Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðeins þau sem hafa milljón á mánuði í laun telja almennt Ísland vera á réttri leið

Meiri­hluti þeirra sem eru með millj­ón krón­ur eða meira í mán­að­ar­laun telja að Ís­land sé á réttri leið. Meiri­hluti lands­manna tel­ur að „hlut­irn­ir séu á rangri braut“ á Ís­landi. 68 pró­sent fólks með með­al­laun trú­ir því að Ís­land sé á rangri leið.

Aðeins þau sem hafa milljón á mánuði í laun telja almennt Ísland vera á réttri leið
Reykjavík Íbúar höfuðboprgarsvæðisins eru líklegri til að telja Ísland á réttri leið en þeir sem búa á landsbyggðinni, eða 49 prósent á móti 39 prósent landsbyggðarfólks. Mynd: Shutterstock

Ísland er á rangri braut vegna spillingar í fjármálum og stjórnmálum, félagslegs ójöfnuðar og hnignunar velferðarkerfisins, siðferðisins og menntunar, samkvæmt áliti meirihluta þjóðarinnar.

Niðurstöður nýbirtrar könnunar MMR eru að 54,3 prósent landsmanna álíta að almennt séð, séu hlutirnir „á rangri braut“ á Íslandi. 45,7 prósent telja að „hlutirnir séu að þróast í rétta átt á Íslandi“.

Þeir tekjuhæstu jákvæðir á þróunina

Afgerandi munur er á afstöðu fólks eftir því hversu miklar tekjur það hefur. Þannig eru Íslendingar með meira en milljón krónur í mánaðarlaun langsamlega jákvæðastir á þróun mála. 56 prósent þeirra telja Ísland á réttri leið. Á móti eru 68 prósent þeirra sem hafa 400 til 600 þúsund í mánaðarlaun, eða með meðallaun, á þeirri skoðun að Ísland sé á rangri braut. 

Mest afgerandi er munurinn eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig telja 80 prósent stuðningsfólks Viðreisnar Ísland vera á réttri leið og 82 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks, en 79 prósent Pírata telja Ísland á rangri braut. Slagorð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var „Á réttri leið“. Slagorð Pírata var hins vegar „Endurræsum Ísland“.

Stuðningur eftir ýmsum breytumHáar tekjur og stuðningur við Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn eru með mesta fylgni við trú á að Ísland sé á réttri leið.

Áhyggjur af spillingu lita sýn á samfélagið allt

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvaða atriðum þeir hefðu mestar áhyggjur af á Íslandi eða í íslensku samfélagi. Þeir gátu valið þrjú atriði. Meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af spillingu í fjármálum og/eða viðskiptum töldu 68 prósent Ísland vera á rangri braut. Af þeim sem nefndu fátækt og/eða ójöfnuð töldu 66 prósent Ísland á rangri leið, 65 prósent viðhald velferðarkerfisins og 63 prósent menntun.

Þau sem hafa áhyggjur af glæpum og ofbeldi telja hins vegar Ísland á réttri leið, eða í 80 prósent tilvika. Fólk sem hefur áhyggjur af ofþyngd barna taldi Ísland almennt á réttri leið í 73 prósent tilvika. 

Þannig má sjá að fólk sem hefur áhyggjur af spillingu, siðferðishnignun, velferðarkerfinu og ójöfnuði, yfirfærir áhyggjur sínar á þróun samfélagsins almennt, fremur en þeir sem hafa áhyggjur af glæpum, ofbeldi og ofþyngd barna.

Áhyggjur af spillingu og hnignun siðferðisMeirihluti Íslendinga telur spillingu, siðferði og jöfnuð vera á rangri braut á Íslandi.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár