Fyrir nokkrum dögum birtist eftir mig grein í Fréttablaðinu þar sem ég staðhæfði að þegar íslenskir stjórnmálamenn settust á valdastóla hætti þeim til þess að gleyma velferðarkerfinu og að pólitísk hugmyndafræði sem menn aðhyllast hefði ekkert forspárgildi um það hvort þeir gerðu svo eða ekki. Ég sagði líka að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði holað að innan velferðarkerfið. Þetta fór fyrir brjóstið á Jóhönnu sem skiljanlegt er og ýmsum þeim sem nær henni standa, til dæmis Árna Páli Árnasyni fyrverandi formanni Samfylkingarinnar sem tjáði sig um þetta á fésbók. Þar segir hann að ég sé ofan í holu og það sé eins gott fyrir mig að hætta að grafa. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni þegar ég las þetta að hann hafi verið hræddur um að ég ætlaði að nota holuna til þess að jarðsetja hann. Það er hins vegar engin ástæða fyrir hann að óttast það því hann er fyrir löngu búinn að sjá sjálfur um eigin pólitíska jarðsetningu. Það endurspeglast líka í orðum hans sú skoðun að ég haldi því fram að ríkisstjórn Jóhönnu hafi verið velferðarkerfinu verri en aðrar ríkisstjórnir sem er ekki rétt. Mér finnast allar ríkisstjórnir síðustu ára hafa verið jafningjar hvað það snertir. Ég vænti þess hins vegar að fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins myndi halda uppi meiri vörnum fyrir velferðarkerfið en raun ber vitni. Ég bjóst við því að Jóhanna myndi fylgja fordæmi Gvendar jaka þegar hann batt sig við krana niður við höfn í verkfalli til þess að koma í veg fyrir að olíufélögin gætu svindlað eldsneytinu í land. Samkvæmt því hefði hún átt að binda sig við krana velferðarkerfisins og sjá til þess að hann yrði ekki hreyfður um eina gráðu til lokunar. En því fór víðsfjarri. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins voru til dæmis skornar niður um 30% á hennar vakt, en á sama tíma voru þrír bankar endurreistir fyrir fé sem Árni Páll segir að hafi tilheyrt erlendum kröfuhöfum, en ég lít svo á að hafi komið úr vösum landsmanna. Til hvers þurftum við þrjá svona banka sem verðleggja þjónustu sína við landsmenn þannig að þeir skila hver um sig tugmilljarða gróða á ári hverju, af hverju ekki einn eða tvo? Árni Páll virðist hafa gleymt Sögu og VBS og öðrum álíka fyrirbrigðum þegar hann þrætir fyrir það að ríkið hafi tekið þátt í að bjarga (um tíma) fjármálastofnunum víðsvegar um land. Það hljómar heldur ekki vel þegar leiðtogi úr vinstri hlið stjórnmálanna heldur því fram að það hafi verið skynsamlegra að nota milljarðana til þess að ljúka við Hörpu og með því verja fjárfestingu sem var þegar búið að setja í hana í stað þess að veita þeim í velferðarkerfið. Samfélagið bjóst við því að félagshyggjuflokkarnir myndu verja velferðarkerfið af meira krafti en raun varð á og það er óskynsamlegt af fulltrúum þeirra að halda einhverju öðru fram vegna þess að þetta er svo auðsætt. Ég er til dæmis viss um að ef Samfylkingin viðurkenndi að henni hafi orðið á mistök með því að velja ekki að verja velferðarkerfið betur væri hún ekki sá dvergflokkur sem raun ber vitni, vegna þess að vitum það öll að þetta val var ekki bara Samfylkingar og Vinstri grænna. Við berum öll, sem samfélag, ábyrgð á þessu vali. Verkefni okkar fyrir kosningarnar sem eru framundan er að sjá til þess að það sé til staðar skilgreining á því sem við komum aldrei til með að fórna þótt við lendum í öðrum fjármálakrísum. Ef Jóhanna hefði haft slíka skilgreiningu milli handanna á sínum tíma er ég viss um að ég hefði enga ástæðu til þess að vera svekkja hana með skrifum mínum í dag.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Kári Stefánsson
Af páli og reku og lítilli holu

Kári Stefánsson svarar Árna Páli Árnasyni, viðskiptaráðherra vinstri stjórnarinnar um skort á áherslu á heilbrigðismál.

Mest lesið

1
Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Eitt orð má aldrei nota á bráðamóttöku Landspítalans og það er orðið rólegt. Nánast um leið og Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir hefur orð á að það sé óvenju rólegt á næturvakt eina helgina dynja áföllin á. Hann hefur rétt komið manni til lífs þegar neyðarbjallan hringir á ný. Síðan endurtekur sama sagan sig.

2
Sif Sigmarsdóttir
Til varnar siðlausum eiturpennum
Flest þeirra sem byrjuðu í blaðamennskunni á sama tíma og Sif Sigmarsdóttir eru löngu útskrifuð yfir í störf talsmanna og upplýsingafulltrúa og flytja nú sannleik þess sem borgar best.

