Jón Bjarki Magnússon

Frakkar taka á samstöðuglæpum: Nú er bannað að gefa flóttafólki að borða
ErlentFlóttamenn

Frakk­ar taka á sam­stöð­uglæp­um: Nú er bann­að að gefa flótta­fólki að borða

Borg­ar­stjóri frönsku borg­ar­inn­ar Cala­is hef­ur gef­ið út til­skip­un sem ger­ir það refsi­vert að gefa flótta­fólki að borða. Frakk­ar hafa að und­an­förnu sótt fólk til saka fyr­ir svo­kall­aða sam­stöð­uglæpi, að að­stoða flótta­fólk með ein­hverj­um hætti. Fransk­ur ólífu­bóndi ný­lega dæmd­ur á grund­velli þess­ara laga.
Stafræna alræðisríkið Kína handan við hornið
ErlentPersónuverndarmál

Sta­f­ræna al­ræð­is­rík­ið Kína hand­an við horn­ið

Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn vinn­ur nú að því að byggja upp gagna­grunn sem geym­ir upp­lýs­ing­ar um net­hegð­un allra Kín­verja. Mark­mið­ið er að gef­in verði stig fyr­ir það sem flokk­ur­inn álít­ur já­kvæða hegð­un en refsistig fyr­ir hitt sem tal­ið er vera nei­kvætt. Yf­ir­völd stefna á að kerf­ið verði til­bú­ið ár­ið 2020.
Angela Merkel, leiðtogi hins frjálsa heims
Erlent

Ang­ela Merkel, leið­togi hins frjálsa heims

Ýms­ir vilja meina að Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sé leið­togi hins frjálsa heims nú þeg­ar Don­ald Trump hef­ur tek­ið við völd­um í Banda­ríkj­un­um. Prests­dótt­ir­in Merkel ólst upp í Aust­ur-Þýskalandi. Hún er mennt­að­ur eðl­is­fræð­ing­ur og tal­ar reiprenn­andi rúss­nesku. Við fall Berlín­ar­múrs­ins ákvað hún að láta til sín taka á vett­vangi stjórn­mál­anna. Kansl­ar­inn sæk­ist nú eft­ir end­ur­kjöri fjórða kjör­tíma­bil­ið í röð en kom­andi ár gæti orð­ið af­drifa­ríkt í Evr­ópu nú þeg­ar po­púlí­sk­ir hægri flokk­ar eru að sækja í sig veðr­ið í álf­unni.
Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu
Erlent

Ótt­ast að falsk­ar frétt­ir grafi und­an lýð­ræð­inu í Evr­ópu

Svo­köll­uð­um fölsk­um frétt­um hef­ur fjölg­að veru­lega í Þýskalandi á nýju ári. Face­book hef­ur gert samn­ing við rann­sókn­ar­fjöl­mið­il­inn Cor­rectiv um að sann­reyna þýsk­ar frétt­ir. Svip­að­ir samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir í Banda­ríkj­un­um. Frönsk og þýsk stjórn­völd ótt­ast að falsk­ar frétt­ir geti haft veru­leg áhrif á kosn­inga­úr­slit í lönd­un­um tveim­ur. Stjórn­mála­menn nýta sér orð­ræð­una um falsk­ar frétt­ir í þeim til­gangi að grafa und­an gagn­rýn­inni um­ræðu.
Nýja fólkið sem tekur völdin
ÚttektAlþingiskosningar 2016

Nýja fólk­ið sem tek­ur völd­in

Gríð­ar­leg end­ur­nýj­un verð­ur á þing­manna­lið­inu verði nið­ur­stöð­ur al­þing­is­kosn­ing­anna í takt við nýj­asta þjóðar­púls Gallup. Fjöl­marg­ir nú­ver­andi þing­menn kom­ast ekki inn á þing og tutt­ugu og fimm ein­stak­ling­ar munu taka sæti á Al­þingi í fyrsta sinn. Stund­in kynnti sér þá ein­stak­linga sem eru hvað lík­leg­ast­ir, mið­að við kann­an­ir, til þess að verða þing­menn á næstu kjör­tíma­bili.
Átti að fara í blóðrannsókn til að kanna  berkla en verður vísað úr landi
FréttirFlóttamenn

Átti að fara í blóð­rann­sókn til að kanna berkla en verð­ur vís­að úr landi

Hæl­is­leit­and­an­um Benjam­in Akosa verð­ur vís­að úr landi á morg­un, mánu­dag, þrátt fyr­ir að hann sé í miðj­um rann­sókn­um vegna mögu­legs berkla­smits. Hann er brenni­merkt­ur í and­liti eft­ir að hafa neit­að að taka þátt í galdra­trú fjöl­skyldu sinn­ar í Gh­ana. Norsk yf­ir­völd hafa við­ur­kennt við­kvæma stöðu hans en hyggj­ast senda hann til heima­lands­ins. Hann kall­ar á hjálp í bréfi sem hann hef­ur sent frá sér.
Síðustu dagar Sigmundar
Úttekt

Síð­ustu dag­ar Sig­mund­ar

For­ystu­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um reyna nú hvað þeir geta að gera Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni ljóst að hann eigi þann eina kost vænst­an að stíga til hlið­ar sem formað­ur flokks­ins. Hann er sagð­ur hafa gert af­drifa­rík mis­tök þeg­ar hann tal­aði ít­rek­að nið­ur lof­orð Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar for­sæt­is­ráð­herra um haust­kosn­ing­ar. Ekk­ert hef­ur heyrst frá for­mann­in­um síð­an Lilja Al­freðs­dótt­ir og Gunn­ar Bragi Sveins­son fund­uðu með hon­um á heim­ili Sig­mund­ar.
Ferðamenn fá fullt aðgengi að laugasvæði á meðan fjölskyldum á flótta er haldið fjarri
Fréttir

Ferða­menn fá fullt að­gengi að lauga­svæði á með­an fjöl­skyld­um á flótta er hald­ið fjarri

Gest­ir á Hót­el Bif­röst hafa að­gang að vað­laug, gufu­baði, heit­um potti og lík­ams­rækt ólíkt fjöl­skyldu­fólki úr röð­um hæl­is­leit­enda sem feng­ið hafa inni á svæð­inu. Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, rektor Há­skól­ans á Bif­röst, við­ur­kenn­ir mis­mun­un en seg­ir hana byggða á „við­skipta­leg­um for­send­um.“ Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or við skól­ann, vill veita hinum nýju íbú­um fullt að­gengi.
Hælisleitendum einungis mismunað á viðskiptalegum forsendum, segir rektor
Fréttir

Hæl­is­leit­end­um ein­ung­is mis­mun­að á við­skipta­leg­um for­send­um, seg­ir rektor

Hæl­is­leit­end­ur sem fá út­hlut­að hús­næði hjá Há­skól­an­um á Bif­röst munu hvorki hafa að­gang að heit­um pott­um né lík­ams­rækt ólíkt öðr­um íbú­um svæð­is­ins. Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, rektor Há­skól­ans á Bif­röst, seg­ir ákvörð­un­ina byggja á við­skipta­leg­um for­send­um. Fjár­hag­ur skól­ans bjóði ekki upp á ann­að en ítr­asta að­hald í fjár­mál­um.

Mest lesið undanfarið ár