Persónukjör þvert á flokka
Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar
Lagt er til að kosningalögum verði breytt og kjósendur öðlist aukna valmöguleika í kjörklefanum. Ef frumvarpið yrði að lögum fengi kjósandi að velja milli þess að 1) að kjósa flokk og merkja við listabókstaf hans, 2) að merkja við einn frambjóðanda, þannig að atkvæðið nýtist þeim lista sem frambjóðandinn er á, og 3) að kjósa þvert á flokka og skipta atkvæði sínu á jafn marga frambjóðendur og nemur þingmannafjölda í viðkomandi kjördæmi. Útfærslan er samhljóða frumvarpi sem Vilmundur Gylfason flutti á Alþingi í febrúar 1983 en Valgerður Bjarnadóttir, ekkja Vilmundar og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, lagði margsinnis fram sams konar frumvarp.
Endurreisn Þjóðhagsstofnunar
Þingmenn Samfylkingarinnar
Lagt er til að Þjóðhagsstofnun verði aftur sett á stofn árið 2018 og gegni því hlutverki að fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum og veita ríkisstjórn og þingi ráðgjöf um efnahagsmál. Slík stofnun var …
Athugasemdir