Fyrir nokkrum dögum birtist eftir mig grein í Fréttablaðinu þar sem ég staðhæfði að þegar íslenskir stjórnmálamenn settust á valdastóla hætti þeim til þess að gleyma velferðarkerfinu og að pólitísk hugmyndafræði sem menn aðhyllast hefði ekkert forspárgildi um það hvort þeir gerðu svo eða ekki. Ég sagði líka að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði holað að innan velferðarkerfið. Þetta fór fyrir brjóstið á Jóhönnu sem skiljanlegt er og ýmsum þeim sem nær henni standa, til dæmis Árna Páli Árnasyni fyrverandi formanni Samfylkingarinnar sem tjáði sig um þetta á fésbók. Þar segir hann að ég sé ofan í holu og það sé eins gott fyrir mig að hætta að grafa. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni þegar ég las þetta að hann hafi verið hræddur um að ég ætlaði að nota holuna til þess að jarðsetja hann. Það er hins vegar engin ástæða fyrir hann að óttast það því hann er fyrir löngu búinn að sjá sjálfur um eigin pólitíska jarðsetningu. Það endurspeglast líka í orðum hans sú skoðun að ég haldi því fram að ríkisstjórn Jóhönnu hafi verið velferðarkerfinu verri en aðrar ríkisstjórnir sem er ekki rétt. Mér finnast allar ríkisstjórnir síðustu ára hafa verið jafningjar hvað það snertir. Ég vænti þess hins vegar að fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins myndi halda uppi meiri vörnum fyrir velferðarkerfið en raun ber vitni. Ég bjóst við því að Jóhanna myndi fylgja fordæmi Gvendar jaka þegar hann batt sig við krana niður við höfn í verkfalli til þess að koma í veg fyrir að olíufélögin gætu svindlað eldsneytinu í land. Samkvæmt því hefði hún átt að binda sig við krana velferðarkerfisins og sjá til þess að hann yrði ekki hreyfður um eina gráðu til lokunar. En því fór víðsfjarri. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins voru til dæmis skornar niður um 30% á hennar vakt, en á sama tíma voru þrír bankar endurreistir fyrir fé sem Árni Páll segir að hafi tilheyrt erlendum kröfuhöfum, en ég lít svo á að hafi komið úr vösum landsmanna. Til hvers þurftum við þrjá svona banka sem verðleggja þjónustu sína við landsmenn þannig að þeir skila hver um sig tugmilljarða gróða á ári hverju, af hverju ekki einn eða tvo? Árni Páll virðist hafa gleymt Sögu og VBS og öðrum álíka fyrirbrigðum þegar hann þrætir fyrir það að ríkið hafi tekið þátt í að bjarga (um tíma) fjármálastofnunum víðsvegar um land. Það hljómar heldur ekki vel þegar leiðtogi úr vinstri hlið stjórnmálanna heldur því fram að það hafi verið skynsamlegra að nota milljarðana til þess að ljúka við Hörpu og með því verja fjárfestingu sem var þegar búið að setja í hana í stað þess að veita þeim í velferðarkerfið. Samfélagið bjóst við því að félagshyggjuflokkarnir myndu verja velferðarkerfið af meira krafti en raun varð á og það er óskynsamlegt af fulltrúum þeirra að halda einhverju öðru fram vegna þess að þetta er svo auðsætt. Ég er til dæmis viss um að ef Samfylkingin viðurkenndi að henni hafi orðið á mistök með því að velja ekki að verja velferðarkerfið betur væri hún ekki sá dvergflokkur sem raun ber vitni, vegna þess að vitum það öll að þetta val var ekki bara Samfylkingar og Vinstri grænna. Við berum öll, sem samfélag, ábyrgð á þessu vali. Verkefni okkar fyrir kosningarnar sem eru framundan er að sjá til þess að það sé til staðar skilgreining á því sem við komum aldrei til með að fórna þótt við lendum í öðrum fjármálakrísum. Ef Jóhanna hefði haft slíka skilgreiningu milli handanna á sínum tíma er ég viss um að ég hefði enga ástæðu til þess að vera svekkja hana með skrifum mínum í dag.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Kári Stefánsson
Af páli og reku og lítilli holu

Kári Stefánsson svarar Árna Páli Árnasyni, viðskiptaráðherra vinstri stjórnarinnar um skort á áherslu á heilbrigðismál.

