Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frakkar taka á samstöðuglæpum: Nú er bannað að gefa flóttafólki að borða

Borg­ar­stjóri frönsku borg­ar­inn­ar Cala­is hef­ur gef­ið út til­skip­un sem ger­ir það refsi­vert að gefa flótta­fólki að borða. Frakk­ar hafa að und­an­förnu sótt fólk til saka fyr­ir svo­kall­aða sam­stöð­uglæpi, að að­stoða flótta­fólk með ein­hverj­um hætti. Fransk­ur ólífu­bóndi ný­lega dæmd­ur á grund­velli þess­ara laga.

Natacha Bouchart, borgarstjóri frönsku borgarinnar Calais, lét nýlega þau orð falla að matargjafir til flóttafólks ógnuðu hreinlega öryggi borgarinnar. Orð borgarstjórans vöktu skiljanlega athygli og rötuðu í helstu fjölmiðla heims. Bouchart sagði þetta í tilraun sinni til þess að útskýra hvers vegna borgaryfirvöld hefðu brugðið á það ráð að leggja blátt bann við því að einstaklingar og sjálfboðaliðasamtök færðu hungruðu fólki á svæði nærri borginni matargjafir.

En þessi tilskipun borgarstjórans sprettur ekki upp í einhverju tómarúmi. Frönsk yfirvöld hafa undanfarna mánuði verið að sækja sjálfboðaliða til saka fyrir svokallaða samstöðuglæpi, fyrir það að sýna flóttafólki samstöðu og aðstoða það í erfiðleikum sínum. Í ítarlegri umfjöllun Al Jazeera um málið er til að mynda greint frá máli landafræðiprófessorsins Pierre Mannoni sem var sóttur til saka fyrir það eitt að hafa keyrt þremur slösuðum eritreskum unglingsstúlkum á spítala.

Franski ólífubóndinn Cédric Herrou var svo í síðasta mánuði dæmdur til að greiða 3.000 evrur í sekt fyrir að aðstoða flóttafólk við að komast til Frakklands. Herrou, sem á ólífubúgarð í dal sem liggur að landamærum Ítalíu, aðstoðaði flóttafólk við að komast yfir landamærin til Frakklands og hýsti það meðal annars á búgarði sínum.

„Ef við þurfum að brjóta lögin til þess að hjálpa fólki þá gerum við það,“ sagði hann meðal annars við stuðningsmenn sína á meðan á réttarhöldunum stóð. „Það er hlutverk okkar að hjálpa aðstoða fólk við að komast hjá hættum og þessi landamæri eru hættan,“ sagði hann og bætti við að gjörðir hans væru einfaldlega byggðar á því að verja mannréttindi.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár