„Þegar ég fékk þessar fréttir þá var mín fyrsta hugsun að þetta væri engin framtíð,“ segir Christina Attensperger, 54 ára gömul kona frá Þýskalandi, sem hefur búið á Íslandi meiri hluta ævinnar, frá því hún var 25 ára gömul.
Yfir 1.700 manns á Íslandi þurfa ekki einungis að lifa af lágum bótum, heldur eru þessar lágu bætur skertar vegna þess að þeir hafa búið erlendis.
Christina er öryrki og við endurmat í byrjun þessa árs var búsetuhlutfall hennar lækkað niður í 44 prósent, sem þýðir að hún á einungis rétt á 44 prósent af fullum örorkubótum, sem eru ekki háar til að byrja með. Hún segist ekki vita hvernig hún muni ná endum saman eftir að skerðingin tekur gildi í sumar.
Almannatryggingakerfið á Íslandi virkar þannig að hafi einstaklingur búið í öðru landi en á Íslandi frá 16 ára aldri, fram að þeim tíma sem örorkumat fer fram, fær hann …
Athugasemdir