Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dómsmálaráðherra sat hjá við veitingu ríkisborgararéttar

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sat ein hjá þeg­ar Al­þingi veitti 51 ein­stak­lingi rík­is­borg­ara­rétt í nótt. Hún boð­ar laga­breyt­ing­ar um fram­kvæmd­ina.

Dómsmálaráðherra sat hjá við veitingu ríkisborgararéttar
Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen sat hjá þegar 51 einstaklingi var veittur ríkisborgararéttur í nótt. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra boðar lagabreytingar á næsta þingi um hvernig að því er staðið þegar einstaklingum er veittur ríkisborgararéttur. Sigríður sat ein hjá þegar þingmenn greiddu atkvæði um að veita 51 einstaklingi ríkisborgararétt í nótt. 

„Ég hef bent á það að mér finnist þessi framkvæmd hér eins og hún er orðin í dag, með sjálfkrafa afgreiðslu Alþingis á einstaka umsóknum, ekki í takt við það jafnræði eins og menn myndu vilja hafa, eða að minnsta kosti ég, í þessum málum,“ sagði Sigríður þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu.

„Ég er í þeirri ágætu stöðu núna að geta haft áhrif á framkvæmdina til framtíðar og hef í hyggju á næsta þingi að boða hér einhverjar breytingar með frumvarpi um breytta framkvæmd á þessu af hálfu Útlendingastofnunar,“ bætti hún við. 

Hér má sjá ræðu Sigríðar í fullri lengd:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár