Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, leggur til þess að börnum sé tryggt pláss á leikskóla frá níu mánaða aldri í þeim tilgangi að tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. „Með því að auka dagvistunarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólavist hefst má jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Einnig yrði þetta til að draga úr launamun kynjanna, auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum og gera þeim kleift að sækja fram á fleiri sviðum en nú er,“ skrifar Halldór í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Samtök atvinnulífsins hafa einnig lagt til að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur, en það muni samhliða skapa svigrúm til lækkunar á dagvistunaraldri og tryggja öllum börnum viðeigandi dagvistun frá því fæðingarorlofi foreldra lýkur þar til leikskólavist barnsins hefst. „Til að brúa bilið sem nú er til staðar neyðast foreldrar oft til að taka launalaust leyfi frá störfum. Reynslan sýnir að sú …
Athugasemdir