Þáði gjöf frá Hreyfingu og kom fram í umfjöllun þar sem þjónusta fyrirtækisins var kynnt
FréttirACD-ríkisstjórnin

Þáði gjöf frá Hreyf­ingu og kom fram í um­fjöll­un þar sem þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins var kynnt

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, þigg­ur að­stoð, leið­bein­ing­ar og lík­ams­mæl­ing­ar í boði Hreyf­ing­ar. Um leið kom hann fram í um­fjöll­un á Smartlandi þar sem kost­ir þjón­ust­unn­ar eru kynnt­ir. Eig­in­kona ut­an­rík­is­ráð­herra er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.
Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.
Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf
Fréttir

Kærði vin sinn fyr­ir nauðg­un en mál­ið var fellt nið­ur: Þetta er ekki kyn­líf

Hólm­fríð­ur Anna þurfti að leita sér að­stoð­ar vegna áfall­a­streiturösk­un­ar eft­ir at­vik­ið, en hún vill koma þeim skila­boð­um á fram­færi að ef þú þarft að suða um kyn­líf, draga við­kom­andi oft­ar en einu sinni úr bux­un­um og hugga hann á með­an at­hæf­inu stend­ur, séu all­ar lík­ur á að hann vilji ekki stunda kyn­líf með þér. Þá sé það nauðg­un.
Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna
Fréttir

Vill áfengi í búð­ir og ef­ast um gildi vís­inda­rann­sókna

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrsti flutn­ings­mað­ur áfeng­is­frum­varps­ins á Al­þingi, dreg­ur í efa gildi rann­sókna og álits heil­brigð­is­stofn­ana um að auk­ið að­gengi að áfengi muni mjög lík­lega auka neyslu áfeng­is. Hann sló á létta strengi og sagði: „Mann­kyn­ið er að með­al­tali með eitt eista“. Land­læknisembætt­ið ít­rek­ar við­var­an­ir sín­ar um sam­fé­lags­leg­an skaða af frum­varp­inu.
Þingmaður Pírata sakar Bjarna um misbeitingu valds og vill að hann segi af sér
FréttirACD-ríkisstjórnin

Þing­mað­ur Pírata sak­ar Bjarna um mis­beit­ingu valds og vill að hann segi af sér

„Er það ekki mis­beit­ing valds þeg­ar ráð­herra sem sund­aði við­skipti í gegn­um skatta­skjól ákveð­ur að fela skýrslu um við­skipti Ís­lend­inga í gegn­um skatta­skjól rétt fyr­ir kosn­ing­ar sem var flýtt vegna skatta­skjólsvið­skipta?“ spurði Björn Leví Gunn­ars­son í sér­stakri um­ræðu á Al­þingi í dag.
Stefán Karl á batavegi og þakkar samborgurum sínum: „Ekkert illt að sjá“
Reynsla

Stefán Karl á bata­vegi og þakk­ar sam­borg­ur­um sín­um: „Ekk­ert illt að sjá“

Stefán Karl Stef­áns­son, sem und­ir­geng­ist hef­ur krabba­meins­með­ferð, seg­ir mein­ið far­ið og „ekk­ert illt að sjá“. Hann und­ir­býr sig fyr­ir fyr­ir­byggj­andi geislameð­ferð og þakk­ar sam­borg­ur­um sín­um. „Takk fyr­ir all­ar kveðj­urn­ar og stuðn­ing­inn eins og alltaf, handa­bönd­in úti í búð, klapp­inu á bak­ið og fal­legu bros­un­um sem mað­ur fær hvar sem mað­ur kem­ur.“

Mest lesið undanfarið ár