Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf

Hólm­fríð­ur Anna þurfti að leita sér að­stoð­ar vegna áfall­a­streiturösk­un­ar eft­ir at­vik­ið, en hún vill koma þeim skila­boð­um á fram­færi að ef þú þarft að suða um kyn­líf, draga við­kom­andi oft­ar en einu sinni úr bux­un­um og hugga hann á með­an at­hæf­inu stend­ur, séu all­ar lík­ur á að hann vilji ekki stunda kyn­líf með þér. Þá sé það nauðg­un.

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf

Síðastliðinn föstudag fékk Hólmfríður Anna Alexandersdóttir bréf þar sem henni var tilkynnt um að mál, þar sem hún kærði vin sinn fyrir nauðgun, hefði verið látið niður falla af þeim sökum að orð standi á móti orði. Allar atvikalýsingar voru þær sömu, nema hvað hann kvað hana hafa viljað þetta. Hólmfríður Anna deildi sögu sinni á Facebook, en þar segist hún vona að hún muni ekki þurfa að standa í sömu sporum og móðir sín, og þurfa að segja við dóttur sína: „Svona er kerfið.“

„Slakaðu á“

Umrætt atvik átti sér stað í apríl 2016 og strákurinn sem hún kærði fyrir nauðgun var vinur hennar, eða svo hélt hún fram að þessu. Hún segir að hann hafi suðað í henni um kynlíf en hún neitað í sífellu, útskýrt af hverju og beðist afsökunar á því. Hún furðar sig reyndar á því í dag að hafa beðist afsökunar.

„Hann hélt áfram …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár