja fjárfestingu sem var þegar búið að setja í hana í stað þess að veita þeim í velferðarkerfið. Samfélagið bjóst við því að félagshyggjuflokkarnir myndu verja velferðarkerfið af meira krafti en raun varð á og það er óskynsamlegt af fulltrúum þeirra að halda einhverju öðru fram vegna þess að þetta er svo auðsætt. Ég er til dæmis viss um að ef Samfylkingin viðurkenndi að henni hafi orðið á mistök með því að velja ekki að verja velferðarkerfið betur væri hún ekki sá dvergflokkur sem raun ber vitni, vegna þess að vitum það öll að þetta val var ekki bara Samfylkingar og Vinstri grænna. Við berum öll, sem samfélag, ábyrgð á þessu vali. Verkefni okkar fyrir kosningarnar sem eru framundan er að sjá til þess að það sé til staðar skilgreining á því sem við komum aldrei til með að fórna þótt við lendum í öðrum fjármálakrísum. Ef Jóhanna hefði haft slíka skilgreiningu milli handanna á sínum tíma er ég viss um að ég hefði enga ástæðu til þess að vera svekkja hana með skrifum mínum í dag.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Kári Stefánsson
Af páli og reku og lítilli holu

Kári Stefánsson svarar Árna Páli Árnasyni, viðskiptaráðherra vinstri stjórnarinnar um skort á áherslu á heilbrigðismál.

Mest lesið

1
Fjórtán með fölsuð skilríki – Óvenjulegt mál og mansal til skoðunar
Fjórtán manns frá Asíu voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fölsuð skilríki í lok ágúst. Tvö lögregluumdæmi, ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneyti koma að málinu, auk þess sem haft hefur verið samband við Europol.

2
Valur Gunnarsson
Þannig hefjast heimsstyrjaldir…
Tvær leiðir virðast liggja til friðar í Úkraínu, að mati Vals Gunnarssonar sagnfræðings og rithöfundar: „Önnur er góð en hin hræðileg.“

3
Mótmæla Breiðholtsskipulagi: „Komm on, notið hausinn!“
Íbúar við Krummahóla segjast ekki kannast við samráð og mótmæla byggingaráformum við götuna í Skipulagsgátt. „Virðing fyrir íbúum Breiðholtshverfis er af skornum skammti hjá Reykjavíkurborg,“ skrifar einn.

4
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Þegar skoðanir eru fordómar
„Án þess að vita fyrir vissu hvað vakti fyrir Alþingismanninum, þá tel ég það ekki vera tilviljun að tala svona beint inn í mjög skaðlega og fordómafulla orðræðu,“ skrifar Ugla Stefanía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.

5
„Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli“
Snorri Másson, sem hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga, segir að sér hafi verið gerð upp viðhorf og lagt hafi verið út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. Hann hafi áhyggjur af þöggun í samfélaginu.

6
Tveir eftirlitsaðilar í stað ellefu
Atvinnuvegaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynntu í dag breytingar á eftirlitsumhverfi fyrirtækja þegar kemur að matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta.
Mest lesið í vikunni

1
Dætur teknar af þolanda heimilisofbeldis
Tvær ungar stúlkur verða vistaðar utan heimilis í allt að tólf mánuði, samkvæmt dómsúrskurði. Móðir þeirra, flóttakona og þolandi heimilisofbeldis, mótmælti ákvörðuninni og hélt því fram að vægari úrræði hefðu ekki verið reynd.

2
Líkja Hastings-orrustu Baltasars við Monty Python
Ný þáttasería Baltasar Kormáks, BBC og CBS fær blendnar viðtökur hjá gagnrýnendum í Bretlandi.

3
Fjórtán með fölsuð skilríki – Óvenjulegt mál og mansal til skoðunar
Fjórtán manns frá Asíu voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fölsuð skilríki í lok ágúst. Tvö lögregluumdæmi, ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneyti koma að málinu, auk þess sem haft hefur verið samband við Europol.

4
Valur Gunnarsson
Þannig hefjast heimsstyrjaldir…
Tvær leiðir virðast liggja til friðar í Úkraínu, að mati Vals Gunnarssonar sagnfræðings og rithöfundar: „Önnur er góð en hin hræðileg.“

5
Uppgötvaði SMS-in á milli Þorsteins Más og uppljóstrarans
Tölvusérfræðingur hjá héraðssaksóknara sem er sakaður um að leka gögnum til njósnafyrirtækisins PPP hafnar ásökunum. Hann uppgötvaði afhjúpandi smáskilaboð í Samherjamálinu í fyrra og segir að stofnandi PPP, sem vann fyrir Samherja og er með stöðu sakbornings í því máli, hafi sakað sig um lekann.

6
Hryllingsprins fjárfestir í vellíðan
Eyþór Guðjónsson vakti fyrst heimsathygli sem Íslendingurinn Óli Eriksson í hryllingsmyndinni Hostel árið 2005. Hann hefur fyrir löngu lagt leikgrímuna á hilluna og einbeitir sér nú að því að fjárfesta í alls kyns verkefnum.
Mest lesið í mánuðinum

1
Segir framgöngu lektors í Palstestínumótmælum mögulega brjóta gegn siðareglum HÍ
Dósent við Háskóla Íslands segist hafa skömm á starfsfólki Háskóla Íslands sem tók þátt í að slaufa fundi með ísraelskum prófessor síðasta þriðjudag. Þar hafi verið vegið að akademísku frelsi með vafasömum hætti.

2
Skattakóngur á 42 ára gömlum Benz: Velgengnin kostaði hjónabandið
Sigurður Elías Guðmundsson, sem er tekjuhæstur á Suðurlandi, minnir á að mikill tími fari í farsæla uppbyggingu á rekstri og því fylgi miklar fórnir einnig. Þannig hafi reksturinn kostað hann hjónabandið.

3
Sif Sigmarsdóttir
Óskemmtileg upplifun við Leifsstöð
Skyndilega kom maður aðvífandi. Ógnandi í fasi hóf hann að berja í bílinn af afli.

4
Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans
Baráttan á Alþingi um veiðigjöldin varð til þess að tekjur ríkisins hækka um nokkra milljarða á ári. Útgerðarkóngar toppa Hátekjulistann um land allt, sumir með milljarða í tekjur hver. Sex fjölskyldur eiga um helming kvótans og gróðinn streymir í óskyldar greinar og til næstu kynslóða.

5
Sendir hermenn til Washington
„Við ætlum að taka höfuðborgina okkar til baka,“ segir Bandaríkjaforseti, sem færir lögregluna í Washingtonborg undir stjórn alríkisins.

6
„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
Mannréttindadómstóll Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki brotið á
Bryndísi Ásmundsdóttur. Hún segir skrítið að tala um tap þegar Mannréttindadómstóll Evrópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð andanum. Markmiðum um að vekja máls á brotalömum í íslensku réttarkerfi hafi náðst, ekki síst þegar sigur vannst í öðru málinu.
Athugasemdir