Útlendingastofnun hefur úrskurðað að vísa skuli Benjamin Akosa, 28 ára gömlum hælisleitanda frá Ghana, úr landi á morgun, mánudag. Hann hefur undanfarin misseri haldið til á heimili fyrir hælisleitendur í Sólheimum 17, en þar greindist einn íbúanna nýlega með berkla. Ekki liggur fyrir hvort Benjamin hafi smitast, en hann átti að fara í blóðprufu vegna mögulegs berklasmits á morgun, eða sama dag og hann verður sendur úr landi. „Benjamin átti að fara í sína síðustu blóðrannsókn á morgun en það verður ekkert af henni,“ sagði Daníel Thors, réttargæslumaður Benjamins, í samtali við Stundina í gærkvöldi. Hann bendir á að Benjamin hafi leitað læknis í krafti leyfis Útlendingastofnunar. Það skjóti því skökku við að senda hann úr landi áður en niðurstöður úr slíkum prófum liggja fyrir.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Átti að fara í blóðrannsókn til að kanna berkla en verður vísað úr landi
Hælisleitandanum Benjamin Akosa verður vísað úr landi á morgun, mánudag, þrátt fyrir að hann sé í miðjum rannsóknum vegna mögulegs berklasmits. Hann er brennimerktur í andliti eftir að hafa neitað að taka þátt í galdratrú fjölskyldu sinnar í Ghana. Norsk yfirvöld hafa viðurkennt viðkvæma stöðu hans en hyggjast senda hann til heimalandsins. Hann kallar á hjálp í bréfi sem hann hefur sent frá sér.
Athugasemdir