Mest lesið

1
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.

2
Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um nær fjórðung
Árvakur, móðurfélag Morgunblaðsins, tapaði 277 milljónum króna í fyrra. Félagið er að mestu í eigu helstu útgerðarmanna Íslands. Systurfélagið sem rekur einu dagblaðaprentsmiðju landsins skilaði líka tapi.

3
Evrópa var aldrei í röð og reglu
Prófessor í mannfræði segir orðræðu um hælisleitendur ekki í samræmi við staðreyndir en dregið hefur úr umsóknum í ár. Hún segir múslima hafa verið hluta af evrópsku samfélagi í hundruð ára. Ekki sé þó gagnlegt að kalla alla sem áhyggjur hafa af málaflokknum rasista.

4
Valur Gunnarsson
Opinberar aftökur á torginu
Margt hefur breyst frá því höfundur bjó í Sádi-Arabíu á unglingsárunum. Eftir að krónprinsinn Mohammed bin Salman tók við völdum voru margvíslegar umbætur gerðar, en utanríkismálin hafa reynst erfið viðureignar. Og nú hafa Ísraelar tekið lokið af púðurtunnu Mið-Austurlanda með stríðsrekstri sínum.

5
Babb í bátinn: Hagnaður fluttur frá veiðum í vinnslu
Síðustu ár hefur 49 milljarða króna hagnaður flust frá fiskveiðum, sem bera veiðigjald, yfir til fiskvinnslunnar.

6
Vildu að ríkisstjórnin legði fram frumvarp minnihlutans í sínu nafni
Kristrún Frostadóttir segir minnihlutann hafa afhent ríkisstjórninni lokað umslag með nýju frumvarpi um veiðigjöld og krafðist þess að hún legði það fram í eigin nafni og samþykkti, ef samningar ættu að nást.
Mest lesið í vikunni

1
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

2
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

3
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.

4
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Að leita sér hjálpar
Leikarinn Elliot Page birti mynd af sér og kærustunni sinni á regnbogagötunni á Skólavörðustíg og kommentakerfið fylltist af niðrandi athugasemdum. Ákall til leikarans um að leita sér hjálpar er áhugavert, því það er einmitt það sem trans fólk gerir.

5
Sif Sigmarsdóttir
Börn vafin í bómull
Bókaáhuginn blómstraði þar sem börnin börðust til síðasta manns í „bókabardaganum“.

6
Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um nær fjórðung
Árvakur, móðurfélag Morgunblaðsins, tapaði 277 milljónum króna í fyrra. Félagið er að mestu í eigu helstu útgerðarmanna Íslands. Systurfélagið sem rekur einu dagblaðaprentsmiðju landsins skilaði líka tapi.
Mest lesið í mánuðinum

1
Indriði Þorláksson
Kvótaskerðing, þjóðartekjur, veiðigjöld og hafið
Ekkert tilefni er því til endurmats á þeirri tillögu sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um hækkun á veiðigjaldi. Enn vantar mikið á til að hlutur almennings í tekjum af eigin auðlind sé kominn í eðlilegt horf.

2
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

3
Ósammála um hvernig bregðast eigi við mótmælum gegn innflytjendum
Álitsgjafa á vinstri væng stjórnmálanna greinir á um hvort nálgast eigi meinta rasista með skilningi, háði, ofbeldi eða þögninni. „Ég hef nú svo sem reynt eitt og annað en veit ekkert hvort það virkar,“ segir háskólakennari um samtöl sín við fólk andvígt innflytjendum.

4
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

5
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
Sigfús Aðalsteinsson, stofnandi hópsins Ísland - þvert á flokka, sem stendur fyrir útifundum um hælisleitendur, játaði á sig fjárdrátt frá leikskólanum Klettaborg þegar hann var forstöðumaður þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu alvarleg til að innflytjendur sem gerðust sekir um þau ætti að senda úr landi.

6
Brutu gegn siðareglum í máli Ásthildar Lóu
RÚV og Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn Ásthildi Lóu Þórsdóttur ráðherra í umfjöllun um son hennar og samskipti við barnsföður. Siðanefnd Blaðamannafélagsins vísaði hins vegar frá öllum kröfum ráðherra nema einni.
Athugasemdir