Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Blaðamaður

Bílaþjóðin
Úttekt

Bíla­þjóð­in

Ís­lend­ing­ar eyddu rúm­lega 440 millj­ón­um á hverj­um degi á síð­asta ári í einka­bíl­inn, og þá eru eldsneytis­kaup ekki tal­in með. Gam­alt borg­ar­skipu­lag neyð­ir okk­ur til að eiga bíl, jafn­vel tvo, ólíkt íbú­um á Norð­ur­lönd­un­um, en sam­kvæmt neyslu­við­miði stjórn­valda er gert ráð fyr­ir að fjög­urra manna fjöl­skylda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eyði 1,44 millj­ón­um á ári í einka­bíl­inn.
Ákvörðun Trump mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir allt mannkyn
ErlentLoftslagsbreytingar

Ákvörð­un Trump mun hafa skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir allt mann­kyn

Þóra Ell­en Þór­halls­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, seg­ir ákvörð­un Don­alds Trump um að draga Banda­rík­in úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu koma á af­ar vond­um tíma, nú þeg­ar þjóð­ar­leið­tog­ar heims hafi loks­ins ver­ið farn­ir að axla ábyrgð á lofts­lags­mál­um. Lík­lega muni ákvörð­un­in leiða til þess að sam­drátt­ur á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda verði minni en þjóð­ir heims höfðu lof­að, enda er um þriðj­ung­ur af los­un jarð­ar frá Banda­ríkj­un­um.
Á Íslandi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það niður
Viðtal

Á Ís­landi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það nið­ur

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, seg­ir eng­in tíð­indi ef ein­stak­ling­ur grein­ist með geð­sjúk­dóm, enda glími meiri­hluti fólks við geð­ræn vanda­mál ein­hvern tíma á lífs­leið­inni. Hann seg­ir sér­stak­lega mik­il­vægt að styðja við fjöl­skyld­ur og ungt fólk og vill setja upp sér­staka þjón­ustu fyr­ir fólk á aldr­in­um 14 til 25 ára. Hann hef­ur bor­ið vitni fyr­ir danskri þing­nefnd og hald­ið er­indi fyr­ir franska heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið um hvers vegna fólk í sturlun­ar­ástandi er ekki ól­að nið­ur á Ís­landi, held­ur því hald­ið.
Hjarta og martraðir lögreglumannsins
Viðtal

Hjarta og mar­trað­ir lög­reglu­manns­ins

And­lit Gríms Gríms­son­ar varð lands­mönn­um kunn­ugt þeg­ar hann stýrði rann­sókn­inni á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur í byrj­un árs. Grím­ur er reynslu­mik­ill lög­reglu­mað­ur sem hef­ur kom­ið víða við, en seg­ist vera prívat og ekki mik­ið fyr­ir at­hygli. Hér seg­ir hann með­al ann­ars frá því þeg­ar hann var lög­reglu­mað­ur á vakt þeg­ar mann­skæð snjóflóð féllu á Vest­fjörð­um og hvernig það var að vera nafn­greind­ur í blaða­grein og sak­að­ur um óheið­ar­leika af ein­um þekkt­asta at­hafna­manni lands­ins.
Samtök atvinnulífsins vilja aðgerðir til að koma mæðrum fyrr út á vinnumarkað eftir fæðingu
Fréttir

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins vilja að­gerð­ir til að koma mæðr­um fyrr út á vinnu­mark­að eft­ir fæð­ingu

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, legg­ur til að börn­um verði tryggt leik­skóla­pláss við níu mán­aða ald­ur. Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, hef­ur sömu­leið­is tal­að gegn leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs. Sál­grein­ir var­ar við því að mik­il­væg­ar ákvarð­an­ir sem varða heill barna séu tekn­ar á for­send­um annarra.
„Þetta er engin framtíð“
Úttekt

„Þetta er eng­in fram­tíð“

Christ­ina Atten­sper­ger fær ein­ung­is 44 pró­sent af full­um ör­orku­líf­eyri þrátt fyr­ir að hafa bú­ið á Ís­landi frá því hún var 25 ára göm­ul. Alls búa 1.719 líf­eyr­is­þeg­ar við bú­setu­skerð­ing­ar á Ís­landi og þar af eru 884 sem fá eng­ar greiðsl­ur frá öðru ríki. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ir ekki nauð­syn­legt að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og seg­ir að horfa þurfi á fleiri þætti í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar, svo sem fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga. Sú að­stoð er hins veg­ar ein­ung­is hugs­uð til skamms tíma, ólíkt ör­orku­líf­eyri.
Angistin varð yfirsterkari
Viðtal

Ang­ist­in varð yf­ir­sterk­ari

Eig­in­mað­ur Sig­ríð­ar El­ín­ar Leifs­dótt­ur svipti sig lífi í fyrra­vet­ur eft­ir að hafa í mörg ár byrgt niðri erf­ið­ar til­finn­ing­ar og áföll. Á end­an­um varð kvíð­inn yf­ir­sterk­ari. Sig­ríð­ur hvet­ur til opn­ari sam­fé­lagsum­ræðu um sjálfs­víg og tel­ur ábyrga um­ræðu alltaf betri en þögn­ina. Börn­in fengu ekki sál­fræði­hjálp eft­ir sjálfs­víg föð­ur þeirra.

Mest lesið undanfarið ár