Síðastliðinn föstudag fékk Hólmfríður Anna Alexandersdóttir bréf þar sem henni var tilkynnt um að mál, þar sem hún kærði vin sinn fyrir nauðgun, hefði verið látið niður falla af þeim sökum að orð standi á móti orði. Allar atvikalýsingar voru þær sömu, nema hvað hann kvað hana hafa viljað þetta. Hólmfríður Anna deildi sögu sinni á Facebook, en þar segist hún vona að hún muni ekki þurfa að standa í sömu sporum og móðir sín, og þurfa að segja við dóttur sína: „Svona er kerfið.“
„Slakaðu á“
Umrætt atvik átti sér stað í apríl 2016 og strákurinn sem hún kærði fyrir nauðgun var vinur hennar, eða svo hélt hún fram að þessu. Hún segir að hann hafi suðað í henni um kynlíf en hún neitað í sífellu, útskýrt af hverju og beðist afsökunar á því. Hún furðar sig reyndar á því í dag að hafa beðist afsökunar.
„Hann hélt áfram …
Athugasemdir