Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmaður Pírata sakar Bjarna um misbeitingu valds og vill að hann segi af sér

„Er það ekki mis­beit­ing valds þeg­ar ráð­herra sem sund­aði við­skipti í gegn­um skatta­skjól ákveð­ur að fela skýrslu um við­skipti Ís­lend­inga í gegn­um skatta­skjól rétt fyr­ir kosn­ing­ar sem var flýtt vegna skatta­skjólsvið­skipta?“ spurði Björn Leví Gunn­ars­son í sér­stakri um­ræðu á Al­þingi í dag.

Þingmaður Pírata sakar Bjarna um misbeitingu valds og vill að hann segi af sér

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í sérstakri umræðu á Alþingi í dag þar sem fjallað var um þá ákvörðun ráðherra að birta ekki skýrslu um aflandseignir Íslendinga fyrr en eftir að þingkosningar fóru fram.

Sagði Björn, sem sjálfur var málshefjandi umræðunnar, að kominn væri tími til að ráðherra yrði látinn svara fyrir ákvörðun sína og að ræða þyrfti hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann spurði Bjarna spurninga um málið og gagnrýndi jafnframt þær skýringar og afsakanir sem ráðherra hefur áður gefið.

Í svörum sínum lagði forsætisráðherra áherslu á að hann hefði ekki brotið lög og að hann hefði einungis frestað birtingu skýrslunnar til að tími gæfist til þinglegrar umfjöllunar um hana. Þá endurtók Bjarni Benediktsson þá skoðun sína að hann teldi að birting og efni skýrslunnar hefðu ekki haft áhrif á úrslit þingkosninganna þann 29. október. 

Björn Leví benti á að í siðareglum ráðherra er skýrt kveðið á um að ráðherra skuli hafa frumkvæði að því að birta upplýsingar sem varða almannahag. „Ég hlakka til að heyra skoðanir þingmanna á því hverjar afleiðingarnar ættu að vera og af hverju. Ég bið þingmenn um að hafa þetta í huga, við hérna inni erum ekki almenningur. Við vinnum í almenningsþágu. Ráðherrar bera þar mesta ábyrgð og eitt af ábyrgðarhlutverkum ráðherra er að miðla upplýsingum. Ekki bara að miðla upplýsingum til þingsins heldur til almennings en 6. grein siðareglnanna fjallar einmitt um upplýsingagjöf og samskipti við almenning, ekki við þingið,“ sagði hann.

„Hvað þýðir það þegar ráðherrar geta bara sleppt því að fara eftir siðareglum sem þeir setja sjálfum sér, lögum samkvæmt? Er það traustvekjandi? Er það ábyrgt? Er það ekki misbeiting valds þegar ráðherra sem sundaði viðskipti í gegnum skattaskjól ákveður að fela skýrslu um viðskipti Íslendinga í gegnum skattaskjól rétt fyrir kosningar sem var flýtt vegna skattaskjólsviðskipta? Hagsmunaáreksturinn er augljós. Kosningasamhengið er augljóst. Sá sem valdið hafði, þrátt fyrir hagsmunatengsl og þrátt fyrir siðareglur, ákvað að fela upplýsingar sem kjósendur áttu rétt á að fá.“

Sagði Björn að með ákvörðun sinni hefði ráðherra svikið kjósendur. „Ráðherra, með misbeitingu á valdi sínu, kom í veg fyrir að kjósendur gætu, fyrir kosningar, lagt eigið mat á þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Trúnaðarbrot gerast ekki alvarlegri en þetta. Það er óásættanlegt að ráðherra geri svona, ekki bara umræddur ráðherra heldur allir ráðherrar. Ráðherrar núna, ráðherrar framtíðarinnar. Þingmenn verða að krefjast agaðri vinnubragða. Alþingis vegna. Þjóðarinnar vegna.“

Þá bað hann þingmenn um að velta fyrir sér hvað samviskan segði þeim. „Afsaka þingmenn verknaðinn af því að það hentar stöðu þeirra persónulega? Telja þingmenn sig vera ábyrgðarlausa með því að gera ekki neitt? Skilja þingmenn kannski ekki hversu alvarlegt þetta trúnaðarbrot er? Hvað gerist næst þegar einhver ráðherra stingur upplýsingum ofan í skúffu? Á ekkert að gerast? Ef afleiðingarnar verða engar núna, af hverju ættu að vera afleiðingar seinna? Ef það verða afleiðingar seinna, af hverju ekki núna? Geta háttvirtir þingmenn sagt heiðarlega að sama hver eigi í hlut, sama hvenær, þá eigi afleiðingarnar af svona svikum eigi að vera nákvæmlega engar? Auðvitað ekki. Því bið ég um þessa sérstöku umræðu þar sem forsætisráðherra getur útskýrt mistök sín, beðist afsökunar og sagt af sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár