Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útlendingastofnun hótar hælisleitendum ákæru

Að­eins rík­is­sak­sókn­ari, hér­aðssak­sókn­ari og lög­reglu­stjóra­embætti fara með ákæru­vald á Ís­landi. Það virð­ist hafa gleymst á Kjal­ar­nesi.

Útlendingastofnun hótar hælisleitendum ákæru
Forstjóri Útlendingastofnunar Kristín Völundardóttir er forstjóri Útlendingastofnunar. Hælisleitendum er hótað ákæru í tilkynningu sem þeim er birt í húsnæði sem stofnunin útvegar þeim. Mynd: Skjáskot

Skjólstæðingum Útlendingastofnunar, sem óska eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi, er hótað ákæru verði þeim á þau mistök að ganga inn á einkalóðir í nágrenni heimilis síns. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hangir uppi á vegg á heimili hælisleitenda í Arnarholti á Kjalarnesi þar sem Útlendingastofnun sér þeim fyrir húsnæði.

Á tilkynningunni má sjá loftmynd af svæðinu í kringum Arnarholt og rauða línu sem liggur eftir veginum frá heimilinu og að næsta strætóskýli sem er við Olís-stöð í um hálftíma göngufjarlægð. Eru íbúar beðnir um að fylgja rauðu línunni og þeim jafnframt tilkynnt að þeir verði ákærðir verði þeir gripnir inni á einkalóðum.

„Takið eftir. Fylgið rauðu línunni þegar þið gangið að strætóskýlinu (Olís) og stígið ekki inn á einkalóðir – hver sá sem staðinn er að því fara inn á einkalóð verður ákærður,“ segir í tilkynningunni. 

Fylgið rauðu línunni
Fylgið rauðu línunni „Takið eftir. Fylgið rauðu línunni þegar þið gangið að strætóskýlinu (Olís) og stígið ekki inn á einkalóðir – hver sá sem staðinn er að því fara inn á einkalóð verður ákærður.“
 

Skilaboðin eru afdráttarlaus. Því er slegið föstu að hver sá sem fari inn á einkalóð, hvort sem það er fyrir mistök eður ei, verði ákærður. Hvernig Útlendingastofnun hyggst framfylgja þessari hótun er óljóst en stofnunin fer ekki með ákæruvald enda saksóknarar og lögreglustjórar þau embætti á Íslandi sem fara með slíkt vald. „Ákærendur eru ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar,“ segir í 18. gr. laga um meðferð sakamála þar sem fjallað er um ákæruvald á Íslandi.

Á loftmyndinni af Arnarholti og nágrenni, sem fylgir umræddri tilkynningu, sést í nokkur hús, ræktarland sem og óræktað land. Í fjórða kafla laga um náttúruvernd er fjallað um almannarétt og 17. gr. kveður á um að almenningi sé „heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi“. 

Samkvæmt 231. gr. almennra hegningarlaga getur varðað sektum eða fangelsi að ryðjast heimildarlaust inn í hús eða skip eða að neita að fara þaðan þegar þess er krafist. Í 242. gr. sömu laga kemur hins vegar fram að brot gegn 231. gr. geti einungis sætt ákæru eftir að sá sem misgert er við krefst þess. Eftir því sem Stundin kemst næst eru þó almennt ekki gefnar út ákærur þegar fólk fer inn á einkalóð nema hún sé vel afgirt og viðkomandi neiti að yfirgefa staðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár