Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mál Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars má loksins taka upp að nýju

Sæv­ar Ciesi­elski og Tryggvi Rún­ar Leifs­son voru í gæslu­varð­haldi í yf­ir 1500 daga, þar af ein­angr­un í yf­ir 600 daga. End­urupp­töku­nefnd hef­ur nú heim­il­að að mál þeirra verði tek­in til dóms að nýju.

Mál Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars má loksins taka upp að nýju
Sævar Ciesielski Nú má taka upp mál hans að nýju. Mynd:

Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur ákveðið að heimila að mál Sævars Ciesielskis og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin upp á ný og dæmt aftur í máli þeirra.

Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og þurfti að dúsa í einangrun í fangelsi í 615 daga. Hann lést árið 2011 án þess að telja sig hafa náð fram réttlæti í máli sínu. Hann var yfirheyrður í samtals 340 klukkustundir og játaði að lokum sekt vegna dauða Geirfinns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar, sem hurfu annars vegar 19. nóvember 1974 og hins vegar 25. janúar 1974. Sævar hefur sagt frá því að hann hafi verið beittur harðræði. 

Tryggvi Rúnar sat í varðhaldi í 1.532 daga og þar af einangrun í 655 daga, eða tæp tvö ár.

Tryggvi Rúnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi og Sævar sautján ára fangelsi. 

Gísli H. Guðjónsson réttarsálfræðingur hefur metið játningar í Geirfinnsmálinu sem falskar, að þar hafi sakborningar játað á sig atburðarrás sem þeir hafa ekki sjálfstætt minni um, heldur hafi þeim verið innrættar sögur í yfirheyrslum.

Sævari var synjað um endurupptöku árið 1996.

Tryggvi lést árið 2009. Úrskurðir endurupptökunefndar verða birtir í dag.

Frétt um GeirfinnsmáliðSakborningar í málinu hafa beðið lengi eftir tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt.

Fangaverðir kölluðu Sævar illum nöfnum

Heimildir sýna fram á afar neikvætt viðhorf fangavarða gagnvart Sævari Ciesielski. Hann var meðal annars kallaður „helvítið“, „dýrið“ og „skoffínið“ af fangavörðum í dagbók Síðumúlafangelsisins, þar sem hann var fangelsaður. Þá skrifaði fangavörður í dagbókarfærslu sumarið 1976 um að hann teldi umkvartandir Sævars um hjartveiki vera ómarktækar: „Er það mitt mat, og jafnvel annarra, að ekkert hjarta sé í Sævari Marinó Ciesielski.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.
Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Henry Kissin­ger um Sæv­ar Ciesi­elski: „Hvað er svona póli­tískt við­kvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár