Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag“

Haf­þór Sæv­ars­son seg­ir að bar­átta föð­ur síns hafi loks­ins bor­ið ávöxt: „Fað­ir okk­ar barð­ist alla ævi fyr­ir sann­leik­an­um í þess­um mál­um og að sak­leysi hans yrði við­ur­kennt.“

„Vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag“

„Við vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag en svo er því miður ekki,“ skrifar Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Marínós Ciesielski, vegna niðurstöðu endurupptökunefndar sem kynnt var í dag.

Nefndin hefur fallist á endurupptöku á dómi Hæstaréttar yfir þeim Kristjáni Viðari Júlíussyni, Sævari Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni sem voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana árið 1974. Þá er fallist á endurupptöku dómsins yfir Sævari, Kristjáni og Guðjóni Skarphéðinsyni vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar og endurupptöku á dóminum yfir Alberti Klahn Skaftasyni, sem var sakfelldur fyrir hlutdeild í málinu.

Sævar Ciesielski barðist alla ævi fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju. Eftir að hann lést árið 2011 hafa börnin hans haldið baráttunni áfram, meðal annars Hafþór Sævarsson sem birtir mynd af föður sínum á Facebook í dag og skrifar:

Pabbi, loksins er komið að því! <3

Við systkinin getum loksins fagnað því að mannorð þitt verður hreinsað.

Faðir okkar barðist alla ævi fyrir sannleikanum í þessum málum og að sakleysi hans yrði viðurkennt. Mannshvörf tveggja manna voru misnotuð af rannsóknaraðilum.

Við vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag en svo er því miður ekki.

Allt frá því að við munum eftir okkur hafa þessi mál litað tilveru okkar. Það er ekki hægt að útskýra með orðum þá upplifun að hafa fæðst inn í þetta ranglæti.

Endurupptökunefnd fellst á að Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem aldrei voru dómtæk mál, verða tekin upp að nýju. Þá fellst nefndin ekki á að taka upp rangar sakargiftir á þessum tímapunkti; þær falla um sig sjálfar með sýknudómi.

Kærar þakkir, þið öll sem hafið stutt okkur allan þennan tíma.

Til hamingju pabbi, barátta þín og seigla hefur loksins skilað sér í endurupptöku. 

Réttlætið sigrar að lokum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.
Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Henry Kissin­ger um Sæv­ar Ciesi­elski: „Hvað er svona póli­tískt við­kvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár