„Við erum ofsaleg bílaþjóð og við elskum bílana okkar,“ sagði Egill Helgason, þáttastjórnandi Silfursins á RÚV, í umræðu um samgöngu- og skipulagsmál síðasta sunnudag. Gögn benda til þess að Egill hafi rétt fyrir sér.
Íslendingar eru ein mesta bílaþjóð í heimi. Bílum fjölgar hraðar en íbúum og eru þeir nú orðnir fleiri en landsmenn. Bílgreinar veltu 440 milljónum á hverjum degi á síðasta ári og vöxturinn heldur áfram. Íslendingar hafa aldrei flutt inn jafn mörg ný ökutæki til landsins og nú er svo komið að starfsfólk Samgöngustofu hefur ekki undan við að skrá nýja bíla inn í landið. Fyrir vikið hrannast upp nýir bílar í Sundahöfn.
Íslendingar eru bílaþjóð og Reykjavík er bílaborg. Einkabíllinn hefur haft forgang í borginni langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar og gamalt borgarskipulag gerir það að verkum að borgarbúar nánast neyðast til að eiga bíl. Um helmingur borgarlands Reykjavíkur fer undir umferðarmannvirki og …
Athugasemdir