Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra boðar lagabreytingar á næsta þingi um hvernig að því er staðið þegar einstaklingum er veittur ríkisborgararéttur. Sigríður sat ein hjá þegar þingmenn greiddu atkvæði um að veita 51 einstaklingi ríkisborgararétt í nótt.
„Ég hef bent á það að mér finnist þessi framkvæmd hér eins og hún er orðin í dag, með sjálfkrafa afgreiðslu Alþingis á einstaka umsóknum, ekki í takt við það jafnræði eins og menn myndu vilja hafa, eða að minnsta kosti ég, í þessum málum,“ sagði Sigríður þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu.
„Ég er í þeirri ágætu stöðu núna að geta haft áhrif á framkvæmdina til framtíðar og hef í hyggju á næsta þingi að boða hér einhverjar breytingar með frumvarpi um breytta framkvæmd á þessu af hálfu Útlendingastofnunar,“ bætti hún við.
Hér má sjá ræðu Sigríðar í fullri lengd:
Athugasemdir