3
Heiða Björg: „Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun“
Nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir segist hafa verið hlynnt samningi ríkissáttasemjara. Hún hafði þó bara eitt atkvæði. Ný meirihluti var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis.

4
Ný stjórn útgáfunnar
Hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu kusu nýja stjórn útgáfunnar á fundi sínum í vikunni.

5
Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð
Ný borgarstjórn verður kynnt í dag. Í dagskrá borgarstjórnarfundar má finna tillögur þar sem íbúaráð verða leyst upp og málefni fatlaðs fólks verður sameinað mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði og úr verður nýtt mannréttindaráð.

6
Erla Hlynsdóttir
Þrælastétt Íslands
Aðfluttar konur bera uppi ræstingar á Íslandi, láglaunastörf sem lítil virðing er borin fyrir. Með aukinni útvistun starfa við ræstingar eykst enn jaðarsetning þeirra. Nú er svo komið að lækka á þessi lágu laun, fyrir að sinna störfunum sem Íslendingar vilja ekki.
Mest lesið í vikunni

1
Með hærri laun en mamma sem er kennari
Hrannar Ása Magnúsar læknanemi varð orðlaus þegar hann komst að því að hann var með hærri laun í sumarvinnunni sinni en mamma hans sem er kennari í fullu starfi.

2
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir fyrir sinn snúð
Bankastjórar íslensku viðskiptabankanna fjögurra fengu samtals 260 milljónir króna í launagreiðslur, hlunnindi og sérstakar árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankarnir þeirra skiluðu myndarlegum hagnaði.

3
Harmleikurinn í Neskaupstað: Sagan öll
Samfélagið í Neskaupsstað reyndi að gera veikum manni sem þar bjó lífið bærilegra með því að gefa honum mat, föt og fá fyrir hann nauðsynlega aðstoð. Hann var nauðungarvistaður í allt að tólf vikur en útskrifaður fyrir þann tíma. Sem endaði með skelfingu.

4
Danskir húsgagnaframleiðendur í bobba
Danskir húsgagnaframleiðendur hafa ekki margt til að gleðjast yfir þessa dagana. Salan hefur dregist saman um tugi prósenta og betri tíð ekki í augsýn. Ungir kaupendur vilja ódýr húsgögn og notað er vinsælt.

5
Stefán Ingvar Vigfússon
Sannleikur
Stefán Ingvar Vigfússon fer yfir atburðarásina i stjórnmálunum í upphafi árs og spyr: „En getum við ekki bara talað um bókun 35?“

6
Sif Sigmarsdóttir
Til minningar um ódæðisverk
Á tímum uppgangs öfgahægrisins megum við ekki við því að afmá ummerki um ein mestu ódæðisverk mannkyns. Fyrst við gátum tekið upp Valentínusardaginn hljótum við að geta sett alþjóðlegan minningardag um helförina í dagatalið eins og aðrir.
Mest lesið í mánuðinum

1
Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
Ásgeir H. Ingólfsson fékk nýverið dauðadóm, eins og hann orðar það. Krabbameinið sem hann greindist með er ekki tækt til meðferðar. Ljóðskáldið og blaðamaðurinn býður því til Lífskviðu; mannfagnaðar og listviðburðar á Götu sólarinnar við Kjarnaskóg. Ásgeir frábiður sér orðið æðruleysi í þessu samhengi, því auðvitað sé hann „alveg hundfúll.“

2
Þrettán rauðvínsflöskur
Í febrúar árið 2022 ákváðu tollverðir á Kastrup-flugvelli að skoða nánar tvær ferðatöskur með þrettán flöskum. Eigendur þeirra voru að koma til landsins með flugi og sögðu flöskurnar innihalda rauðvín. Annað kom á daginn þegar tapparnir voru skrúfaðir af.

3
Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum
Gaseldavél með ofni fyrir rúma hálfa milljón og innréttingar fyrir 45,5 milljónir voru meðal kostnaðarliða í 120 milljóna króna framkvæmdum á heimili forseta Íslands á Bessastöðum nýverið. Kostnaðurinn fór 40 prósent fram úr áætlunum.

4
Jón Trausti Reynisson
Heimurinn er undir álögum narsissista
Allt er falt og ekkert hefur virði í sjálfu sér þegar narsissískur trumpismi hefur útþenslu.

5
Ólöf Tara látin eftir áralanga baráttu gegn ofbeldi: „Svo óbærilegt“
Baráttukonan Ólöf Tara lést í fyrrinótt. Henni hefur í kvöld verið þökkuð barátta hennar gegn kynbundnu ofbeldi undir merkjum samtakanna Öfga.

6
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Í minningu hennar - og þeirra sem létust af völdum ofbeldis
Hversu margar konur eru ásættanlegur fórnarkostnaður, hversu mörg líf í viðbót, þarf til að kynbundið ofbeldi sé tekið alvarlega?
Athugasemdir