Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðeins þau sem hafa milljón á mánuði í laun telja almennt Ísland vera á réttri leið

Meiri­hluti þeirra sem eru með millj­ón krón­ur eða meira í mán­að­ar­laun telja að Ís­land sé á réttri leið. Meiri­hluti lands­manna tel­ur að „hlut­irn­ir séu á rangri braut“ á Ís­landi. 68 pró­sent fólks með með­al­laun trú­ir því að Ís­land sé á rangri leið.

Aðeins þau sem hafa milljón á mánuði í laun telja almennt Ísland vera á réttri leið
Reykjavík Íbúar höfuðboprgarsvæðisins eru líklegri til að telja Ísland á réttri leið en þeir sem búa á landsbyggðinni, eða 49 prósent á móti 39 prósent landsbyggðarfólks. Mynd: Shutterstock

Ísland er á rangri braut vegna spillingar í fjármálum og stjórnmálum, félagslegs ójöfnuðar og hnignunar velferðarkerfisins, siðferðisins og menntunar, samkvæmt áliti meirihluta þjóðarinnar.

Niðurstöður nýbirtrar könnunar MMR eru að 54,3 prósent landsmanna álíta að almennt séð, séu hlutirnir „á rangri braut“ á Íslandi. 45,7 prósent telja að „hlutirnir séu að þróast í rétta átt á Íslandi“.

Þeir tekjuhæstu jákvæðir á þróunina

Afgerandi munur er á afstöðu fólks eftir því hversu miklar tekjur það hefur. Þannig eru Íslendingar með meira en milljón krónur í mánaðarlaun langsamlega jákvæðastir á þróun mála. 56 prósent þeirra telja Ísland á réttri leið. Á móti eru 68 prósent þeirra sem hafa 400 til 600 þúsund í mánaðarlaun, eða með meðallaun, á þeirri skoðun að Ísland sé á rangri braut. 

Mest afgerandi er munurinn eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig telja 80 prósent stuðningsfólks Viðreisnar Ísland vera á réttri leið og 82 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks, en 79 prósent Pírata telja Ísland á rangri braut. Slagorð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var „Á réttri leið“. Slagorð Pírata var hins vegar „Endurræsum Ísland“.

Stuðningur eftir ýmsum breytumHáar tekjur og stuðningur við Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn eru með mesta fylgni við trú á að Ísland sé á réttri leið.

Áhyggjur af spillingu lita sýn á samfélagið allt

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvaða atriðum þeir hefðu mestar áhyggjur af á Íslandi eða í íslensku samfélagi. Þeir gátu valið þrjú atriði. Meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af spillingu í fjármálum og/eða viðskiptum töldu 68 prósent Ísland vera á rangri braut. Af þeim sem nefndu fátækt og/eða ójöfnuð töldu 66 prósent Ísland á rangri leið, 65 prósent viðhald velferðarkerfisins og 63 prósent menntun.

Þau sem hafa áhyggjur af glæpum og ofbeldi telja hins vegar Ísland á réttri leið, eða í 80 prósent tilvika. Fólk sem hefur áhyggjur af ofþyngd barna taldi Ísland almennt á réttri leið í 73 prósent tilvika. 

Þannig má sjá að fólk sem hefur áhyggjur af spillingu, siðferðishnignun, velferðarkerfinu og ójöfnuði, yfirfærir áhyggjur sínar á þróun samfélagsins almennt, fremur en þeir sem hafa áhyggjur af glæpum, ofbeldi og ofþyngd barna.

Áhyggjur af spillingu og hnignun siðferðisMeirihluti Íslendinga telur spillingu, siðferði og jöfnuð vera á rangri braut á Íslandi.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár