Fyrir nokkrum dögum birtist eftir mig grein í Fréttablaðinu þar sem ég staðhæfði að þegar íslenskir stjórnmálamenn settust á valdastóla hætti þeim til þess að gleyma velferðarkerfinu og að pólitísk hugmyndafræði sem menn aðhyllast hefði ekkert forspárgildi um það hvort þeir gerðu svo eða ekki. Ég sagði líka að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði holað að innan velferðarkerfið. Þetta fór fyrir brjóstið á Jóhönnu sem skiljanlegt er og ýmsum þeim sem nær henni standa, til dæmis Árna Páli Árnasyni fyrverandi formanni Samfylkingarinnar sem tjáði sig um þetta á fésbók. Þar segir hann að ég sé ofan í holu og það sé eins gott fyrir mig að hætta að grafa. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni þegar ég las þetta að hann hafi verið hræddur um að ég ætlaði að nota holuna til þess að jarðsetja hann. Það er hins vegar engin ástæða fyrir hann að óttast það því hann er fyrir löngu búinn að sjá sjálfur um eigin pólitíska jarðsetningu. Það endurspeglast líka í orðum hans sú skoðun að ég haldi því fram að ríkisstjórn Jóhönnu hafi verið velferðarkerfinu verri en aðrar ríkisstjórnir sem er ekki rétt. Mér finnast allar ríkisstjórnir síðustu ára hafa verið jafningjar hvað það snertir. Ég vænti þess hins vegar að fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins myndi halda uppi meiri vörnum fyrir velferðarkerfið en raun ber vitni. Ég bjóst við því að Jóhanna myndi fylgja fordæmi Gvendar jaka þegar hann batt sig við krana niður við höfn í verkfalli til þess að koma í veg fyrir að olíufélögin gætu svindlað eldsneytinu í land. Samkvæmt því hefði hún átt að binda sig við krana velferðarkerfisins og sjá til þess að hann yrði ekki hreyfður um eina gráðu til lokunar. En því fór víðsfjarri. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins voru til dæmis skornar niður um 30% á hennar vakt, en á sama tíma voru þrír bankar endurreistir fyrir fé sem Árni Páll segir að hafi tilheyrt erlendum kröfuhöfum, en ég lít svo á að hafi komið úr vösum landsmanna. Til hvers þurftum við þrjá svona banka sem verðleggja þjónustu sína við landsmenn þannig að þeir skila hver um sig tugmilljarða gróða á ári hverju, af hverju ekki einn eða tvo? Árni Páll virðist hafa gleymt Sögu og VBS og öðrum álíka fyrirbrigðum þegar hann þrætir fyrir það að ríkið hafi tekið þátt í að bjarga (um tíma) fjármálastofnunum víðsvegar um land. Það hljómar heldur ekki vel þegar leiðtogi úr vinstri hlið stjórnmálanna heldur því fram að það hafi verið skynsamlegra að nota milljarðana til þess að ljúka við Hörpu og með því verja fjárfestingu sem var þegar búið að setja í hana í stað þess að veita þeim í velferðarkerfið. Samfélagið bjóst við því að félagshyggjuflokkarnir myndu verja velferðarkerfið af meira krafti en raun varð á og það er óskynsamlegt af fulltrúum þeirra að halda einhverju öðru fram vegna þess að þetta er svo auðsætt. Ég er til dæmis viss um að ef Samfylkingin viðurkenndi að henni hafi orðið á mistök með því að velja ekki að verja velferðarkerfið betur væri hún ekki sá dvergflokkur sem raun ber vitni, vegna þess að vitum það öll að þetta val var ekki bara Samfylkingar og Vinstri grænna. Við berum öll, sem samfélag, ábyrgð á þessu vali. Verkefni okkar fyrir kosningarnar sem eru framundan er að sjá til þess að það sé til staðar skilgreining á því sem við komum aldrei til með að fórna þótt við lendum í öðrum fjármálakrísum. Ef Jóhanna hefði haft slíka skilgreiningu milli handanna á sínum tíma er ég viss um að ég hefði enga ástæðu til þess að vera svekkja hana með skrifum mínum í dag.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Kári Stefánsson
Af páli og reku og lítilli holu
Kári Stefánsson svarar Árna Páli Árnasyni, viðskiptaráðherra vinstri stjórnarinnar um skort á áherslu á heilbrigðismál.
Mest lesið

1
Uppgjör að handan: „Mér fannst ég vera ærulaus, non grata, slaufað“
Æviminningar Karls Sigurbjörnssonar voru gefnar út á vikunum og má þar finna einstakt uppgjör við róstursama tíma þjóðkirkjunnar. Hér verður fjallað um kynferðisofbeldið sem upp kom og Karl tekst á við í minningum sínum.

2
Uppgjör að handan: „Ég fann að Davíð hafði horn í síðu minni“
Karl Sigurbjörnsson biskup, lýsir andúð og kulda frá fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Sérstaklega í tengslum við gagnrýni kirkjunnar á kjör fátækra, en ekki síst vegna eldfimrar smásögu sem varð að fréttamáli.

3
Jón Trausti Reynisson
Komandi hrun siðmenningar
Snorri Másson sagði „hrun vestrænnar siðmenningar vofa yfir“. Margt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér.

4
Hver er Sergio og hvað er hann að selja?
„Lesgoo lesgoo“ kallar Sergio Herrero Medina, ungur íslenskur karlmaður, á áheyrendur sína. Hann segist geta kennt hverjum sem er að græða hundruð þúsunda króna á mánuði með gervigreind. Sala og markaðssetning hans á námskeiðum bera flest merki vel þekktra samfélagsmiðlasvika, sem breiðast út um heiminn eins og eldur í sinu.

5
Trump boðar afskipti af innanríkismálum Evrópuríkja
Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna staðfestir gjörbreytta heimsmynd. Bandaríkin lýsa „siðmenningarlegri eyðingu“ Evrópu og ætla að „ýta undir andstöðu innan Evrópuþjóða við núverandi stefnu álfunnar“.

6
Oft ódýrara að keyra en að taka Flugrútuna
Við samanburð á bílastæðagjöldum við Keflavíkurflugvöll og miðaverði í Flugrútuna kemur í ljós að í mörgum tilfellum er ódýrara að keyra sjálfur í flug. Þetta á einkum við ef nokkrir ferðast saman.
Mest lesið í vikunni

1
Þingmaður Sjálfstæðisflokks hnakkreifst við hóp kennara
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri, hvatti kennara til að hrista af sér hlekkina og hafna „elítunni“ í spjallhópi á Facebook. „Ertu móðguð, gæti ekki verið meira sama,“ svaraði hann þegar kennari sagði hann tala niður til kennarastéttarinnar.

2
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
Kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands sagði sig úr skólaráði Borgarholtsskóla þegar Ársæll Guðmundsson var skipaður skólameistari. Sagði hann engan í ráðinu hafa talið hann hæfastan umsækjenda og fullyrti að ráðningin væri pólitísk. Ársæll segist rekja það beint til Ingu Sæland að hafa ekki fengið áframhaldandi ráðningu.

3
Uppgjör að handan: „Mér fannst ég vera ærulaus, non grata, slaufað“
Æviminningar Karls Sigurbjörnssonar voru gefnar út á vikunum og má þar finna einstakt uppgjör við róstursama tíma þjóðkirkjunnar. Hér verður fjallað um kynferðisofbeldið sem upp kom og Karl tekst á við í minningum sínum.

4
Uppgjör að handan: „Ég fann að Davíð hafði horn í síðu minni“
Karl Sigurbjörnsson biskup, lýsir andúð og kulda frá fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Sérstaklega í tengslum við gagnrýni kirkjunnar á kjör fátækra, en ekki síst vegna eldfimrar smásögu sem varð að fréttamáli.

5
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
Í mörgum tilfellum er ódýrara fyrir landsmenn að keyra á bílum sínum upp á flugvöll og leggja frekar en að taka Flugrútuna. Nýleg rannsókn sýndi að aðeins hálft til eitt prósent þjóðarinnar nýti sér Strætó til að fara upp á flugvöll. Borgarfræðingnum Birni Teitssyni þykja samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli vera þjóðarskömm en leiðsögumaður líkti nýlegu ferðalagi sínu með Flugrútunni við gripaflutninga.

6
Jón Trausti Reynisson
Komandi hrun siðmenningar
Snorri Másson sagði „hrun vestrænnar siðmenningar vofa yfir“. Margt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér.
Mest lesið í mánuðinum

1
Krafðist grafarþagnar á heimilinu
Réttarhöldum yfir Margréti Löf er lokið, en þar kom meðal annars fram að fjölskyldan tjáði sig að miklu leyti með bréfaskriftum út af meintri hljóðóbeit Margrétar, sem beindist að foreldrum hennar.

2
Þorleifur Kamban látinn: „Einstaklega fjölhæfur og skapandi“
Þorleifur Kamban lést langt fyrir aldur fram en afrekaði margt. Hann var listamaður og grafískur hönnuður auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir heimildarþáttaröð um barnsfæðingar.

3
Sif Sigmarsdóttir
Það sem enginn segir á dánarbeði
Ef dagurinn í dag væri síðasti dagur ævi þinnar, hver væri mesta eftirsjáin?

4
Þingmaður Sjálfstæðisflokks hnakkreifst við hóp kennara
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri, hvatti kennara til að hrista af sér hlekkina og hafna „elítunni“ í spjallhópi á Facebook. „Ertu móðguð, gæti ekki verið meira sama,“ svaraði hann þegar kennari sagði hann tala niður til kennarastéttarinnar.

5
Sex leiðir til að þvætta peninga
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur birt lista yfir leiðir sem farnar eru við peningaþvætti á Íslandi. Lögreglan telur nýlegan dóm staðfesta að peningaþvættisþjónusta sé seld af sérfræðingum hér á landi.

6
Tómas Þór Þórðarson
Baráttan við sjálfið
Tómas Þór Þórðarson sigraði óttann við almenningsálitið.





























Athugasemdir